Ódýrara að byggja fjölbýlishús en kaupa Haraldur Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2014 08:38 Enn er dýrara að byggja einbýlishús en að kaupa á almennum markaði. Vísir/Stefán „Byggingaverktakar eiga þessa stundina ekki að byggja einbýli eða raðhús heldur einblína á fjölbýlishús með mörgum hæðum og þá sérstaklega lyftuhús,“ segir Þröstur Sigurðsson hjá fjármála- og hagfræðiráðgjöf Capacent. Hann kynnti greiningu Capacent á fasteignamarkaðinum á Framkvæmdaþingi Húsasmiðjunnar í gær. Þar kom fram að byggingarkostnaður þriggja til fjögurra hæða fjölbýlishúss er nú í fyrsta sinn frá árinu 2009 orðinn lægri en kaupverð fjölbýlis í Reykjavík. Enn hagstæðara er að byggja fjölbýlishús með lyftu. „Þegar við skoðum einbýlishúsin þá er staðan allt öðruvísi því þar er byggingarkostnaðurinn enn talsvert hærri en kaupverðið. Á meðan svo er borgar sig ekki fyrir verktaka að fara út í framkvæmdir við einbýlishús,“ segir Þröstur. Samkvæmt tölum Hagstofunnar, sem vitnað er í í greiningu Capacent, fjölgaði nýbyggingum á síðasta ári. Árin 2009-12 var hafist handa við samtals 901 íbúð en á síðasta ári voru íbúðirnar 1.520. „Það að á árinu 2013 hafi útgefin byggingarleyfi verið fleiri en samanlagður fjöldi leyfa frá 2009-12 segir okkur að markaðurinn er að taka við sér.“ Þröstur bendir einnig á að í Reykjavík er skortur á íbúðum undir 120 fermetrum að stærð og þriggja herbergja íbúðum. „Ríflega 35 prósent þeirra sem svöruðu könnun okkar og sögðust vera að leita að húsnæði, vilja vera í þriggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Það er áberandi hvað það er mikil eftirspurn eftir þriggja herbergja íbúðum.“ Þröstur segir að gera megi ráð fyrir vaxandi eftirspurn eftir íbúðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúum borgarinnar fjölgar og íbúum á hverja íbúð fækkar. „Ef þetta tvennt fer saman má gera ráð fyrir því að meðalþörf fyrir nýjar íbúðir aukist milli ára.“ Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Byggingaverktakar eiga þessa stundina ekki að byggja einbýli eða raðhús heldur einblína á fjölbýlishús með mörgum hæðum og þá sérstaklega lyftuhús,“ segir Þröstur Sigurðsson hjá fjármála- og hagfræðiráðgjöf Capacent. Hann kynnti greiningu Capacent á fasteignamarkaðinum á Framkvæmdaþingi Húsasmiðjunnar í gær. Þar kom fram að byggingarkostnaður þriggja til fjögurra hæða fjölbýlishúss er nú í fyrsta sinn frá árinu 2009 orðinn lægri en kaupverð fjölbýlis í Reykjavík. Enn hagstæðara er að byggja fjölbýlishús með lyftu. „Þegar við skoðum einbýlishúsin þá er staðan allt öðruvísi því þar er byggingarkostnaðurinn enn talsvert hærri en kaupverðið. Á meðan svo er borgar sig ekki fyrir verktaka að fara út í framkvæmdir við einbýlishús,“ segir Þröstur. Samkvæmt tölum Hagstofunnar, sem vitnað er í í greiningu Capacent, fjölgaði nýbyggingum á síðasta ári. Árin 2009-12 var hafist handa við samtals 901 íbúð en á síðasta ári voru íbúðirnar 1.520. „Það að á árinu 2013 hafi útgefin byggingarleyfi verið fleiri en samanlagður fjöldi leyfa frá 2009-12 segir okkur að markaðurinn er að taka við sér.“ Þröstur bendir einnig á að í Reykjavík er skortur á íbúðum undir 120 fermetrum að stærð og þriggja herbergja íbúðum. „Ríflega 35 prósent þeirra sem svöruðu könnun okkar og sögðust vera að leita að húsnæði, vilja vera í þriggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Það er áberandi hvað það er mikil eftirspurn eftir þriggja herbergja íbúðum.“ Þröstur segir að gera megi ráð fyrir vaxandi eftirspurn eftir íbúðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúum borgarinnar fjölgar og íbúum á hverja íbúð fækkar. „Ef þetta tvennt fer saman má gera ráð fyrir því að meðalþörf fyrir nýjar íbúðir aukist milli ára.“
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira