Fer fram á gjaldþrotaskipti yfir Glitni Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. desember 2014 18:57 Íslenskur kröfuhafi í slitabú Glitnis hefur óskað eftir því að slitameðferð bankans verði stöðvuð og bankinn tekinn til gjaldþrotskipta. Þetta er í fyrsta sinn sem kröfuhafi í slitabú föllnu bankanna beitir heimild í lögum um gjaldþrotaskipti og freistar þess að stöðva slitameðferðina og setja banka í slitameðferð í þrot. Þetta kemur fram í gjaldþrotaskiptabeiðni sem lögmaður Ursusar ehf., félags í eigu Heiðars Már Guðjónssonar, sendi Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og fréttastofan hefur undir höndum. en Ursus ehf. á viðurkennda kröfu í slitabú Glitnis upp á 3.126.694 krónur. Í gjaldþrotabeiðninni segir að nauðasamningsumleitanir Glitnis hafi engum árangri skilað og að Ursus hafi lögvarða hagsmuni af því að gjaldþrotaskipti hefjist þegar í stað. 103. gr. a í lögum um fjármálafyrirtæki fjallar um skilyrði þess að slitameðferð fjármálafyrirtækis verði stöðvuð og bú þess tekið til gjaldþrotaskipta. Þar segir að ef ekki séu forsendur til að leita nauðasamnings skuli slitastjórn krefjast þess að bú fjármálafyrirtækis verði tekið til gjaldþrotaskipta. Svo segir í sama ákvæði: „Það sama getur kröfuhafi gert ef krafa hans hefur verið viðurkennd við slitameðferð og annaðhvort hafa nauðasamningsumleitanir slitastjórnar ekki borið árangur eða hann sýnir fram á að ekki séu lagaskilyrði til að leita nauðasamnings...“ Það er þetta ákvæði sem félags Heiðars beitir til að freista þess að setja Glitni í gjaldþrot. Hvers vegna ertu að fara fram á þetta? „Vegna þess að þetta ferli hefur verið alltof langt og leiðinlegt og það er kominn tími til þess að gera upp þessa gömlu banka og setja þá loksins í þrot. Hlutverk slitastjórnar hefur alltaf verið að finna kröfuhafana og greiða þeim. Þeirra hlutverk hefur ekki verið, eins og þeir hafa reynt að framkvæma síðustu ár, að semja sig framhjá íslenskum lögum. Þá á ég við gjaldeyrislögin,“ segir Heiðar. Hann segir að tæknilegar ástæður hafi ráðið því að hann hafi ekki farið fram þessa kröfu fyrr en hann átti gjaldeyrisreikning í Glitni. Hann vill fá kröfu sína greidda í krónum því slitameðferðin hafi ekki skilað neinum árangri til þessa. „Ég er bara eins og hver annar íslenskur kröfuhafi. Ég vil að þetta verði greitt út og ég vil fá greiðslu í íslenskum krónum.“ Ef krafa Ursusar ehf. verður tekin til greina verður slitastjórn Glitnis leyst frá störfum og skipaður skiptastjóri yfir þrotabúi bankans. Slitastjórn Glitnis fær fjórar vikur til að skila greinargerð til að andmæla kröfu Ursusar. Eftir það gengur úrskurður héraðsdóms um gjaldþrotabeiðnina sem er kæranlegur til Hæstaréttar. Verði niðurstaðan kærð ætti dómur Hæstaréttar í málinu að liggja fyrir í fyrsta lagi um miðjan febrúar, að teknu tilliti til fresta. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Íslenskur kröfuhafi í slitabú Glitnis hefur óskað eftir því að slitameðferð bankans verði stöðvuð og bankinn tekinn til gjaldþrotskipta. Þetta er í fyrsta sinn sem kröfuhafi í slitabú föllnu bankanna beitir heimild í lögum um gjaldþrotaskipti og freistar þess að stöðva slitameðferðina og setja banka í slitameðferð í þrot. Þetta kemur fram í gjaldþrotaskiptabeiðni sem lögmaður Ursusar ehf., félags í eigu Heiðars Már Guðjónssonar, sendi Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og fréttastofan hefur undir höndum. en Ursus ehf. á viðurkennda kröfu í slitabú Glitnis upp á 3.126.694 krónur. Í gjaldþrotabeiðninni segir að nauðasamningsumleitanir Glitnis hafi engum árangri skilað og að Ursus hafi lögvarða hagsmuni af því að gjaldþrotaskipti hefjist þegar í stað. 103. gr. a í lögum um fjármálafyrirtæki fjallar um skilyrði þess að slitameðferð fjármálafyrirtækis verði stöðvuð og bú þess tekið til gjaldþrotaskipta. Þar segir að ef ekki séu forsendur til að leita nauðasamnings skuli slitastjórn krefjast þess að bú fjármálafyrirtækis verði tekið til gjaldþrotaskipta. Svo segir í sama ákvæði: „Það sama getur kröfuhafi gert ef krafa hans hefur verið viðurkennd við slitameðferð og annaðhvort hafa nauðasamningsumleitanir slitastjórnar ekki borið árangur eða hann sýnir fram á að ekki séu lagaskilyrði til að leita nauðasamnings...“ Það er þetta ákvæði sem félags Heiðars beitir til að freista þess að setja Glitni í gjaldþrot. Hvers vegna ertu að fara fram á þetta? „Vegna þess að þetta ferli hefur verið alltof langt og leiðinlegt og það er kominn tími til þess að gera upp þessa gömlu banka og setja þá loksins í þrot. Hlutverk slitastjórnar hefur alltaf verið að finna kröfuhafana og greiða þeim. Þeirra hlutverk hefur ekki verið, eins og þeir hafa reynt að framkvæma síðustu ár, að semja sig framhjá íslenskum lögum. Þá á ég við gjaldeyrislögin,“ segir Heiðar. Hann segir að tæknilegar ástæður hafi ráðið því að hann hafi ekki farið fram þessa kröfu fyrr en hann átti gjaldeyrisreikning í Glitni. Hann vill fá kröfu sína greidda í krónum því slitameðferðin hafi ekki skilað neinum árangri til þessa. „Ég er bara eins og hver annar íslenskur kröfuhafi. Ég vil að þetta verði greitt út og ég vil fá greiðslu í íslenskum krónum.“ Ef krafa Ursusar ehf. verður tekin til greina verður slitastjórn Glitnis leyst frá störfum og skipaður skiptastjóri yfir þrotabúi bankans. Slitastjórn Glitnis fær fjórar vikur til að skila greinargerð til að andmæla kröfu Ursusar. Eftir það gengur úrskurður héraðsdóms um gjaldþrotabeiðnina sem er kæranlegur til Hæstaréttar. Verði niðurstaðan kærð ætti dómur Hæstaréttar í málinu að liggja fyrir í fyrsta lagi um miðjan febrúar, að teknu tilliti til fresta.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira