Vitlausu túristarnir Hildur Sverrisdóttir skrifar 30. ágúst 2014 07:00 Hjón á ferðalagi skelltu börnum sínum í bílaleigubíl og brunuðu allslaus upp á jökul. Eðlilega. Þeim var til happs að vera stoppuð af áður en illa færi eins og við þekkjum þegar túristarnir lenda í ógöngum á hálendinu eða fara í fjallgöngur í gallabuxunum. Þá byrjar umræðan um að við sem þekkjum íslenska náttúru eigum að leiðbeina þeim sem hvorki kunna að óttast jökulinn né hálar klappir. Skiltaumræðan svokallaða, því það virðist vera helsta lausnin að skiltavæða allar mögulegar hættur landsins, þrátt fyrir þá augljósu vankanta að það er vandséð hvar eigi að draga línuna, og að við það myndi galdurinn við íslenska náttúru dofna. Í skiltaumræðunni hef ég oft haldið dramatískar ræður um að þessum vestræna heimi okkar sé um að kenna því það sé búið eyðileggja innbyggt áhættumat okkar. Ég nota þá sem dæmi skaðabótavædd samfélög eins og Bandaríkin þar sem fólki er einfaldlega ekki lengur hleypt í þær mögulega stórhættulega aðstæður að hafa opnanlega hótelherbergisglugga eða fá kaffi án aðvörunar um að það sé heitt. Ég held áfram ábúðarfull og segi að þegar fólk elst upp í barnfóstrusamfélögum þar sem það gengur aldrei á blautu gólfi án þess að þar séu aðvörunarskilti um að það sé blautt, gerir það auðvitað ósjálfrátt ráð fyrir að skiltalaus klöppin sé bara alls ekkert hættulega hál. Ég klykki svo hneyksluð út með því að segja vegna þessarar endalausu skaðabótavæddu forsjárhyggju sé fólk einfaldlega hætt að meta sjálfstætt hætturnar í kringum sig. Í sumar var ég svo að hjóla inn í undirgöng í ítalskri borg þegar ég á síðustu stundu átta mig á að ég verði að beygja hausinn svo hann færi mögulega ekki af þarna við gangaloftið. Ég fæ létt áfall og botna ekkert í að undirgöngin séu svona hættulega lág þegar ég sé að maður einn hægir á hjólinu sínu og réttir upp höndina til að meta hæðina á göngunum áður en hann heldur áfram. Hans áhættumat var í orden. Ég hefði hins vegar alveg þegið eins og eitt skilti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Hjón á ferðalagi skelltu börnum sínum í bílaleigubíl og brunuðu allslaus upp á jökul. Eðlilega. Þeim var til happs að vera stoppuð af áður en illa færi eins og við þekkjum þegar túristarnir lenda í ógöngum á hálendinu eða fara í fjallgöngur í gallabuxunum. Þá byrjar umræðan um að við sem þekkjum íslenska náttúru eigum að leiðbeina þeim sem hvorki kunna að óttast jökulinn né hálar klappir. Skiltaumræðan svokallaða, því það virðist vera helsta lausnin að skiltavæða allar mögulegar hættur landsins, þrátt fyrir þá augljósu vankanta að það er vandséð hvar eigi að draga línuna, og að við það myndi galdurinn við íslenska náttúru dofna. Í skiltaumræðunni hef ég oft haldið dramatískar ræður um að þessum vestræna heimi okkar sé um að kenna því það sé búið eyðileggja innbyggt áhættumat okkar. Ég nota þá sem dæmi skaðabótavædd samfélög eins og Bandaríkin þar sem fólki er einfaldlega ekki lengur hleypt í þær mögulega stórhættulega aðstæður að hafa opnanlega hótelherbergisglugga eða fá kaffi án aðvörunar um að það sé heitt. Ég held áfram ábúðarfull og segi að þegar fólk elst upp í barnfóstrusamfélögum þar sem það gengur aldrei á blautu gólfi án þess að þar séu aðvörunarskilti um að það sé blautt, gerir það auðvitað ósjálfrátt ráð fyrir að skiltalaus klöppin sé bara alls ekkert hættulega hál. Ég klykki svo hneyksluð út með því að segja vegna þessarar endalausu skaðabótavæddu forsjárhyggju sé fólk einfaldlega hætt að meta sjálfstætt hætturnar í kringum sig. Í sumar var ég svo að hjóla inn í undirgöng í ítalskri borg þegar ég á síðustu stundu átta mig á að ég verði að beygja hausinn svo hann færi mögulega ekki af þarna við gangaloftið. Ég fæ létt áfall og botna ekkert í að undirgöngin séu svona hættulega lág þegar ég sé að maður einn hægir á hjólinu sínu og réttir upp höndina til að meta hæðina á göngunum áður en hann heldur áfram. Hans áhættumat var í orden. Ég hefði hins vegar alveg þegið eins og eitt skilti.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun