Þórir var ekki bara að vinna gullið heldur stóra vinninginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2014 11:30 Þórir Hergeirsson. Vísir/AFP Þórir Hergeirsson, þjálfari nýkrýndra Evrópumeistara Noregs, sagði í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn að norska liðið hafi ekki aðeins verið að vinna Evrópumeistaragullið í gær. Noregur vann 28-25 sigur á Spáni í úrslitaleiknum en árangur Þóris með liðið kom nokkuð á óvart enda að byggja upp lið ungra leikmanna eftir mikil forföll síðustu misseri. Evrópumeistaratitillinn skilaði norsku stelpunum ekki aðeins gulli um hálsinn heldur með þessum sigri á EM tryggði liðið sér sæti á HM í Danmörku 2015 og farseðilinn á Ólympíuleikana í Ríó 2016. Norska liðið sleppur við HM-umspil í júní þar sem þær spænsku mæta liði Slóvakíu. Þórir ætlar að skipuleggja æfingaferð til Brasilíu á sama tíma. „Við vorum að fá stóra vinninginn," sagði Þórir Hergeirsson við adressa.no í gær. „Þetta hjálpar okkur mikið. Vissulega hefði verið gott fyrir liðið að spila þessa umspilsleiki en við fáum aftur á móti allt annað tækifæri til að undirbúa okkur fyrir framhaldið," sagði Þórir en HM verður í Danmörku í desember á næsta ári. „Nú fáum við tækifæri til að fara þangað sem við munum spila á Ólympíuleikunum. Við fáum þar góðar æfingabúðir og leiki á móti Brasilíu auk þess að við fáum að kynnast aðstæðum í Ólympíuþorpinu. Slíkt hefur reynst okkur vel áður fyrr," sagði Þórir við adressa.no. Norska liðið er ungt og sýndi með frammistöðu sinni á EM að Þórir er búinn að setja saman nýtt lið sem er líklegt til afreka á næstu stórmótum. Handbolti Tengdar fréttir Spænsku stelpurnar reiðar eftir leik: Þetta er skandall Spænsku landsliðskonurnar voru allt annað en sáttar í viðtölum við fjölmiðla eftir tapið á móti Noregi í gær í úrslitaleik Evrópukeppni kvenna í handbolta. 22. desember 2014 08:15 Svíþjóð tók bronsið Svíþjóð vann Svartfjallaland í leiknum um þriðja sætið á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Ungverjalandi og Króatíu, 25-23. 21. desember 2014 16:13 Þórir Evrópumeistari með Noreg Frábær árangur Þóris með Noreg heldur áfram. 21. desember 2014 18:38 Þórir: Ég átti aldrei von á þessu Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópumeistara Noregs, segir ungu stelpurnar í norska kvennalandsliðinu hafa þroskast mikið á meðan Evrópumótinu stóð en Þórir gerði norska liðið að Evrópumeisturum í annað skiptið í gær. 22. desember 2014 09:30 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Sjá meira
Þórir Hergeirsson, þjálfari nýkrýndra Evrópumeistara Noregs, sagði í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn að norska liðið hafi ekki aðeins verið að vinna Evrópumeistaragullið í gær. Noregur vann 28-25 sigur á Spáni í úrslitaleiknum en árangur Þóris með liðið kom nokkuð á óvart enda að byggja upp lið ungra leikmanna eftir mikil forföll síðustu misseri. Evrópumeistaratitillinn skilaði norsku stelpunum ekki aðeins gulli um hálsinn heldur með þessum sigri á EM tryggði liðið sér sæti á HM í Danmörku 2015 og farseðilinn á Ólympíuleikana í Ríó 2016. Norska liðið sleppur við HM-umspil í júní þar sem þær spænsku mæta liði Slóvakíu. Þórir ætlar að skipuleggja æfingaferð til Brasilíu á sama tíma. „Við vorum að fá stóra vinninginn," sagði Þórir Hergeirsson við adressa.no í gær. „Þetta hjálpar okkur mikið. Vissulega hefði verið gott fyrir liðið að spila þessa umspilsleiki en við fáum aftur á móti allt annað tækifæri til að undirbúa okkur fyrir framhaldið," sagði Þórir en HM verður í Danmörku í desember á næsta ári. „Nú fáum við tækifæri til að fara þangað sem við munum spila á Ólympíuleikunum. Við fáum þar góðar æfingabúðir og leiki á móti Brasilíu auk þess að við fáum að kynnast aðstæðum í Ólympíuþorpinu. Slíkt hefur reynst okkur vel áður fyrr," sagði Þórir við adressa.no. Norska liðið er ungt og sýndi með frammistöðu sinni á EM að Þórir er búinn að setja saman nýtt lið sem er líklegt til afreka á næstu stórmótum.
Handbolti Tengdar fréttir Spænsku stelpurnar reiðar eftir leik: Þetta er skandall Spænsku landsliðskonurnar voru allt annað en sáttar í viðtölum við fjölmiðla eftir tapið á móti Noregi í gær í úrslitaleik Evrópukeppni kvenna í handbolta. 22. desember 2014 08:15 Svíþjóð tók bronsið Svíþjóð vann Svartfjallaland í leiknum um þriðja sætið á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Ungverjalandi og Króatíu, 25-23. 21. desember 2014 16:13 Þórir Evrópumeistari með Noreg Frábær árangur Þóris með Noreg heldur áfram. 21. desember 2014 18:38 Þórir: Ég átti aldrei von á þessu Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópumeistara Noregs, segir ungu stelpurnar í norska kvennalandsliðinu hafa þroskast mikið á meðan Evrópumótinu stóð en Þórir gerði norska liðið að Evrópumeisturum í annað skiptið í gær. 22. desember 2014 09:30 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Sjá meira
Spænsku stelpurnar reiðar eftir leik: Þetta er skandall Spænsku landsliðskonurnar voru allt annað en sáttar í viðtölum við fjölmiðla eftir tapið á móti Noregi í gær í úrslitaleik Evrópukeppni kvenna í handbolta. 22. desember 2014 08:15
Svíþjóð tók bronsið Svíþjóð vann Svartfjallaland í leiknum um þriðja sætið á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Ungverjalandi og Króatíu, 25-23. 21. desember 2014 16:13
Þórir: Ég átti aldrei von á þessu Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópumeistara Noregs, segir ungu stelpurnar í norska kvennalandsliðinu hafa þroskast mikið á meðan Evrópumótinu stóð en Þórir gerði norska liðið að Evrópumeisturum í annað skiptið í gær. 22. desember 2014 09:30