Segir hluthafa hafa gætt hagsmuna Milestone og systurfélaga þess Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 15:39 Úr sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/GVA „Gátu þið ekki bara gert það sem hentaði hverju sinni?” Þetta var á meðal þess sem Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari, spurði Karl Wernersson að þegar aðalmeðferð í Milestone-málinu hélt áfram eftir hádegi í dag. Vísaði saksóknari þar til 2,7 milljarða króna sem félagið Milestone Import Export (MIE) skuldaði Milestone ehf. en MIE fékk frest á gjalddaga lánsins á árinu 2007. Sömu eigendur voru að félögunum, Karl og bróðir hans Steingrímur. Aðspurður hvers vegna gjalddagi lánsins var framlengdur sagði Karl: „Milestone átti í miklum viðskiptum þarna árið 2007 og 2008. Þarna í lok árs 2007 eru íslenskar eignir Milestone fluttar út í sænskt fjármálafyrirtæki. Svo átti að skrá það félag á markað árið 2008, greiða út arð það sama ár, meðal annars til Leiftra sem þá myndi borga skuld sína við MIE sem aftur myndi greiða skuld sína vð Milestone.” Milestone hafði lánað MIE fjármuni sem svo lánaði þá aftur til Leiftra svo það félag gæti keypt hlutabréf Ingunnar Wernersdóttur í Milestone. Í ákæru kemur fram að Milestone hafi aldrei fengið greitt lánið til baka en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september 2009. MIE hefur einnig verið tekið til gjaldþrotaskipta og fundust engar eignir í búinu. Lán Milestone til MIE sé því að fullu glatað, eins og segir í ákæru. Karl gat ekki útskýrt nákvæmlega fyrir dómi hvers vegna ekki hafi verið farið í innheimtu láns Milestone til MIE árið 2007. Hann sagði þó ákvörðunina hafa verið tekna af sér, Steingrími og Guðmundi Ólasyni, forstjóra Milestone, sem einnig eru ákærðir í málinu, auk Jóhannesar Sigurðssonar, aðstoðarforstjóra félagsins, og Arnars Guðmundssonar, fjármálastjóra. Saksóknari spurði þá hvort hagsmunir Milestone hafi ekki falist í því að fá greitt gjalddaga. Karl sagði að það hefði verið mat fimmmenninganna að hagsmunir félagsins myndu ekki fara neitt þó að lánið yrði framlengt. Saksóknari spurði hvort einhver skjöl staðfestu það að hagsmunirnir héldust óbreyttir svaraði Karl því til að svo væri ekki og sagði það miður. Saksóknari gekk á Karl og spurði hvort hann væri ekki beggja vegna borðsins, hvort hann væri ekki bara að semja við sjálfan sig, enda eigandi bæði MIE og Milestone, ásamt bróður sínum. „Hluthafarnir í báðum félögum voru þeir sömu, svo hagsmunirnir voru gagnsæir,” svaraði Karl. Beðinn um að útskýra þessi orð sín nánar sagði hann: „Hluthafarnir töldu að þeir væru að gæta hagsmuna beggja félaganna. Þetta voru systurfélög og hluthafarnir töldu að heildarhagsmununum yrði best komið fyrir með þessum hætti.”Arnþrúður Þórarinsdóttir, önnur frá hægri, flytur málið fyrir hönd ríkissaksóknara.VísiR/GVAGat ekki svarað því hvernig hann hafði hagsmuni Milestone í hugaSaksóknari spurði þá hvort þeir, hluthafarnir, hafi ekki bara gert það sem hentaði hverju sinni. Karl kaus að svara þeirri spurningu ekki. Síðar í skýrslutökunni spurði saksóknari Karl hvort að það hafi verið vilji hjá MIE til að greiða Milestone. „Já, það var vilji til þess. Við ætluðum að setja sænska fjármálafyrirtækið á markað árið 2008. Hlutur Milestone í því var metinn á 100 milljarða. Svo átti að greiða út arð sem myndi fara í gegnum „systemið” og enda aftur hjá Milestone. [...] Svo verður hrunið og við lendum í miklum erfiðleikum. Allt fer í uppnám hjá Milestone, allar íslenskar eignir urðu einskis virði og félagið fór illa út úr því. Til voru íslenskar eignir metnar á núll í Svíþjóð og við lentum í miklum erfiðleikum með sænska fjármálaeftirlitið,” sagði Karl. Saksóknari spurði auk þess hvort að framlengingin í láni MIE til Milestone hafi verið tímasett. Karl kvað svo ekki vera. Saksóknari spurði þá hvort hann hafi talið sig hafa hagsmuni Milestone í huga. Hann játti því. Þá spurði saksóknari hvernig hann gæti haft hagsmuni félagsins í huga ef hann innheimti ekki kröfuna: „Ég get ekki svarað því,” sagði Karl þá. Enginn af verjendum í málinu lagði spurningar fyrir Karl. Við lok skýrslutöku yfir honum var dómstjórinn, Arngrímur Ísberg, nokkuð ómyrkur í máli. Beindi hann orðum sínum að saksóknara vegna þess hversu langt hún fór yfir þann tíma sem áætlaður var í skýrslutöku yfir Karli. „Það væri ágætt ef að sækjandi hugleiði hvað gerðist með áætlanagerð. Þetta er mjög ámælisvert,” sagði dómstjóri meðal annars. Tengdar fréttir Milestone-málið: „Gáttaður yfir ákærunni í málinu” Aðalmeðferð í svokölluðu Milestone-máli sérstaks saksóknara hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. nóvember 2014 12:03 Milestone-menn fyrir dóm Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernersdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 16. nóvember 2014 22:32 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Gátu þið ekki bara gert það sem hentaði hverju sinni?” Þetta var á meðal þess