Áfall fyrir Lakers: Nash verður ekkert með í vetur Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. október 2014 09:30 Steve Nash hefur átt magnaðan feril en dagar hans í Los Angeles hafa verið erfiðir. vísir/getty Steve Nash, leikstjórnandinn magnaði í röðum Los Angeles Lakers, verður ekkert með liðinu á tímabilinu vegna bakmeiðsla, en Lakers og Nash og greindu sameiginlega frá þessu í gærkvöldi. Nash hefur verið mikið meiddur síðan Lakers skipti fjórum valréttum í nýliðavalinu fyrir hann árið 2012, en hann hefur aðeins spilað 65 leiki fyrir liðið undanfarin tvö tímabil. Hann kom ekki við sögu í nema þremur leikjum á undirbúningstímabilinu eftir að spila aðeins fimmtán leiki á síðustu leiktíð vegna meiðsla. Hann hefur lagt mikið á sig til að ná sér heilum og fylgdist vefsíðan Grantland t.a.m. grannt með enduræfingu hans. „Það var mitt helsta markmið að spila á þessari leiktíð og því er það mjög svekkjandi að fá ekki tækifæri til þess. Ég mun halda áfram að styðja mitt lið á meðan ég hvíli mig, en ég mun svo halda áfram að einbeita mér að því að ná mér heilum til framtíðar,“ segir Steve Nash. Fram kemur á vef ESPN að Nash fái níu milljónir dala fyrir tímabilið, en meiðsli hans í bland við launatölurnar gera liðinu virkilega erfitt fyrir. Ferill hans hjá Los Angeles-liðinu hefur ekki verið upp á marga fiska, en tilraun þess til að setja saman meistaralið í kringum Nash, KobeBryant, DwightHoward og PauGasol misheppnaðist algjörlega. Lakers er spáð mjög slæmu gengi á tímabilinu og ekki hjálpar til að vera með besta leikstjórnanda liðsins meiddan út tímabilið á háum launum. Steve Nash er þriðji á listanum yfir flestar stoðsendingar í NBA-deildinni í sögu hennar, en John Stockton og JasonKidd eru fyrir ofan hann. Þá er Nash besta vítaskytta í sögu NBA-deildarinnar, en hann hefur hitt úr 90,4 vítaskotum sínum á 18 tímabilum. NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Steve Nash, leikstjórnandinn magnaði í röðum Los Angeles Lakers, verður ekkert með liðinu á tímabilinu vegna bakmeiðsla, en Lakers og Nash og greindu sameiginlega frá þessu í gærkvöldi. Nash hefur verið mikið meiddur síðan Lakers skipti fjórum valréttum í nýliðavalinu fyrir hann árið 2012, en hann hefur aðeins spilað 65 leiki fyrir liðið undanfarin tvö tímabil. Hann kom ekki við sögu í nema þremur leikjum á undirbúningstímabilinu eftir að spila aðeins fimmtán leiki á síðustu leiktíð vegna meiðsla. Hann hefur lagt mikið á sig til að ná sér heilum og fylgdist vefsíðan Grantland t.a.m. grannt með enduræfingu hans. „Það var mitt helsta markmið að spila á þessari leiktíð og því er það mjög svekkjandi að fá ekki tækifæri til þess. Ég mun halda áfram að styðja mitt lið á meðan ég hvíli mig, en ég mun svo halda áfram að einbeita mér að því að ná mér heilum til framtíðar,“ segir Steve Nash. Fram kemur á vef ESPN að Nash fái níu milljónir dala fyrir tímabilið, en meiðsli hans í bland við launatölurnar gera liðinu virkilega erfitt fyrir. Ferill hans hjá Los Angeles-liðinu hefur ekki verið upp á marga fiska, en tilraun þess til að setja saman meistaralið í kringum Nash, KobeBryant, DwightHoward og PauGasol misheppnaðist algjörlega. Lakers er spáð mjög slæmu gengi á tímabilinu og ekki hjálpar til að vera með besta leikstjórnanda liðsins meiddan út tímabilið á háum launum. Steve Nash er þriðji á listanum yfir flestar stoðsendingar í NBA-deildinni í sögu hennar, en John Stockton og JasonKidd eru fyrir ofan hann. Þá er Nash besta vítaskytta í sögu NBA-deildarinnar, en hann hefur hitt úr 90,4 vítaskotum sínum á 18 tímabilum.
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira