Ekkert greitt fyrir símtöl og SMS Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2014 22:54 Vísir/Vilhelm/Daníel Vodafone hefur hleypt af stokkunum þjónustu þar sem notendur greiða eingöngu fyrir gagnamagnsnotkun í farsíma en ekkert fyrir símtöl og SMS. Samkvæmt tilkynningu byggir þessi þjónusta á nýrri hugmyndafræði í farsímanotkun. Síminn er einnig byrjaður að veita sambærilega þjónustu. „Einu gildir hvort viðskiptavinir hringja eða senda SMS skilaboð innan kerfis Vodafone eða til viðskiptavina annarra símafyrirtækja - ekki er greitt fyrir notkunina og því geta viðskiptavinir talað eins mikið og sent eins mörg SMS og þeir vilja,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að með tilkomu snjallsíma hafi farsímaþjónusta almennings breyst mikið á fáeinum árum.Blasið hafi við um nokkurt skeið, að farsímaþjónusta framtíðarinnar muni fyrst og fremst snúast um gagnaflutninga. „Sá tími er ekki kominn, en með þjónustuleiðinni Vodafone RED stígur Vodafone stórt skref í að auðvelda viðskiptavinum umskiptin sem eru framundan og tryggir í leiðinni gagnsæi og fyrirsjáanlegan kostnað“ Samhliða þessari þjónustu kynnir fyrirtækið ýmsar öryggislausnir en ein þeirra kallast Vodafone Cloud. Þar er um að ræða hýsingu á gögnum eins og ljósmyndum og tónlist í vottuðu umhverfi á vegum Vodafone Group. „Gögnin eru aðgengileg notendun úr tölvunni sinni, snjallsímanum eða spjaldtölvunni þegar þeim hentar. Þá er boðið upp á vírusvörn fyrir farsímann og ýmsar aðrar öryggisnýjungar.“ Síminn býður einnig upp á nýjar áskriftarleiðir sem eru hannaðar fyrir snjallsíma. Verðið á símreikningnum ræðst af gagnamagninu sem keypt er en lengd og fjöldi símtala og sms-skilaboða hættir að skipta máli. Orri Hauksson, forstjóri Símans, telur að nýjar áskriftarleiðir muni breyta landslagi fjarskiptamarkaðarins á Íslandi til frambúðar. „Aukinn fyrirsjáanleiki einfaldar viðskiptavinum að fylgjast með reikningnum og vangaveltur um hvað mínútan kostar hætta. Gömlu pakkarnir verða enn í boði en til lengri tíma litið held ég að mínútur sem einingar á símreikningnum muni hverfa,“ segir Orri. Gagnamagnið mun ráða verðinu, hægt verður að kaupa pakka á 5.990 til 8.990 krónum og greitt verður fyrir umframgagnamagn. „Viðskiptavinir fá að vita þegar þeir eru komnir að hámarkinu. Það fer svo eftir notkun og mynstri hvers og eins, hversu mikið fólk halar niður efni, hve stóran pakka það þarf.“ Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Vodafone hefur hleypt af stokkunum þjónustu þar sem notendur greiða eingöngu fyrir gagnamagnsnotkun í farsíma en ekkert fyrir símtöl og SMS. Samkvæmt tilkynningu byggir þessi þjónusta á nýrri hugmyndafræði í farsímanotkun. Síminn er einnig byrjaður að veita sambærilega þjónustu. „Einu gildir hvort viðskiptavinir hringja eða senda SMS skilaboð innan kerfis Vodafone eða til viðskiptavina annarra símafyrirtækja - ekki er greitt fyrir notkunina og því geta viðskiptavinir talað eins mikið og sent eins mörg SMS og þeir vilja,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að með tilkomu snjallsíma hafi farsímaþjónusta almennings breyst mikið á fáeinum árum.Blasið hafi við um nokkurt skeið, að farsímaþjónusta framtíðarinnar muni fyrst og fremst snúast um gagnaflutninga. „Sá tími er ekki kominn, en með þjónustuleiðinni Vodafone RED stígur Vodafone stórt skref í að auðvelda viðskiptavinum umskiptin sem eru framundan og tryggir í leiðinni gagnsæi og fyrirsjáanlegan kostnað“ Samhliða þessari þjónustu kynnir fyrirtækið ýmsar öryggislausnir en ein þeirra kallast Vodafone Cloud. Þar er um að ræða hýsingu á gögnum eins og ljósmyndum og tónlist í vottuðu umhverfi á vegum Vodafone Group. „Gögnin eru aðgengileg notendun úr tölvunni sinni, snjallsímanum eða spjaldtölvunni þegar þeim hentar. Þá er boðið upp á vírusvörn fyrir farsímann og ýmsar aðrar öryggisnýjungar.“ Síminn býður einnig upp á nýjar áskriftarleiðir sem eru hannaðar fyrir snjallsíma. Verðið á símreikningnum ræðst af gagnamagninu sem keypt er en lengd og fjöldi símtala og sms-skilaboða hættir að skipta máli. Orri Hauksson, forstjóri Símans, telur að nýjar áskriftarleiðir muni breyta landslagi fjarskiptamarkaðarins á Íslandi til frambúðar. „Aukinn fyrirsjáanleiki einfaldar viðskiptavinum að fylgjast með reikningnum og vangaveltur um hvað mínútan kostar hætta. Gömlu pakkarnir verða enn í boði en til lengri tíma litið held ég að mínútur sem einingar á símreikningnum muni hverfa,“ segir Orri. Gagnamagnið mun ráða verðinu, hægt verður að kaupa pakka á 5.990 til 8.990 krónum og greitt verður fyrir umframgagnamagn. „Viðskiptavinir fá að vita þegar þeir eru komnir að hámarkinu. Það fer svo eftir notkun og mynstri hvers og eins, hversu mikið fólk halar niður efni, hve stóran pakka það þarf.“
Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira