Þúsundir viðskiptavina fastir með lán sín Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2014 20:23 Þúsundir viðskiptavina Íbúðalánasjóðs geta ekki greitt upp lán sín eða endurfjármagnað þau vegna uppgreiðslugjalds sem sjóðurinn gerir kröfu um sem hleypur á milljónum króna. Rætt hefur verið um að bankarnir taki yfir lánasafn sjóðsins. Alls eru 138 milljarðar af útlánasafni Íbúðalánasjóðs með uppgreiðslugjaldi og því eru ljóst að þúsundir viðskiptavina sjóðsins eru með slík lán. Fréttastofan hefur undir höndum tölvupóstsamskipti viðskiptavinar Íbúðalánasjóðs við forstjóra sjóðsins en þessi viðskiptavinur er fastur, getur ekki endurfjármagnað lán sitt eða stækkað við sig þar sem Íbúðalánasjóður gerir kröfu um hátt í 5 milljóna króna uppgreiðslugjald á láninu, sem er næstum allt eigið fé hans í íbúðinni. Umræddur viðskiptavinur segir að sér líði eins og í skuldafangelsi með þetta hangandi yfir sér. Í tölvupósti sem Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sendi manninum í mars, áður en verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála kynnti tillögur sínar segir: „Þetta uppgreiðslugjald er hið versta mál og mikil vinna er búin að eiga sér stað við að koma þessu uppgreiðslugjaldi úr heiminum. Sú undirbúningsvinna hefur verið sett á bið sökum þess að nú stendur yfir vinna við mat á framtíðarhlutverki sjóðsins."Bankarnir með áhuga á lánasafni ÍLS Í öðrum pósti segir Sigurður: „Ef sjóðurinn starfar áfram að mestu í óbreyttri mynd finnst mér líklegt að þetta verði komið til betri vegar á næsta ári. Ef bankarnir yfirtaka lánasafnið er líka líklegt að það gæti gerst þó það sé aðeins meiri óvissa um hvernig samningum um yfirtöku lánasafns væri háttað.“Þess ber að geta að Arion banki hefur lýst yfir áhuga á að kaupa lánasafn Íbúðalánasjóðs. Í pósti sem Sigurður sendi í september sl., þar sem hann er að svara fyrirspurn um uppgreiðslugjaldið, segir: „Staðan í málinu er óbreytt og verkefni sem var ætlað að taka á þessu atriði hefur því miður verið sett í ótímabundna biðstöðu.“ Og í öðrum tölvupósti segir Sigurður aðö verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hafi engar tillögur komið með vegna uppgreiðslugjaldsins. „Ég vakti í vor athygli ráðherra á því að uppgreiðslugjald, sem er afleiðing af kerfisbreytingunni 2004, hefur ekki verið leyst með þessum framtíðartillögum húsnæðismála og kallað eftir því að ráðuneytið útskýri með hvaða hætti það á að gerast með þessum tillögum verkefnastjórnar.“Engin lausn á uppgreiðslugjaldi Sigurður er í raun að segja tillögur verkefnistjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem starfaði á vettvangi félagsmálaráðuneytisins hafi ekki komið neinar lausnir á uppgreiðslugjaldinu. Það má því segja uppgreiðslugjaldið sé viðvarandi vandamál á meðan lánasöfn Íbúðalánasjóðs hafa ekki verið tekin yfir eða rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins breytt. Sigurður baðst undan viðtali í dag vegna málsins. Rætt var við Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra í beinni útsendingu frá Alþingi vegna málsins og það má nálgast viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Þúsundir viðskiptavina Íbúðalánasjóðs geta ekki greitt upp lán sín eða endurfjármagnað þau vegna uppgreiðslugjalds sem sjóðurinn gerir kröfu um sem hleypur á milljónum króna. Rætt hefur verið um að bankarnir taki yfir lánasafn sjóðsins. Alls eru 138 milljarðar af útlánasafni Íbúðalánasjóðs með uppgreiðslugjaldi og því eru ljóst að þúsundir viðskiptavina sjóðsins eru með slík lán. Fréttastofan hefur undir höndum tölvupóstsamskipti viðskiptavinar Íbúðalánasjóðs við forstjóra sjóðsins en þessi viðskiptavinur er fastur, getur ekki endurfjármagnað lán sitt eða stækkað við sig þar sem Íbúðalánasjóður gerir kröfu um hátt í 5 milljóna króna uppgreiðslugjald á láninu, sem er næstum allt eigið fé hans í íbúðinni. Umræddur viðskiptavinur segir að sér líði eins og í skuldafangelsi með þetta hangandi yfir sér. Í tölvupósti sem Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sendi manninum í mars, áður en verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála kynnti tillögur sínar segir: „Þetta uppgreiðslugjald er hið versta mál og mikil vinna er búin að eiga sér stað við að koma þessu uppgreiðslugjaldi úr heiminum. Sú undirbúningsvinna hefur verið sett á bið sökum þess að nú stendur yfir vinna við mat á framtíðarhlutverki sjóðsins."Bankarnir með áhuga á lánasafni ÍLS Í öðrum pósti segir Sigurður: „Ef sjóðurinn starfar áfram að mestu í óbreyttri mynd finnst mér líklegt að þetta verði komið til betri vegar á næsta ári. Ef bankarnir yfirtaka lánasafnið er líka líklegt að það gæti gerst þó það sé aðeins meiri óvissa um hvernig samningum um yfirtöku lánasafns væri háttað.“Þess ber að geta að Arion banki hefur lýst yfir áhuga á að kaupa lánasafn Íbúðalánasjóðs. Í pósti sem Sigurður sendi í september sl., þar sem hann er að svara fyrirspurn um uppgreiðslugjaldið, segir: „Staðan í málinu er óbreytt og verkefni sem var ætlað að taka á þessu atriði hefur því miður verið sett í ótímabundna biðstöðu.“ Og í öðrum tölvupósti segir Sigurður aðö verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hafi engar tillögur komið með vegna uppgreiðslugjaldsins. „Ég vakti í vor athygli ráðherra á því að uppgreiðslugjald, sem er afleiðing af kerfisbreytingunni 2004, hefur ekki verið leyst með þessum framtíðartillögum húsnæðismála og kallað eftir því að ráðuneytið útskýri með hvaða hætti það á að gerast með þessum tillögum verkefnastjórnar.“Engin lausn á uppgreiðslugjaldi Sigurður er í raun að segja tillögur verkefnistjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem starfaði á vettvangi félagsmálaráðuneytisins hafi ekki komið neinar lausnir á uppgreiðslugjaldinu. Það má því segja uppgreiðslugjaldið sé viðvarandi vandamál á meðan lánasöfn Íbúðalánasjóðs hafa ekki verið tekin yfir eða rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins breytt. Sigurður baðst undan viðtali í dag vegna málsins. Rætt var við Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra í beinni útsendingu frá Alþingi vegna málsins og það má nálgast viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent