Lánar allt að 100 milljónir gegn veðum í demöntum, gulli og málverkum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. september 2014 13:37 Hér er Sverrir inni á skrifstofu sinni í Kringlunni. Vísir/Ernir Sverrir Einar Eiríksson býður fólki lán gegn veði auk þess sem hann kaupir gull. Höfuðstöðvar fyrirtækis hans eru í Kringlunni en Sverrir hefur einnig stundað demantaviðskipti í Afríku. Auglýsingar hans hafa vakið athygli, þar sem hann segist getað lánað fólki allt að 100 milljónir gegn veðum í demöntum, gulli og málverkum. Sverrir býður lán með 4% vöxtum mánaðarlega og hefur lesið gagnrýni fólks á Facebook, þar sem fólk telur lánin vera ólögleg, því vextirnir séu of háir. „Veðlán falla ekki undir löggjöfina um neytendalán. Þannig að þau eru ekki ólögleg,“ segir Sverrir við blaðamann Vísis sem heimsótti Sverri í höfuðstöðvar fyrirtækisins. Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu, staðfestir að veðlán, með svokölluðum handveðum falli ekki undir lög um neytendalán. Árlegir vextir á neytendalánum mega ekki fara yfir 50% og eru því lánin sem Sverrir veitir fólki, þar sem það setur eign upp í, undanskilin þessu hámarki.Vildi í fyrstu bara kaupa gull „Upphaflega vildi ég bara kaupa gull, en ekki standa í veðlánastarfsemi. Ég rak verktakafyrirtæki sem lagði upp laupana eftir hrun. Þá var ég uppfullur af orku og vantaði eitthvað að gera. Ég sá að verð á gulli hafði næstum því fjórfaldast á stuttum tíma og við bættist fall íslensku krónunnar. Því mætti segja að gullið hafi áttfaldast í virði í íslenskum krónum. Ég fékk hugmynd að opna skrifstofu og bjóða fólki sem vildi selja gull að koma til mín. Ég fékk hugmyndina klukkan níu um morgun og opnaði skrifstofuna klukkan tvö samdægurs,“ segir Sverrir. Hann opnaði fyrstu skrifstofuna á Laugarveginum í október 2008.Demantaviðskipti í Afríku 2009 hélt Sverrir svo til Afríku, þar sem hann stundaði viðskipti með demanta. „Ég komst í tengsl við aðila sem stunduðu demantaviðskipti og ákvað að slást í för með þeim. Fyrst var ég í ríkinu Lesótó, sem er umlukið Suður-Afríku. Ég var þar í hálft ár og fór svo til Síerra Leóne.“ Sverrir var í Afríku frá 2009 til 2011. „Það var mjög sérstakt að vera í Síerra Leóne. Ég var þar ásamt samstarfsfólki mínu. Við vorum þarna í þorpi sem hafði verið miðjan í borgarstyrjöldinni þar í landi,“ útskýrir hann og vísar til borgarastyrjaldarinnar í Síerra Leóne frá 1991 til 2002. „Við bjuggum í eina húsinu í þorpinu, á annarri hæð. Við vorum með vopnaðan vörð, sem var þarna með vélbyssu. Það höfðu ekki margir aðkomumenn komið í þorpið lengi, engir Evrópubúar var okkur sagt,“ útskýrir Sverrir.Hér er gull sem einn viðskiptavinur kom inn með.Vísir/ErnirGull fyrir jólin Hann fór aftur að kaupa gull af Íslendingum árið 2012. „Já, það var fyrir jólin það ár, þá opnaði ég skrifstofu hér í Kringlunni. Það var strax mikil ásókn. En ég fór þá strax að fá fyrirspurnir um veðlán. Þá kom fólk með hluti sem það vildi kannski ekki selja, en vantaði pening til að bjarga öðrum málum. Ég hafði ekki áhuga á því þá, því ég hafði einhverjar neikvæðar hugmyndir um veðlánastarfsemi. En eftir fjölda fyrirspurna ákvað ég að byrja að bjóða upp á þessa þjónustu og það hefur gengið ótrúlega vel.“ Viðskiptavinir Sverris geta komið með gull, demanta og málverk og lánar hann þeim peninga út á það. Þegar blaðamaður sat á skrifstofu Sverris komu nokkrir viðskiptavinir með hluti sem þeir vildu selja eða fá lán út á. Kona og maður komu með málverk og ung kona kom með skargripi. Sverrir skoðaði hlutina og ræddi stuttlega um peningaupphæðir við viðskiptavini sína. Ekki fundið fyrir neikvæðni „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ útskýrir hann og bætir við: „Ég hef ekki fundið fyrir neikvæðni í kringum mig útaf veðlánastarfseminni. Viðskiptavinirnir eru ánægðir. Ég hef þó lesið neikvæðar athugasemdir á Facebook.“ Sverrir segist ekki vilja hnýsast í einkamál fólks sem kemur og fær lánaða peninga hjá honum. „Hingað getur fólk komið og fengið peninga án þess að kafað sé ofan í fjármálin þeirra. Þó hafa sumir sagt mér í óspurðum fréttum af hverju þeim vantar peninga. Sumir hafa þurft að bjarga húsinu sínu, sem hefur verið að fara í nauðungarsölu. Einnig kom til mín maður sem stóð í málaferlum og hefði þurft að hætta við þau, því hann vantaði fjármagn. Maður gat klárað málaferlin og vann og kom hingað og endurgreiddi lánið ótrúlega ánægður.“ Sverrir segir að fólk eigi sjálft að fá að taka ákvörðun um að taka veðlán. „Sumir gætu vissuelga sagt að þetta sé dýrt. En fólk tekur þessa ákvörðun á eigin spýtur og það veit alla skilmála.“ Lesótó Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Sverrir Einar Eiríksson býður fólki lán gegn veði auk þess sem hann kaupir gull. Höfuðstöðvar fyrirtækis hans eru í Kringlunni en Sverrir hefur einnig stundað demantaviðskipti í Afríku. Auglýsingar hans hafa vakið athygli, þar sem hann segist getað lánað fólki allt að 100 milljónir gegn veðum í demöntum, gulli og málverkum. Sverrir býður lán með 4% vöxtum mánaðarlega og hefur lesið gagnrýni fólks á Facebook, þar sem fólk telur lánin vera ólögleg, því vextirnir séu of háir. „Veðlán falla ekki undir löggjöfina um neytendalán. Þannig að þau eru ekki ólögleg,“ segir Sverrir við blaðamann Vísis sem heimsótti Sverri í höfuðstöðvar fyrirtækisins. Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu, staðfestir að veðlán, með svokölluðum handveðum falli ekki undir lög um neytendalán. Árlegir vextir á neytendalánum mega ekki fara yfir 50% og eru því lánin sem Sverrir veitir fólki, þar sem það setur eign upp í, undanskilin þessu hámarki.Vildi í fyrstu bara kaupa gull „Upphaflega vildi ég bara kaupa gull, en ekki standa í veðlánastarfsemi. Ég rak verktakafyrirtæki sem lagði upp laupana eftir hrun. Þá var ég uppfullur af orku og vantaði eitthvað að gera. Ég sá að verð á gulli hafði næstum því fjórfaldast á stuttum tíma og við bættist fall íslensku krónunnar. Því mætti segja að gullið hafi áttfaldast í virði í íslenskum krónum. Ég fékk hugmynd að opna skrifstofu og bjóða fólki sem vildi selja gull að koma til mín. Ég fékk hugmyndina klukkan níu um morgun og opnaði skrifstofuna klukkan tvö samdægurs,“ segir Sverrir. Hann opnaði fyrstu skrifstofuna á Laugarveginum í október 2008.Demantaviðskipti í Afríku 2009 hélt Sverrir svo til Afríku, þar sem hann stundaði viðskipti með demanta. „Ég komst í tengsl við aðila sem stunduðu demantaviðskipti og ákvað að slást í för með þeim. Fyrst var ég í ríkinu Lesótó, sem er umlukið Suður-Afríku. Ég var þar í hálft ár og fór svo til Síerra Leóne.“ Sverrir var í Afríku frá 2009 til 2011. „Það var mjög sérstakt að vera í Síerra Leóne. Ég var þar ásamt samstarfsfólki mínu. Við vorum þarna í þorpi sem hafði verið miðjan í borgarstyrjöldinni þar í landi,“ útskýrir hann og vísar til borgarastyrjaldarinnar í Síerra Leóne frá 1991 til 2002. „Við bjuggum í eina húsinu í þorpinu, á annarri hæð. Við vorum með vopnaðan vörð, sem var þarna með vélbyssu. Það höfðu ekki margir aðkomumenn komið í þorpið lengi, engir Evrópubúar var okkur sagt,“ útskýrir Sverrir.Hér er gull sem einn viðskiptavinur kom inn með.Vísir/ErnirGull fyrir jólin Hann fór aftur að kaupa gull af Íslendingum árið 2012. „Já, það var fyrir jólin það ár, þá opnaði ég skrifstofu hér í Kringlunni. Það var strax mikil ásókn. En ég fór þá strax að fá fyrirspurnir um veðlán. Þá kom fólk með hluti sem það vildi kannski ekki selja, en vantaði pening til að bjarga öðrum málum. Ég hafði ekki áhuga á því þá, því ég hafði einhverjar neikvæðar hugmyndir um veðlánastarfsemi. En eftir fjölda fyrirspurna ákvað ég að byrja að bjóða upp á þessa þjónustu og það hefur gengið ótrúlega vel.“ Viðskiptavinir Sverris geta komið með gull, demanta og málverk og lánar hann þeim peninga út á það. Þegar blaðamaður sat á skrifstofu Sverris komu nokkrir viðskiptavinir með hluti sem þeir vildu selja eða fá lán út á. Kona og maður komu með málverk og ung kona kom með skargripi. Sverrir skoðaði hlutina og ræddi stuttlega um peningaupphæðir við viðskiptavini sína. Ekki fundið fyrir neikvæðni „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ útskýrir hann og bætir við: „Ég hef ekki fundið fyrir neikvæðni í kringum mig útaf veðlánastarfseminni. Viðskiptavinirnir eru ánægðir. Ég hef þó lesið neikvæðar athugasemdir á Facebook.“ Sverrir segist ekki vilja hnýsast í einkamál fólks sem kemur og fær lánaða peninga hjá honum. „Hingað getur fólk komið og fengið peninga án þess að kafað sé ofan í fjármálin þeirra. Þó hafa sumir sagt mér í óspurðum fréttum af hverju þeim vantar peninga. Sumir hafa þurft að bjarga húsinu sínu, sem hefur verið að fara í nauðungarsölu. Einnig kom til mín maður sem stóð í málaferlum og hefði þurft að hætta við þau, því hann vantaði fjármagn. Maður gat klárað málaferlin og vann og kom hingað og endurgreiddi lánið ótrúlega ánægður.“ Sverrir segir að fólk eigi sjálft að fá að taka ákvörðun um að taka veðlán. „Sumir gætu vissuelga sagt að þetta sé dýrt. En fólk tekur þessa ákvörðun á eigin spýtur og það veit alla skilmála.“
Lesótó Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira