Einn stærsti dagur ársins í Ríkinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 12:40 Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, og Unnur Tryggvadóttir Flóvenz í Félagi íslenskra bjóráhugakvenna. „Í fyrra komu 35.000 viðskiptavinir í verslanir ÁTVR þegar sala á jólabjórnum hófst. Til samanburðar voru 27.000 viðskiptavinir síðastliðinn föstudag,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Hún segir að fjöldi vörutegunda af jólabjór sé svipaður og í fyrra, eða í kringum 30 talsins. Sala á jólabjór hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin ár. „Þetta er stýrist auðvitað svolítið af því sem að viðskiptavinurinn velur og svo hvaða framboð er af vörunni. Á meðan það er tiltölulega mikið framboð þá má búast við meiri sölu.“ Ef litið er á tölur um sölu jólabjórs fyrir tíu árum síðan seldust rúmlega 200.000 lítrar af jólabjór. „Þarna árið 2004 var lítið framboð af vörunni. Árið 2010 seldust svo tæplega 360.000 lítrar og árið 2011 jókst salan svo mjög mikið þegar seldust um 500.000 lítrar. Framboðið er þá orðið meira, fleiri tegundir og meira magn. Í fyrra fór salan svo í fyrsta skipti yfir 600.000 lítra,“ segir Sigrún. Sala hefst í öllum vínbúðum landsins í dag en ætti samkvæmt reglugerð að hefjast á morgun. Sigrún segir að óskað hafi verið eftir undanþágu frá reglunum svo sala gæti hafist á sama tíma alls staðar. Nokkrar vínbúðir úti á landi eru nefnilega lokaðar á laugardögum.Ekki aðdáandi Tuborg Julebryg „Mér finnst Tuborg Julebryg ekki góður en ég á mér nokkra aðra uppáhaldsjólabjóra,“ segir Unnur Tryggvadóttir Flóvenz, annar stofnenda Félags íslenskra bjóráhugakvenna. „Jólabjórinn frá Ölvisholti var í uppáhaldi í fyrra og hittifyrra. Hann bragðast eins og piparkökur. Svo kom líka í hittifyrra mjög góður bjór frá danska brugghúsinu Mikkeler sem heitir Hoppy Loving Christmas. Einstök jólabjór og Jólakaldi eru líka mjög góðir,“ segir Unnur aðspurð um sína uppáhaldsjólabjóra. Tengdar fréttir Jólabjórinn er lentur Hægt verður að fara á barinn í kvöld og fá sér Thule-jólabjór sem fór í dreifingu í dag. 17. október 2014 17:01 Jólabjórinn kominn í Ríkið Búast má við mikilli örtröð í verslunum ÁTVR í dag þegar jólabjórinn kemur í verslanir. 14. nóvember 2014 10:22 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
„Í fyrra komu 35.000 viðskiptavinir í verslanir ÁTVR þegar sala á jólabjórnum hófst. Til samanburðar voru 27.000 viðskiptavinir síðastliðinn föstudag,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Hún segir að fjöldi vörutegunda af jólabjór sé svipaður og í fyrra, eða í kringum 30 talsins. Sala á jólabjór hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin ár. „Þetta er stýrist auðvitað svolítið af því sem að viðskiptavinurinn velur og svo hvaða framboð er af vörunni. Á meðan það er tiltölulega mikið framboð þá má búast við meiri sölu.“ Ef litið er á tölur um sölu jólabjórs fyrir tíu árum síðan seldust rúmlega 200.000 lítrar af jólabjór. „Þarna árið 2004 var lítið framboð af vörunni. Árið 2010 seldust svo tæplega 360.000 lítrar og árið 2011 jókst salan svo mjög mikið þegar seldust um 500.000 lítrar. Framboðið er þá orðið meira, fleiri tegundir og meira magn. Í fyrra fór salan svo í fyrsta skipti yfir 600.000 lítra,“ segir Sigrún. Sala hefst í öllum vínbúðum landsins í dag en ætti samkvæmt reglugerð að hefjast á morgun. Sigrún segir að óskað hafi verið eftir undanþágu frá reglunum svo sala gæti hafist á sama tíma alls staðar. Nokkrar vínbúðir úti á landi eru nefnilega lokaðar á laugardögum.Ekki aðdáandi Tuborg Julebryg „Mér finnst Tuborg Julebryg ekki góður en ég á mér nokkra aðra uppáhaldsjólabjóra,“ segir Unnur Tryggvadóttir Flóvenz, annar stofnenda Félags íslenskra bjóráhugakvenna. „Jólabjórinn frá Ölvisholti var í uppáhaldi í fyrra og hittifyrra. Hann bragðast eins og piparkökur. Svo kom líka í hittifyrra mjög góður bjór frá danska brugghúsinu Mikkeler sem heitir Hoppy Loving Christmas. Einstök jólabjór og Jólakaldi eru líka mjög góðir,“ segir Unnur aðspurð um sína uppáhaldsjólabjóra.
Tengdar fréttir Jólabjórinn er lentur Hægt verður að fara á barinn í kvöld og fá sér Thule-jólabjór sem fór í dreifingu í dag. 17. október 2014 17:01 Jólabjórinn kominn í Ríkið Búast má við mikilli örtröð í verslunum ÁTVR í dag þegar jólabjórinn kemur í verslanir. 14. nóvember 2014 10:22 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Jólabjórinn er lentur Hægt verður að fara á barinn í kvöld og fá sér Thule-jólabjór sem fór í dreifingu í dag. 17. október 2014 17:01
Jólabjórinn kominn í Ríkið Búast má við mikilli örtröð í verslunum ÁTVR í dag þegar jólabjórinn kemur í verslanir. 14. nóvember 2014 10:22
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun