Gagnrýnir samráðsleysi við ESA vegna "mýkri gjaldeyrishafta" Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. mars 2014 18:45 Íslensk stjórnvöld höfðu ekki samráð við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, um mótun varúðarreglna í gjaldeyrismálum sem taka eiga við eftir afnám gjaldeyrishafta. Formaður stærsta stjórnarandstöðu-flokksins gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í málinu. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram á Alþingi á dögunum skýrslu um afnám gjaldeyrishafta. Í skýrslunni eru tíundaðar tillögur sem Seðlabanki Íslands lagði fram fyrir ári síðan um varúðarreglur sem taka við eftir að höftunum hefur verið aflétt. Um er að ræða svona mýkri útgáfu af gjaldeyrishöftunum.Tillögurnar eru: 1. Að settar verði reglur um laust fé og gjaldeyrissjöfnuð til að draga úr gjalddagamisræmi í erlendum gjaldmiðlum. 2. Að settar verði takmarkanir á söfnun innlána erlendis 3. Að settar verði takmarkanir eða bann við við gjaldeyrislánum til svokallaðra óvarinna aðila. 4. Að komið verði á fót stýritækjum til að sporna við óhóflegum sveiflum fjármagns inn og út úr landinu, t.d í formi gjalds á fjármagnsflutninga (Tobin-skatts) eða bindiskyldu á erlenda fjármögnun. 5. Tímabundnar takmarkanir á aukningu erlendra eigna lífeyrissjóðanna til að draga úr þrýstingi á krónuna. Stjórnvöld höfðu ekki samráð við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, um hvort þessar reglur samrýmast skuldbindingum Íslands á grundvelli EES-samningsins en forseti ESA hefur staðfest að ekki hafi verið óskað eftir áliti stofnunarinnar á reglunum, en þess skal getið að þær eru enn í tillöguformi og geta því hæglega verið endurskoðaðar þegar kemur að afnámi haftanna.Gjaleyrishöftin samrýmast EES-samningnum Ísland er með undanþágu frá ESA vegna gjaldeyrishaftanna en frjálst flæði fjármagns er hluti af fjórfrelsinu og ein af grunnstoðum EES-samningsins. Með dómi EFTA-dómstólsins í máli Pálma Sigmarssonar gegn Seðlabanka Íslands frá 2011 var því slegið föstu að gjaldeyrishöftin brytu ekki gegn skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum vegna þess ástands sem skapaðist hér í bankahruninu þegar gjaldmiðillinn hrundi í verði. Dómstóllinn fjallaði um þaði í forsendum sínum að alvarlegar aðstæður hefðu skapast á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins síðla árs 2008. Við þessar aðstæður væru uppfyllt efnisleg skilyrði fyrir því að grípa til verndarráðstafana samkvæmt 2. og 4. mgr. 43. gr. EES-samningsins. Umgjörð krónunnar styrkt án þess að liggi fyrir að slík umgjörð sé lögmæt Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar telur það afar gagnrýnivert að stjórnvöld hafi ekki haft samráð við ESA áður en þessar tillögur um varúðarreglur voru kynntar í skýrslu fjármálaráðherra en hann segir það endurspegla stefnuleysi ríkisstjórnarinnar við afnám haftanna. Slíta eigi viðræðum við ESB og styrkja umgjörð undir krónuna eftir höft en ekkert sé kannað hvort slík umgjörð samrýmist skuldbindingum Íslands gagnvart EES-samningnum. Árni Páll segir ljóst að ekki sé hægt að hafa höftin endalaust en tillögurnar felist í gjaldeyrishöftum í ákveðinni mynd. Hann segir að ábyrg vinnubrögð stjórnvalda hefðu falist í samráði við ESA. Varúðarreglurnar sem taka eigi við eftir höft séu íþyngjandi fyrir útlendinga og skerði frelsi í fjármagnsflutningum. Oda Helen Sletnes, forseti ESA, hafði ekki tök á viðtali í dag þegar eftir því var leitað. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Íslensk stjórnvöld höfðu ekki samráð við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, um mótun varúðarreglna í gjaldeyrismálum sem taka eiga við eftir afnám gjaldeyrishafta. Formaður stærsta stjórnarandstöðu-flokksins gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í málinu. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram á Alþingi á dögunum skýrslu um afnám gjaldeyrishafta. Í skýrslunni eru tíundaðar tillögur sem Seðlabanki Íslands lagði fram fyrir ári síðan um varúðarreglur sem taka við eftir að höftunum hefur verið aflétt. Um er að ræða svona mýkri útgáfu af gjaldeyrishöftunum.Tillögurnar eru: 1. Að settar verði reglur um laust fé og gjaldeyrissjöfnuð til að draga úr gjalddagamisræmi í erlendum gjaldmiðlum. 2. Að settar verði takmarkanir á söfnun innlána erlendis 3. Að settar verði takmarkanir eða bann við við gjaldeyrislánum til svokallaðra óvarinna aðila. 4. Að komið verði á fót stýritækjum til að sporna við óhóflegum sveiflum fjármagns inn og út úr landinu, t.d í formi gjalds á fjármagnsflutninga (Tobin-skatts) eða bindiskyldu á erlenda fjármögnun. 5. Tímabundnar takmarkanir á aukningu erlendra eigna lífeyrissjóðanna til að draga úr þrýstingi á krónuna. Stjórnvöld höfðu ekki samráð við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, um hvort þessar reglur samrýmast skuldbindingum Íslands á grundvelli EES-samningsins en forseti ESA hefur staðfest að ekki hafi verið óskað eftir áliti stofnunarinnar á reglunum, en þess skal getið að þær eru enn í tillöguformi og geta því hæglega verið endurskoðaðar þegar kemur að afnámi haftanna.Gjaleyrishöftin samrýmast EES-samningnum Ísland er með undanþágu frá ESA vegna gjaldeyrishaftanna en frjálst flæði fjármagns er hluti af fjórfrelsinu og ein af grunnstoðum EES-samningsins. Með dómi EFTA-dómstólsins í máli Pálma Sigmarssonar gegn Seðlabanka Íslands frá 2011 var því slegið föstu að gjaldeyrishöftin brytu ekki gegn skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum vegna þess ástands sem skapaðist hér í bankahruninu þegar gjaldmiðillinn hrundi í verði. Dómstóllinn fjallaði um þaði í forsendum sínum að alvarlegar aðstæður hefðu skapast á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins síðla árs 2008. Við þessar aðstæður væru uppfyllt efnisleg skilyrði fyrir því að grípa til verndarráðstafana samkvæmt 2. og 4. mgr. 43. gr. EES-samningsins. Umgjörð krónunnar styrkt án þess að liggi fyrir að slík umgjörð sé lögmæt Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar telur það afar gagnrýnivert að stjórnvöld hafi ekki haft samráð við ESA áður en þessar tillögur um varúðarreglur voru kynntar í skýrslu fjármálaráðherra en hann segir það endurspegla stefnuleysi ríkisstjórnarinnar við afnám haftanna. Slíta eigi viðræðum við ESB og styrkja umgjörð undir krónuna eftir höft en ekkert sé kannað hvort slík umgjörð samrýmist skuldbindingum Íslands gagnvart EES-samningnum. Árni Páll segir ljóst að ekki sé hægt að hafa höftin endalaust en tillögurnar felist í gjaldeyrishöftum í ákveðinni mynd. Hann segir að ábyrg vinnubrögð stjórnvalda hefðu falist í samráði við ESA. Varúðarreglurnar sem taka eigi við eftir höft séu íþyngjandi fyrir útlendinga og skerði frelsi í fjármagnsflutningum. Oda Helen Sletnes, forseti ESA, hafði ekki tök á viðtali í dag þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira