Slagnum um eignarhald DV frestað um eina viku Haraldur Guðmundsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. ágúst 2014 08:00 Reynir Traustason, ritstjóri DV, var bjartsýnn fyrir fundinn og sagðist reikna með því að verða áfram ritstjóri. Vísir/Anton Aðalfundi DV ehf. var frestað um eina viku í gær þegar í ljós kom að ársreikningur félagsins hafði ekki legið fyrir í fimm daga eins og lög gera ráð fyrir. Fundurinn fór fram í litlu herbergi í kjallara Hótel Natura. Áður en hann hófst sagði Reynir Traustason, ritstjóri DV, stjórnarmaður og hluthafi í félaginu, að hann væri bjartsýnn á að hann yrði áfram ritstjóri. Stuttu seinna sagði Björn Leifsson, eigandi World Class og nýr hluthafi í DV, að hann hefði mætt einungis til að koma Reyni frá. Fundurinn stóð yfir í tvær og hálfa klukkustund. Á þeim tíma mátti sjá nokkra fundarmenn ganga hröðum skrefum inn og út úr salnum og blaðamenn DV, sem biðu í ofvæni eftir fréttum af framtíð miðilsins. Reynir Traustason segir hluthafa sem vilji sölsa undir sig blaðið hafa náð að fresta fundinum með því að gera ársreikning félagsins að ágreiningsefni. „Stjórn DV er með álit lögmanns um að formaður stjórnarinnar, Þorsteinn Guðnason, hafi brotið lög í mjög mörgum tilvikum með því að selja eirikjonsson.is, verðlaust fyrirbæri, inn í DV fyrir hlutafé. Stjórnin ætlaði, til að fría sjálfa sig, að bakka út úr málinu, til að rifta kaupunum og leiðrétta ársreikninginn í samræmi við það,“ segir Reynir og heldur áfram: „Þetta féllust þeir ekki á, hvorki hinn grunaði né fylgismenn hans. Við verðum því að leggja fram gamla ársreikninginn og takast svo á um málið á fundinum næsta föstudag, hvort fyrirtækið vilji kaupa þetta dót sem er einskis virði,“ segir Reynir. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Þorsteins Guðnasonar, gefur lítið fyrir ásakanir Reynis um lögbrot. Hann segir Reyni og meirihluta stjórnarinnar hafa gerst sek um að selja ritstjóranum hlutabréf sem hafi áður verið seld öðrum eiganda félagsins og að í því felist refsivert athæfi. Hann segir klúður við vinnu við ársreikning DV hafa valdið því að fundinum var frestað og ásakar ristjórann um bolabrögð. „Reynir Traustason átti 9,66 prósent í félaginu og hefði því ekki átt að geta farið með nema fimm prósent á fundinum. En af því að hann sat á stjórnarfundi DV fyrir aðalfundinn, þar sem var verið að véla um þessi mál, gat hann fengið meirihluta stjórnarinnar til að samþykkja að hlutabréfaeign hans dreifðist þannig til vina og vandamanna að þau nýttust að fullu á fundinum. Með þessu móti var Reynir og hirðin í kringum hann búin að tryggja sér væntanlega meirihluta á hluthafafundinum,“ segir Sigurður. Hann segir að allir hluthafar sem eigi fimm prósent eða meira í félaginu muni á næstu dögum framselja hlutabréf sín þannig að atkvæðisréttur þeirra nýtist að fullu. „Þá verður Reynir Traustason kominn í algjöran minnihluta í félaginu,“ segir Sigurður. Reynir segir fundinn hljóta að enda með ósköpum. „Ágreiningsmálið í félaginu er það hvort við ætlum að blessa lögbrotið meinta með því að leyfa þessu að ganga fram og svo er staðan mín, því það eru ákveðnir hluthafar sem vilja reka mig. Ég óttast ekki neitt og verð alveg sáttur við að fara ef ég þarf að fara.“ Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Aðalfundi DV ehf. var frestað um eina viku í gær þegar í ljós kom að ársreikningur félagsins hafði ekki legið fyrir í fimm daga eins og lög gera ráð fyrir. Fundurinn fór fram í litlu herbergi í kjallara Hótel Natura. Áður en hann hófst sagði Reynir Traustason, ritstjóri DV, stjórnarmaður og hluthafi í félaginu, að hann væri bjartsýnn á að hann yrði áfram ritstjóri. Stuttu seinna sagði Björn Leifsson, eigandi World Class og nýr hluthafi í DV, að hann hefði mætt einungis til að koma Reyni frá. Fundurinn stóð yfir í tvær og hálfa klukkustund. Á þeim tíma mátti sjá nokkra fundarmenn ganga hröðum skrefum inn og út úr salnum og blaðamenn DV, sem biðu í ofvæni eftir fréttum af framtíð miðilsins. Reynir Traustason segir hluthafa sem vilji sölsa undir sig blaðið hafa náð að fresta fundinum með því að gera ársreikning félagsins að ágreiningsefni. „Stjórn DV er með álit lögmanns um að formaður stjórnarinnar, Þorsteinn Guðnason, hafi brotið lög í mjög mörgum tilvikum með því að selja eirikjonsson.is, verðlaust fyrirbæri, inn í DV fyrir hlutafé. Stjórnin ætlaði, til að fría sjálfa sig, að bakka út úr málinu, til að rifta kaupunum og leiðrétta ársreikninginn í samræmi við það,“ segir Reynir og heldur áfram: „Þetta féllust þeir ekki á, hvorki hinn grunaði né fylgismenn hans. Við verðum því að leggja fram gamla ársreikninginn og takast svo á um málið á fundinum næsta föstudag, hvort fyrirtækið vilji kaupa þetta dót sem er einskis virði,“ segir Reynir. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Þorsteins Guðnasonar, gefur lítið fyrir ásakanir Reynis um lögbrot. Hann segir Reyni og meirihluta stjórnarinnar hafa gerst sek um að selja ritstjóranum hlutabréf sem hafi áður verið seld öðrum eiganda félagsins og að í því felist refsivert athæfi. Hann segir klúður við vinnu við ársreikning DV hafa valdið því að fundinum var frestað og ásakar ristjórann um bolabrögð. „Reynir Traustason átti 9,66 prósent í félaginu og hefði því ekki átt að geta farið með nema fimm prósent á fundinum. En af því að hann sat á stjórnarfundi DV fyrir aðalfundinn, þar sem var verið að véla um þessi mál, gat hann fengið meirihluta stjórnarinnar til að samþykkja að hlutabréfaeign hans dreifðist þannig til vina og vandamanna að þau nýttust að fullu á fundinum. Með þessu móti var Reynir og hirðin í kringum hann búin að tryggja sér væntanlega meirihluta á hluthafafundinum,“ segir Sigurður. Hann segir að allir hluthafar sem eigi fimm prósent eða meira í félaginu muni á næstu dögum framselja hlutabréf sín þannig að atkvæðisréttur þeirra nýtist að fullu. „Þá verður Reynir Traustason kominn í algjöran minnihluta í félaginu,“ segir Sigurður. Reynir segir fundinn hljóta að enda með ósköpum. „Ágreiningsmálið í félaginu er það hvort við ætlum að blessa lögbrotið meinta með því að leyfa þessu að ganga fram og svo er staðan mín, því það eru ákveðnir hluthafar sem vilja reka mig. Ég óttast ekki neitt og verð alveg sáttur við að fara ef ég þarf að fara.“
Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira