Þúsundir viðskiptavina fastir með lán sín Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2014 20:23 Þúsundir viðskiptavina Íbúðalánasjóðs geta ekki greitt upp lán sín eða endurfjármagnað þau vegna uppgreiðslugjalds sem sjóðurinn gerir kröfu um sem hleypur á milljónum króna. Rætt hefur verið um að bankarnir taki yfir lánasafn sjóðsins. Alls eru 138 milljarðar af útlánasafni Íbúðalánasjóðs með uppgreiðslugjaldi og því eru ljóst að þúsundir viðskiptavina sjóðsins eru með slík lán. Fréttastofan hefur undir höndum tölvupóstsamskipti viðskiptavinar Íbúðalánasjóðs við forstjóra sjóðsins en þessi viðskiptavinur er fastur, getur ekki endurfjármagnað lán sitt eða stækkað við sig þar sem Íbúðalánasjóður gerir kröfu um hátt í 5 milljóna króna uppgreiðslugjald á láninu, sem er næstum allt eigið fé hans í íbúðinni. Umræddur viðskiptavinur segir að sér líði eins og í skuldafangelsi með þetta hangandi yfir sér. Í tölvupósti sem Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sendi manninum í mars, áður en verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála kynnti tillögur sínar segir: „Þetta uppgreiðslugjald er hið versta mál og mikil vinna er búin að eiga sér stað við að koma þessu uppgreiðslugjaldi úr heiminum. Sú undirbúningsvinna hefur verið sett á bið sökum þess að nú stendur yfir vinna við mat á framtíðarhlutverki sjóðsins."Bankarnir með áhuga á lánasafni ÍLS Í öðrum pósti segir Sigurður: „Ef sjóðurinn starfar áfram að mestu í óbreyttri mynd finnst mér líklegt að þetta verði komið til betri vegar á næsta ári. Ef bankarnir yfirtaka lánasafnið er líka líklegt að það gæti gerst þó það sé aðeins meiri óvissa um hvernig samningum um yfirtöku lánasafns væri háttað.“Þess ber að geta að Arion banki hefur lýst yfir áhuga á að kaupa lánasafn Íbúðalánasjóðs. Í pósti sem Sigurður sendi í september sl., þar sem hann er að svara fyrirspurn um uppgreiðslugjaldið, segir: „Staðan í málinu er óbreytt og verkefni sem var ætlað að taka á þessu atriði hefur því miður verið sett í ótímabundna biðstöðu.“ Og í öðrum tölvupósti segir Sigurður aðö verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hafi engar tillögur komið með vegna uppgreiðslugjaldsins. „Ég vakti í vor athygli ráðherra á því að uppgreiðslugjald, sem er afleiðing af kerfisbreytingunni 2004, hefur ekki verið leyst með þessum framtíðartillögum húsnæðismála og kallað eftir því að ráðuneytið útskýri með hvaða hætti það á að gerast með þessum tillögum verkefnastjórnar.“Engin lausn á uppgreiðslugjaldi Sigurður er í raun að segja tillögur verkefnistjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem starfaði á vettvangi félagsmálaráðuneytisins hafi ekki komið neinar lausnir á uppgreiðslugjaldinu. Það má því segja uppgreiðslugjaldið sé viðvarandi vandamál á meðan lánasöfn Íbúðalánasjóðs hafa ekki verið tekin yfir eða rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins breytt. Sigurður baðst undan viðtali í dag vegna málsins. Rætt var við Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra í beinni útsendingu frá Alþingi vegna málsins og það má nálgast viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þúsundir viðskiptavina Íbúðalánasjóðs geta ekki greitt upp lán sín eða endurfjármagnað þau vegna uppgreiðslugjalds sem sjóðurinn gerir kröfu um sem hleypur á milljónum króna. Rætt hefur verið um að bankarnir taki yfir lánasafn sjóðsins. Alls eru 138 milljarðar af útlánasafni Íbúðalánasjóðs með uppgreiðslugjaldi og því eru ljóst að þúsundir viðskiptavina sjóðsins eru með slík lán. Fréttastofan hefur undir höndum tölvupóstsamskipti viðskiptavinar Íbúðalánasjóðs við forstjóra sjóðsins en þessi viðskiptavinur er fastur, getur ekki endurfjármagnað lán sitt eða stækkað við sig þar sem Íbúðalánasjóður gerir kröfu um hátt í 5 milljóna króna uppgreiðslugjald á láninu, sem er næstum allt eigið fé hans í íbúðinni. Umræddur viðskiptavinur segir að sér líði eins og í skuldafangelsi með þetta hangandi yfir sér. Í tölvupósti sem Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sendi manninum í mars, áður en verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála kynnti tillögur sínar segir: „Þetta uppgreiðslugjald er hið versta mál og mikil vinna er búin að eiga sér stað við að koma þessu uppgreiðslugjaldi úr heiminum. Sú undirbúningsvinna hefur verið sett á bið sökum þess að nú stendur yfir vinna við mat á framtíðarhlutverki sjóðsins."Bankarnir með áhuga á lánasafni ÍLS Í öðrum pósti segir Sigurður: „Ef sjóðurinn starfar áfram að mestu í óbreyttri mynd finnst mér líklegt að þetta verði komið til betri vegar á næsta ári. Ef bankarnir yfirtaka lánasafnið er líka líklegt að það gæti gerst þó það sé aðeins meiri óvissa um hvernig samningum um yfirtöku lánasafns væri háttað.“Þess ber að geta að Arion banki hefur lýst yfir áhuga á að kaupa lánasafn Íbúðalánasjóðs. Í pósti sem Sigurður sendi í september sl., þar sem hann er að svara fyrirspurn um uppgreiðslugjaldið, segir: „Staðan í málinu er óbreytt og verkefni sem var ætlað að taka á þessu atriði hefur því miður verið sett í ótímabundna biðstöðu.“ Og í öðrum tölvupósti segir Sigurður aðö verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hafi engar tillögur komið með vegna uppgreiðslugjaldsins. „Ég vakti í vor athygli ráðherra á því að uppgreiðslugjald, sem er afleiðing af kerfisbreytingunni 2004, hefur ekki verið leyst með þessum framtíðartillögum húsnæðismála og kallað eftir því að ráðuneytið útskýri með hvaða hætti það á að gerast með þessum tillögum verkefnastjórnar.“Engin lausn á uppgreiðslugjaldi Sigurður er í raun að segja tillögur verkefnistjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem starfaði á vettvangi félagsmálaráðuneytisins hafi ekki komið neinar lausnir á uppgreiðslugjaldinu. Það má því segja uppgreiðslugjaldið sé viðvarandi vandamál á meðan lánasöfn Íbúðalánasjóðs hafa ekki verið tekin yfir eða rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins breytt. Sigurður baðst undan viðtali í dag vegna málsins. Rætt var við Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra í beinni útsendingu frá Alþingi vegna málsins og það má nálgast viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira