Viðskipti innlent

Nú getur þú keypt miða með Strætó-appinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í nýju uppfærslunni var leitast við að gera appið bæði einfaldara og skilvirkara en áður.
Í nýju uppfærslunni var leitast við að gera appið bæði einfaldara og skilvirkara en áður.
Ný uppfærsla á Strætó-appinu kom út núna í vikunni. Miklar endurbætur voru gerðar á appinu og nýjungum bætt við.

Þar má helst nefna að nú er hægt að kaupa farmiða í gegnum appið og nýtist miðinn einnig sem skiptimiði í 75 mínútur eftir að hann er virkjaðu. Einnig er hægt að senda farmiða úr einum síma í annan.

Í nýju uppfærslunni var leitast við að gera appið bæði einfaldara og skilvirkara en áður. Leitarvélin hefur verið betrumbætt og rauntímakortið var uppfært og sýnir nú bæði stoppistöðvar og strætisvagna í umferð í sama kortinu.

Hægt er að nota appið í algengustu Android og Apple snjallsímum og snjalltækjum með myndavél. Í fyrstu verður aðeins hægt að kaupa staka miða fyrir einn eða fleiri farþega og nota þarf kreditkort til þess að ganga frá kaupum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×