Fer fram á gjaldþrotaskipti yfir Glitni Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. desember 2014 18:57 Íslenskur kröfuhafi í slitabú Glitnis hefur óskað eftir því að slitameðferð bankans verði stöðvuð og bankinn tekinn til gjaldþrotskipta. Þetta er í fyrsta sinn sem kröfuhafi í slitabú föllnu bankanna beitir heimild í lögum um gjaldþrotaskipti og freistar þess að stöðva slitameðferðina og setja banka í slitameðferð í þrot. Þetta kemur fram í gjaldþrotaskiptabeiðni sem lögmaður Ursusar ehf., félags í eigu Heiðars Már Guðjónssonar, sendi Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og fréttastofan hefur undir höndum. en Ursus ehf. á viðurkennda kröfu í slitabú Glitnis upp á 3.126.694 krónur. Í gjaldþrotabeiðninni segir að nauðasamningsumleitanir Glitnis hafi engum árangri skilað og að Ursus hafi lögvarða hagsmuni af því að gjaldþrotaskipti hefjist þegar í stað. 103. gr. a í lögum um fjármálafyrirtæki fjallar um skilyrði þess að slitameðferð fjármálafyrirtækis verði stöðvuð og bú þess tekið til gjaldþrotaskipta. Þar segir að ef ekki séu forsendur til að leita nauðasamnings skuli slitastjórn krefjast þess að bú fjármálafyrirtækis verði tekið til gjaldþrotaskipta. Svo segir í sama ákvæði: „Það sama getur kröfuhafi gert ef krafa hans hefur verið viðurkennd við slitameðferð og annaðhvort hafa nauðasamningsumleitanir slitastjórnar ekki borið árangur eða hann sýnir fram á að ekki séu lagaskilyrði til að leita nauðasamnings...“ Það er þetta ákvæði sem félags Heiðars beitir til að freista þess að setja Glitni í gjaldþrot. Hvers vegna ertu að fara fram á þetta? „Vegna þess að þetta ferli hefur verið alltof langt og leiðinlegt og það er kominn tími til þess að gera upp þessa gömlu banka og setja þá loksins í þrot. Hlutverk slitastjórnar hefur alltaf verið að finna kröfuhafana og greiða þeim. Þeirra hlutverk hefur ekki verið, eins og þeir hafa reynt að framkvæma síðustu ár, að semja sig framhjá íslenskum lögum. Þá á ég við gjaldeyrislögin,“ segir Heiðar. Hann segir að tæknilegar ástæður hafi ráðið því að hann hafi ekki farið fram þessa kröfu fyrr en hann átti gjaldeyrisreikning í Glitni. Hann vill fá kröfu sína greidda í krónum því slitameðferðin hafi ekki skilað neinum árangri til þessa. „Ég er bara eins og hver annar íslenskur kröfuhafi. Ég vil að þetta verði greitt út og ég vil fá greiðslu í íslenskum krónum.“ Ef krafa Ursusar ehf. verður tekin til greina verður slitastjórn Glitnis leyst frá störfum og skipaður skiptastjóri yfir þrotabúi bankans. Slitastjórn Glitnis fær fjórar vikur til að skila greinargerð til að andmæla kröfu Ursusar. Eftir það gengur úrskurður héraðsdóms um gjaldþrotabeiðnina sem er kæranlegur til Hæstaréttar. Verði niðurstaðan kærð ætti dómur Hæstaréttar í málinu að liggja fyrir í fyrsta lagi um miðjan febrúar, að teknu tilliti til fresta. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Íslenskur kröfuhafi í slitabú Glitnis hefur óskað eftir því að slitameðferð bankans verði stöðvuð og bankinn tekinn til gjaldþrotskipta. Þetta er í fyrsta sinn sem kröfuhafi í slitabú föllnu bankanna beitir heimild í lögum um gjaldþrotaskipti og freistar þess að stöðva slitameðferðina og setja banka í slitameðferð í þrot. Þetta kemur fram í gjaldþrotaskiptabeiðni sem lögmaður Ursusar ehf., félags í eigu Heiðars Már Guðjónssonar, sendi Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og fréttastofan hefur undir höndum. en Ursus ehf. á viðurkennda kröfu í slitabú Glitnis upp á 3.126.694 krónur. Í gjaldþrotabeiðninni segir að nauðasamningsumleitanir Glitnis hafi engum árangri skilað og að Ursus hafi lögvarða hagsmuni af því að gjaldþrotaskipti hefjist þegar í stað. 103. gr. a í lögum um fjármálafyrirtæki fjallar um skilyrði þess að slitameðferð fjármálafyrirtækis verði stöðvuð og bú þess tekið til gjaldþrotaskipta. Þar segir að ef ekki séu forsendur til að leita nauðasamnings skuli slitastjórn krefjast þess að bú fjármálafyrirtækis verði tekið til gjaldþrotaskipta. Svo segir í sama ákvæði: „Það sama getur kröfuhafi gert ef krafa hans hefur verið viðurkennd við slitameðferð og annaðhvort hafa nauðasamningsumleitanir slitastjórnar ekki borið árangur eða hann sýnir fram á að ekki séu lagaskilyrði til að leita nauðasamnings...“ Það er þetta ákvæði sem félags Heiðars beitir til að freista þess að setja Glitni í gjaldþrot. Hvers vegna ertu að fara fram á þetta? „Vegna þess að þetta ferli hefur verið alltof langt og leiðinlegt og það er kominn tími til þess að gera upp þessa gömlu banka og setja þá loksins í þrot. Hlutverk slitastjórnar hefur alltaf verið að finna kröfuhafana og greiða þeim. Þeirra hlutverk hefur ekki verið, eins og þeir hafa reynt að framkvæma síðustu ár, að semja sig framhjá íslenskum lögum. Þá á ég við gjaldeyrislögin,“ segir Heiðar. Hann segir að tæknilegar ástæður hafi ráðið því að hann hafi ekki farið fram þessa kröfu fyrr en hann átti gjaldeyrisreikning í Glitni. Hann vill fá kröfu sína greidda í krónum því slitameðferðin hafi ekki skilað neinum árangri til þessa. „Ég er bara eins og hver annar íslenskur kröfuhafi. Ég vil að þetta verði greitt út og ég vil fá greiðslu í íslenskum krónum.“ Ef krafa Ursusar ehf. verður tekin til greina verður slitastjórn Glitnis leyst frá störfum og skipaður skiptastjóri yfir þrotabúi bankans. Slitastjórn Glitnis fær fjórar vikur til að skila greinargerð til að andmæla kröfu Ursusar. Eftir það gengur úrskurður héraðsdóms um gjaldþrotabeiðnina sem er kæranlegur til Hæstaréttar. Verði niðurstaðan kærð ætti dómur Hæstaréttar í málinu að liggja fyrir í fyrsta lagi um miðjan febrúar, að teknu tilliti til fresta.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent