Handbolti

Alfreð og Guðmundur mætast í kvöld í lykilleik í titilbaráttunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson.
Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Getty
Rhein-Neckar Löwen tekur á móti Kiel í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þarna mætast íslensku þjálfararnir, Guðmundur Guðmundsson með Löwen og Alfreð Gíslason með Kiel.

Kiel er á toppnum og hefur tveggja stiga forskot á Rhein-Neckar-Löwen en lærisveinar Guðmundar í Löwen hafa unnið alla fjórtán heimaleiki sína á tímabilinu.

Það eru reyndar fleiri lið í baráttunni því bæði Flensburg og HSV Hamburg eru bara einu stigi á eftir Löwen í töflunni enda eitt mest spennandi tímabil í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í langan tíma.

Kiel vann þriggja mark sigur í fyrri leiknum, 31-28, en hann var á heimavelli Kiel. Aron Pálmarsson átti þá stórleik í liði Kiel og skoraði sjö flott mörk. Fyrir þá sem kunna þýsku þá er hægt að sjá blaðamannafund eftir leikinn í nóvember með því að smella á myndbandið hér fyrir neðan.

Það er að sjálfsögðu uppselt á leikinn í SAP-höllinni sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 klukkan 18.10 í kvöld. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, lýsir að sjálfsögðu leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×