sem Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari, spurði Karl Wernersson að þegar aðalmeðferð í Milestone-málinu hélt áfram eftir hádegi í dag. Vísaði saksóknari þar til 2,7 milljarða króna sem félagið Milestone Import Export (MIE) skuldaði Milestone ehf. en MIE fékk frest á gjalddaga lánsins á árinu 2007. Sömu eigendur voru að félögunum, Karl og bróðir hans Steingrímur. Aðspurður hvers vegna gjalddagi lánsins var framlengdur sagði Karl: „Milestone átti í miklum viðskiptum þarna árið 2007 og 2008. Þarna í lok árs 2007 eru íslenskar eignir Milestone fluttar út í sænskt fjármálafyrirtæki. Svo átti að skrá það félag á markað árið 2008, greiða út arð það sama ár, meðal annars til Leiftra sem þá myndi borga skuld sína við MIE sem aftur myndi greiða skuld sína vð Milestone.” Milestone hafði lánað MIE fjármuni sem svo lánaði þá aftur til Leiftra svo það félag gæti keypt hlutabréf Ingunnar Wernersdóttur í Milestone. Í ákæru kemur fram að Milestone hafi aldrei fengið greitt lánið til baka en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september 2009. MIE hefur einnig verið tekið til gjaldþrotaskipta og fundust engar eignir í búinu. Lán Milestone til MIE sé því að fullu glatað, eins og segir í ákæru. Karl gat ekki útskýrt nákvæmlega fyrir dómi hvers vegna ekki hafi verið farið í innheimtu láns Milestone til MIE árið 2007. Hann sagði þó ákvörðunina hafa verið tekna af sér, Steingrími og Guðmundi Ólasyni, forstjóra Milestone, sem einnig eru ákærðir í málinu, auk Jóhannesar Sigurðssonar, aðstoðarforstjóra félagsins, og Arnars Guðmundssonar, fjármálastjóra. Saksóknari spurði þá hvort hagsmunir Milestone hafi ekki falist í því að fá greitt gjalddaga. Karl sagði að það hefði verið mat fimmmenninganna að hagsmunir félagsins myndu ekki fara neitt þó að lánið yrði framlengt. Saksóknari spurði hvort einhver skjöl staðfestu það að hagsmunirnir héldust óbreyttir svaraði Karl því til að svo væri ekki og sagði það miður. Saksóknari gekk á Karl og spurði hvort hann væri ekki beggja vegna borðsins, hvort hann væri ekki bara að semja við sjálfan sig, enda eigandi bæði MIE og Milestone, ásamt bróður sínum. „Hluthafarnir í báðum félögum voru þeir sömu, svo hagsmunirnir voru gagnsæir,” svaraði Karl. Beðinn um að útskýra þessi orð sín nánar sagði hann: „Hluthafarnir töldu að þeir væru að gæta hagsmuna beggja félaganna. Þetta voru systurfélög og hluthafarnir töldu að heildarhagsmununum yrði best komið fyrir með þessum hætti.”Arnþrúður Þórarinsdóttir, önnur frá hægri, flytur málið fyrir hönd ríkissaksóknara.VísiR/GVAGat ekki svarað því hvernig hann hafði hagsmuni Milestone í hugaSaksóknari spurði þá hvort þeir, hluthafarnir, hafi ekki bara gert það sem hentaði hverju sinni. Karl kaus að svara þeirri spurningu ekki. Síðar í skýrslutökunni spurði saksóknari Karl hvort að það hafi verið vilji hjá MIE til að greiða Milestone. „Já, það var vilji til þess. Við ætluðum að setja sænska fjármálafyrirtækið á markað árið 2008. Hlutur Milestone í því var metinn á 100 milljarða. Svo átti að greiða út arð sem myndi fara í gegnum „systemið” og enda aftur hjá Milestone. [...] Svo verður hrunið og við lendum í miklum erfiðleikum. Allt fer í uppnám hjá Milestone, allar íslenskar eignir urðu einskis virði og félagið fór illa út úr því. Til voru íslenskar eignir metnar á núll í Svíþjóð og við lentum í miklum erfiðleikum með sænska fjármálaeftirlitið,” sagði Karl. Saksóknari spurði auk þess hvort að framlengingin í láni MIE til Milestone hafi verið tímasett. Karl kvað svo ekki vera. Saksóknari spurði þá hvort hann hafi talið sig hafa hagsmuni Milestone í huga. Hann játti því. Þá spurði saksóknari hvernig hann gæti haft hagsmuni félagsins í huga ef hann innheimti ekki kröfuna: „Ég get ekki svarað því,” sagði Karl þá. Enginn af verjendum í málinu lagði spurningar fyrir Karl. Við lok skýrslutöku yfir honum var dómstjórinn, Arngrímur Ísberg, nokkuð ómyrkur í máli. Beindi hann orðum sínum að saksóknara vegna þess hversu langt hún fór yfir þann tíma sem áætlaður var í skýrslutöku yfir Karli. „Það væri ágætt ef að sækjandi hugleiði hvað gerðist með áætlanagerð. Þetta er mjög ámælisvert,” sagði dómstjóri meðal annars.
Tengdar fréttir Milestone-málið: „Gáttaður yfir ákærunni í málinu” Aðalmeðferð í svokölluðu Milestone-máli sérstaks saksóknara hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. nóvember 2014 12:03 Milestone-menn fyrir dóm Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernersdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 16. nóvember 2014 22:32 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Milestone-málið: „Gáttaður yfir ákærunni í málinu” Aðalmeðferð í svokölluðu Milestone-máli sérstaks saksóknara hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. nóvember 2014 12:03
Milestone-menn fyrir dóm Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernersdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 16. nóvember 2014 22:32
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent