Jakkaföt fyrir skrifstofufólk á hjólum Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2014 14:54 Mikill kostur er að geta hjólað í vinnuna, hvað þá í jakkafötunum. Helsta kvörtunaratriði þeirra sem kjósa að hjóla í vinnuna er að þurfa að skipta um föt er komið er í vinnuna. Það er kannski úr sögunni, minnsta kosti á bjartari og heitari dögum því jakkafataframeiðandinn Parker Dusseau í San Francisco framleiðir nú jakkaföt sérhönnuð fyrir hjólreiðar. Þessi föt eru úr mjög teygjanlegu efni sem er blanda af Merino ull og teygjanlegu gerviefni. Buxurnar eru með þægilegri hjólabót í klofinu og vel er passað uppá það að saumar snerti hvergi hörund vegna hættu á núningssárum. Í mittinu er tvöföld gúmmiteygja sem heldur skyrtunni ofan í buxunum. Buxunum má rúlla upp að neðan og festa með þar til gerðri tölu án þess að krumpast, en hjólreiðamenn vilja ógjarnan festa buxur sínar í keðjunni. Í jakkanum eru teygjanlegir renningar sem hefta hjólreiðamenn ekki er þeir halla sér fram á stýrið, efni jakkans einfaldlega gefur eftir og teygist. Ytra byrði skyrtukragans og innra birði ermanna eru með endurskyni og því þarf aðeins að bretta uppá til að sjást betur í myrkri. Einnig er endurskyn innan í vösunum og þarf þá aðeins að bretta þá út og þegar þeir flagsa um í vindi verða þeir enn meira áberandi. Allt þetta fínerí kostar auðvitað skildinginn, eða um 730 dollara, sem útleggst á um 82.000 krónur. Mörg jakkaföt eru reyndar miklu dýrari en þessi. Mest lesið Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskýru lofti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Helsta kvörtunaratriði þeirra sem kjósa að hjóla í vinnuna er að þurfa að skipta um föt er komið er í vinnuna. Það er kannski úr sögunni, minnsta kosti á bjartari og heitari dögum því jakkafataframeiðandinn Parker Dusseau í San Francisco framleiðir nú jakkaföt sérhönnuð fyrir hjólreiðar. Þessi föt eru úr mjög teygjanlegu efni sem er blanda af Merino ull og teygjanlegu gerviefni. Buxurnar eru með þægilegri hjólabót í klofinu og vel er passað uppá það að saumar snerti hvergi hörund vegna hættu á núningssárum. Í mittinu er tvöföld gúmmiteygja sem heldur skyrtunni ofan í buxunum. Buxunum má rúlla upp að neðan og festa með þar til gerðri tölu án þess að krumpast, en hjólreiðamenn vilja ógjarnan festa buxur sínar í keðjunni. Í jakkanum eru teygjanlegir renningar sem hefta hjólreiðamenn ekki er þeir halla sér fram á stýrið, efni jakkans einfaldlega gefur eftir og teygist. Ytra byrði skyrtukragans og innra birði ermanna eru með endurskyni og því þarf aðeins að bretta uppá til að sjást betur í myrkri. Einnig er endurskyn innan í vösunum og þarf þá aðeins að bretta þá út og þegar þeir flagsa um í vindi verða þeir enn meira áberandi. Allt þetta fínerí kostar auðvitað skildinginn, eða um 730 dollara, sem útleggst á um 82.000 krónur. Mörg jakkaföt eru reyndar miklu dýrari en þessi.
Mest lesið Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskýru lofti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira