Milestone-málið: „Gáttaður yfir ákærunni í málinu” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 12:03 Verjendur og sakborningar áður en aðalmeðferðin hófst í morgun. Karl Wernerson er til vinstri í aftari röð. Vísir/GVA „Ég er því saklaus af þeim ákæruliðum sem að mér beinast,” sagði Karl Wernersson, fyrrum stjórnarformaður Milestone, við upphaf aðalmeðferðar í morgun í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fimm öðrum aðilum vegna meintra umboðssvika er Ingunn Wernersdóttir seldi hlutabréf sín í Milestone. Aðalmeðferðin hófst á stuttri yfirlýsingu frá Karli þar sem hann fór yfir málið eins og það snýr að honum. Hann sagðist meðal annars gáttaður yfir ákærunni á málinu og sagði það ekki geta verið umboðssvik þegar Milestone fjármagnaði hlutabréfakaup sem félagið sjálft hefði allt eins getað verið kaupandi að. Karl sagði það ósanngjarnt að halda því fram að greiðslur Milestone til Ingunnar vegna sölu hennar á hlutabréfum í félaginu hafi farið fram í tómarúmi. Allir aðilar vissu af hverju verið væri að inna greiðslurnar af hendi og skýrir samningar hefðu legið fyrir um það allt. Málið snýst um greiðslur sem runnu út úr Milestone til Ingunnar Wernersdóttur árin 2006 og 2007. Ásamt Karli eru Steingrímur Wernersson, bróðir hans og meðeigandi í Milestone, og Guðmundur Ólason, forstjóri félagsins ákærðir. Þá eru þrír endurskoðendur KPMG einnig ákærðir í málinu. Saksóknari telur að Karl, Steingrímur Guðmundur hafi í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Greiðslurnar bárust henni mánaðarlega á löngu tímabili, á grundvelli samkomulags um að hún léti af hendi öll bréf sem hún átti í félaginu.Vildi leysa málið hratt og vel Eftir að Karl hafði lesið upp yfirlýsingu sína tók saksóknari, Arnþrúður Þórarinsdóttir, til við spyrja hann út í málið. Dróst skýrslutaka saksóknara á langinn og fór langt fram yfir áætlaðan tíma. Dómari spurði hana meðal annars ítrekað hvort það væri nokkuð langt eftir og varð einum verjanda það á orði að saksóknara stjórnaði ekki í réttarsalnum. Verjandi Karls gerði einnig ítrekað athugasemdir við spurningar saksóknara og taldi hana endurtekið spyrja út í hluti sem skjólstæðingur hans væri búinn að svara. Við skýrslutökuna greindi Karl meðal annars frá því að Ingunn hafi haustið 2005 óskað eftir að selja hlut sinn í Milestone. „Þetta bar brátt að og það var ljóst að ég vildi leysta þetta hratt og vel. Við leituðum því ráðgjafar hjá lögmönnum og endurskoðendum um hvernig hægt væri að ganga frá sölunni á þessum,” sagði Karl, aðspurður um upphaf þess að Ingunn óskaði eftir að selja bréf sín í Milestone.Steingrímur Wernerson fyrir miðri mynd ásamt verjendum.Vísir/GVAEkki bannað að félög í sömu eigu eigi viðskipti sín á milli Kaup á bréfunum voru fjármögnuð af Milestone. Útbúnir voru ýmsir kaup-og söluréttarsamningar vegna bréfanna og var þar vísað í ýmsa aðila sem gátu keypt bréfin. Ástæða þess var sú að ekki lá fyrir þegar Ingunn seldi bréf sín í Milestone hver yrði endanlegur kaupandi bréfanna. Í samningunum voru mögulegir kaupendur bræðurnir Karl og Steingrímur og félög þeim tengd. Þar á meðal voru erlendu eignarhaldsfélögin Milestone Import Export (MIE) og Leiftri. Saksóknari spurði Karl út í hvenær lá fyrir hver yrði endanlegur kaupandi bréfa Ingunnar. „Það var ýmsum hugmyndum kastað fram á árinu 2006. [...] Það er svo í raun ekki fyrr en við gerð ársreiknings 2006 að ákveðið er að Leiftri verði endanlegur eigandi bréfanna. MIE fjármagnar kaup Leiftra og tekur til þess lán hjá Milestone,” sagði Karl. Hann sagði fimm aðila hafa unnið að útfærslu á því hver yrði endanlegur eigandi bréfanna; hann, Steingrímur og Guðmundur auk Jóhannesar Sigurðssonar, aðstoðarforstjóra Milestone, og Arnars Guðmundssonar, fjármálastjóra félagsins. Saksóknari spurði Karl út í ýmislegt varðandi kaup-og söluréttarsamningana og greiðsluáætlun Milestone til Ingunnar. Karl gat ekki svarað öllum spurningum saksóknara. Hann gat til að mynda ekki gert grein fyrir því hvernig greiðslur Milestone til Ingunnar voru fjármagnaðar og hann vissi ekki hvort Milestone hefði á einhverjum tímapunkti lent í erfiðleikum við að fjármagna greiðslurnar. Í ákæru kemur fram að félagið hafi lent „í nokkrum erfiðleikum með að fjármagna greiðslur til Ingunnar samkvæmt greiðsluáætluninni”. Karl kvaðst í því samhengi ekki muna hvort að greiðsluáætlun hafi verið fylgt eftir en mundi þó að Ingunn hafi fengið allt sitt greitt. Karl mundi heldur ekki eftir því hvort einhvern tíma hafi verið samið um greiðslufrest. Karl sagði félögin þrjú, Milestone, MIE og Leiftra, hafa staðið saman enda hafi þau verið í eigu sömu aðila. Félög í sömu eigu megi eiga viðskipti sín á milli. Saksóknari spurði hann þá hvort hægt hafi verið að gæta hagsmuna beggja félaga þegar Milestone lánaði MIE svo fjármagna mætti kaup Leiftra á bréfum í Milestone. Karl sagði svo vera. Gert var hlé á réttarhöldunum rúmlega 11.30 vegna tæknilegra örðugleika. Kvaðst saksóknari þá enn eiga eftir að spyrja Karl út úr í að minnsta kosti hálftíma í viðbót. Varð dómstjóra þá að orði að hlutirnir hefðu farið laglega úr böndunum. Aðalmeðferðinni verður framhaldið klukkan 13. Tengdar fréttir Allir lýsa yfir sakleysi í Milestone málinu Allir sakborningar í máli Sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernesdóttur lýstu sig saklausa við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sex eru ákærðir í málinu. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirahluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og þrír endurskoðendur hjá KPMG. 3. september 2013 15:13 Tóku lán hjá Sjóvá til að borga Ingunni Wernersbræður og Guðmundur Ólason létu Sjóvá borga Ingunni Wernersdóttur 600 milljónir þegar Milestone lenti í erfiðleikum. Allar arðgreiðslur úr Milestone runnu til bræðranna þótt þeir hafi ekkert fé lagt til kaupannaá hlut Ingunnar. 12. júlí 2013 07:00 Milestone-menn fyrir dóm Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernersdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 16. nóvember 2014 22:32 Sérstakur saksóknari ákærir Wernersbræður Kaup Milestone á hlut Ingunnar Wernersdóttur í félaginu eru talin umboðssvik af sérstökum saksóknara. Bræður hennar, Karl og Steingrímur, hafa verið ákærðir ásamt Guðmundi Ólasyni forstjóra og þremur endurskoðendum. 9. júlí 2013 07:30 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
