Arnar Már Arnþórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs WOW air. Arnar Már kemur til WOW air frá Bláa Lóninu hf. þar sem hann hefur gengt starfi sölu- og markaðsstjóra frá árinu 2012. Frá árinu 2009 til 2012 starfaði Arnar sem markaðsstjóri Icelandair í Norður Ameríku og sem sölustjóri sama svæðis frá 2008 til 2009. Hann starfaði sem umdæmisstjóri Icelandair í Hollandi frá 2006 til 2008 og var sölu- og markaðsstjóri Hertz á Íslandi frá 2004 til 2006. Þá starfaði hann sem verkefnastjóri á sölu-og markaðssviði Icelandair frá 2002 til 2004.
Arnar Már er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann er kvæntur Helenu Guðrúnu Bjarnadóttur, viðburðastjóra hjá Marel, og eiga þau þrjú börn.
Greint var frá því í dag að Linda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs WOW air, hafi sagt upp störfum hjá flugfélaginu. Hún hafði starfað hjá félaginu frá árinu 2012.
Þá lét Inga Birna Ragnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Wow air, af störfum í mars síðastliðnum.
Arnar Már í framkvæmdastjórn WOW air
Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Mest lesið

Trump-tollarnir hafa tekið gildi
Viðskipti innlent

Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju
Viðskipti innlent

Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði
Viðskipti innlent

Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar
Viðskipti innlent

Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von
Viðskipti innlent

Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á
Viðskipti innlent

Á ég að greiða inn á lánið eða spara?
Viðskipti innlent