„Ég er því saklaus af þeim ákæruliðum sem að mér beinast,” sagði Karl Wernersson, fyrrum stjórnarformaður Milestone, við upphaf aðalmeðferðar í morgun í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fimm öðrum aðilum vegna meintra umboðssvika er Ingunn Wernersdóttir seldi hlutabréf sín í Milestone. Aðalmeðferðin hófst á stuttri yfirlýsingu frá Karli þar sem hann fór yfir málið eins og það snýr að honum. Hann sagðist meðal annars gáttaður yfir ákærunni á málinu og sagði það ekki geta verið umboðssvik þegar Milestone fjármagnaði hlutabréfakaup sem félagið sjálft hefði allt eins getað verið kaupandi að. Karl sagði það ósanngjarnt að halda því fram að greiðslur Milestone til Ingunnar vegna sölu hennar á hlutabréfum í félaginu hafi farið fram í tómarúmi. Allir aðilar vissu af hverju verið væri að inna greiðslurnar af hendi og skýrir samningar hefðu legið fyrir um það allt. Málið snýst um greiðslur sem runnu út úr Milestone til Ingunnar Wernersdóttur árin 2006 og 2007. Ásamt Karli eru Steingrímur Wernersson, bróðir hans og meðeigandi í Milestone, og Guðmundur Ólason, forstjóri félagsins ákærðir. Þá eru þrír endurskoðendur KPMG einnig ákærðir í málinu. Saksóknari telur að Karl, Steingrímur Guðmundur hafi í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Greiðslurnar bárust henni mánaðarlega á löngu tímabili, á grundvelli samkomulags um að hún léti af hendi öll bréf sem hún átti í félaginu.Vildi leysa málið hratt og vel Eftir að Karl hafði lesið upp yfirlýsingu sína tók saksóknari, Arnþrúður Þórarinsdóttir, til við spyrja hann út í málið. Dróst skýrslutaka saksóknara á langinn og fór langt fram yfir áætlaðan tíma. Dómari spurði hana meðal annars ítrekað hvort það væri nokkuð langt eftir og varð einum verjanda það á orði að saksóknara stjórnaði ekki í réttarsalnum. Verjandi Karls gerði einnig ítrekað athugasemdir við spurningar saksóknara og taldi hana endurtekið spyrja út í hluti sem skjólstæðingur hans væri búinn að svara. Við skýrslutökuna greindi Karl meðal annars frá því að Ingunn hafi haustið 2005 óskað eftir að selja hlut sinn í Milestone. „Þetta bar brátt að og það var ljóst að ég vildi leysta þetta hratt og vel. Við leituðum því ráðgjafar hjá lögmönnum og endurskoðendum um hvernig hægt væri að ganga frá sölunni á þessum,” sagði Karl, aðspurður um upphaf þess að Ingunn óskaði eftir að selja bréf sín í Milestone.Steingrímur Wernerson fyrir miðri mynd ásamt verjendum.Vísir/GVAEkki bannað að félög í sömu eigu eigi viðskipti sín á milli Kaup á bréfunum voru fjármögnuð af Milestone. Útbúnir voru ýmsir kaup-og söluréttarsamningar vegna bréfanna og var þar vísað í ýmsa aðila sem gátu keypt bréfin. Ástæða þess var sú að ekki lá fyrir þegar Ingunn seldi bréf sín í Milestone hver yrði endanlegur kaupandi bréfanna. Í samningunum voru mögulegir kaupendur bræðurnir Karl og Steingrímur og félög þeim tengd. Þar á meðal voru erlendu eignarhaldsfélögin Milestone Import Export (MIE) og Leiftri. Saksóknari spurði Karl út í hvenær lá fyrir hver yrði endanlegur kaupandi bréfa Ingunnar. „Það var ýmsum hugmyndum kastað fram á árinu 2006. [...] Það er svo í raun ekki fyrr en við gerð ársreiknings 2006 að ákveðið er að Leiftri verði endanlegur eigandi bréfanna. MIE fjármagnar kaup Leiftra og tekur til þess lán hjá Milestone,” sagði Karl. Hann sagði fimm aðila hafa unnið að útfærslu á því hver yrði endanlegur eigandi bréfanna; hann, Steingrímur og Guðmundur auk Jóhannesar Sigurðssonar, aðstoðarforstjóra Milestone, og Arnars Guðmundssonar, fjármálastjóra félagsins. Saksóknari spurði Karl út í ýmislegt varðandi kaup-og söluréttarsamningana og greiðsluáætlun Milestone til Ingunnar. Karl gat ekki svarað öllum spurningum saksóknara. Hann gat til að mynda ekki gert grein fyrir því hvernig greiðslur Milestone til Ingunnar voru fjármagnaðar og hann vissi ekki hvort Milestone hefði á einhverjum tímapunkti lent í erfiðleikum við að fjármagna greiðslurnar. Í ákæru kemur fram að félagið hafi lent „í nokkrum erfiðleikum með að fjármagna greiðslur til Ingunnar samkvæmt greiðsluáætluninni”. Karl kvaðst í því samhengi ekki muna hvort að greiðsluáætlun hafi verið fylgt eftir en mundi þó að Ingunn hafi fengið allt sitt greitt. Karl mundi heldur ekki eftir því hvort einhvern tíma hafi verið samið um greiðslufrest. Karl sagði félögin þrjú, Milestone, MIE og Leiftra, hafa staðið saman enda hafi þau verið í eigu sömu aðila. Félög í sömu eigu megi eiga viðskipti sín á milli. Saksóknari spurði hann þá hvort hægt hafi verið að gæta hagsmuna beggja félaga þegar Milestone lánaði MIE svo fjármagna mætti kaup Leiftra á bréfum í Milestone. Karl sagði svo vera. Gert var hlé á réttarhöldunum rúmlega 11.30 vegna tæknilegra örðugleika. Kvaðst saksóknari þá enn eiga eftir að spyrja Karl út úr í að minnsta kosti hálftíma í viðbót. Varð dómstjóra þá að orði að hlutirnir hefðu farið laglega úr böndunum. Aðalmeðferðinni verður framhaldið klukkan 13.
Tengdar fréttir Allir lýsa yfir sakleysi í Milestone málinu Allir sakborningar í máli Sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernesdóttur lýstu sig saklausa við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sex eru ákærðir í málinu. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirahluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og þrír endurskoðendur hjá KPMG. 3. september 2013 15:13 Tóku lán hjá Sjóvá til að borga Ingunni Wernersbræður og Guðmundur Ólason létu Sjóvá borga Ingunni Wernersdóttur 600 milljónir þegar Milestone lenti í erfiðleikum. Allar arðgreiðslur úr Milestone runnu til bræðranna þótt þeir hafi ekkert fé lagt til kaupannaá hlut Ingunnar. 12. júlí 2013 07:00 Milestone-menn fyrir dóm Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernersdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 16. nóvember 2014 22:32 Sérstakur saksóknari ákærir Wernersbræður Kaup Milestone á hlut Ingunnar Wernersdóttur í félaginu eru talin umboðssvik af sérstökum saksóknara. Bræður hennar, Karl og Steingrímur, hafa verið ákærðir ásamt Guðmundi Ólasyni forstjóra og þremur endurskoðendum. 9. júlí 2013 07:30 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Allir lýsa yfir sakleysi í Milestone málinu Allir sakborningar í máli Sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernesdóttur lýstu sig saklausa við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sex eru ákærðir í málinu. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirahluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og þrír endurskoðendur hjá KPMG. 3. september 2013 15:13
Tóku lán hjá Sjóvá til að borga Ingunni Wernersbræður og Guðmundur Ólason létu Sjóvá borga Ingunni Wernersdóttur 600 milljónir þegar Milestone lenti í erfiðleikum. Allar arðgreiðslur úr Milestone runnu til bræðranna þótt þeir hafi ekkert fé lagt til kaupannaá hlut Ingunnar. 12. júlí 2013 07:00
Milestone-menn fyrir dóm Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernersdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 16. nóvember 2014 22:32
Sérstakur saksóknari ákærir Wernersbræður Kaup Milestone á hlut Ingunnar Wernersdóttur í félaginu eru talin umboðssvik af sérstökum saksóknara. Bræður hennar, Karl og Steingrímur, hafa verið ákærðir ásamt Guðmundi Ólasyni forstjóra og þremur endurskoðendum. 9. júlí 2013 07:30