„Sjálfsagt fer þetta nýja eignarhald misjafnlega í menn“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. nóvember 2014 13:48 Hallgrímur segir að nýtt eignarhald eyði óvissunni sem verið hefur í kringum félagið. Vísir/Valli „Sjálfsagt fer þetta nýja eignarhald misjafnlega í menn,“ segir Hallgrímur Thorsteinsson, ristjóri DV, um breytingar á eigendahópi útgáfufélags DV og heldur áfram: „Eignarhaldið hefur ekki verið burðugt undanfarin ár og þetta eyðir þeirri óvissu sem hefur verið um það.“ Vísir sagði í dag frá því að Björn Ingi Hrafnsson myndi kaupa meirihluta í DV ehf og í kjölfarið sendi hann frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar kemur fram að Pressan ehf eignist ríflega tvo þriðju hlutafjár í DV ehf. Í yfirlýsingunni kemur fram að Hallgrímur haldi áfram sem ritstjóri og að Þorsteinn Guðnasen, sem er núverandi stjórnarformaður sitji áfram í stjórn félagsins. „Það sem er undirstrikað í þessari fréttatilkynningu er að DV verður rekið áfram sem sjálfstæður og óháður miðill. Rifstjórnarstefna DV er óbreytt,“ segir Hallgrímur. Hann segir það eigi eftir að koma í ljós hvernig starfsmenn taki í breytingarnar á eigendahópnum. „Við eigum eftir að funda um þetta. Björn Ingi kemur hingað síðar í dag.“ Nýir eigendur tóku yfir DV ehf. nýverið og var ný stjórn skipuð á hlutahafafundi í septembermánuði. Í kjölfarið var Reyni Traustasyni vikið úr starfi ritstjóra og starfslokasamningar gerðir við Jón Trausta Reynisson framkvæmdastjóra og fyrrverandi ritstjóra, Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur aðstoðarritstjóra og Heiðu B. Heiðarsdóttur auglýsingastjóra. Þorsteinn Guðnason hefur farið eeð meirihluta hlutafjár í DV ehf. samkvæmt skráningu hjá Fjölmiðlanefnd. Hann hefur verið skráður fyrir 51 prósenta hlut í félaginu en eigendahópurinn hefur tekið nokkrum breytingum á síðustu vikum. Listinn sem nú er birtur er frá 17. nóvember síðastliðnum. Félag í eigu Ástu Jóhannesdóttur er næst stærsti eigandi blaðsins, með rúmlega 21 prósenta hlut. Tengdar fréttir Björn Ingi kaupir DV Reiknað er með að gengið verði frá kaupunum í dag eftir nokkurra vikna viðræður. 21. nóvember 2014 11:54 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Sjálfsagt fer þetta nýja eignarhald misjafnlega í menn,“ segir Hallgrímur Thorsteinsson, ristjóri DV, um breytingar á eigendahópi útgáfufélags DV og heldur áfram: „Eignarhaldið hefur ekki verið burðugt undanfarin ár og þetta eyðir þeirri óvissu sem hefur verið um það.“ Vísir sagði í dag frá því að Björn Ingi Hrafnsson myndi kaupa meirihluta í DV ehf og í kjölfarið sendi hann frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar kemur fram að Pressan ehf eignist ríflega tvo þriðju hlutafjár í DV ehf. Í yfirlýsingunni kemur fram að Hallgrímur haldi áfram sem ritstjóri og að Þorsteinn Guðnasen, sem er núverandi stjórnarformaður sitji áfram í stjórn félagsins. „Það sem er undirstrikað í þessari fréttatilkynningu er að DV verður rekið áfram sem sjálfstæður og óháður miðill. Rifstjórnarstefna DV er óbreytt,“ segir Hallgrímur. Hann segir það eigi eftir að koma í ljós hvernig starfsmenn taki í breytingarnar á eigendahópnum. „Við eigum eftir að funda um þetta. Björn Ingi kemur hingað síðar í dag.“ Nýir eigendur tóku yfir DV ehf. nýverið og var ný stjórn skipuð á hlutahafafundi í septembermánuði. Í kjölfarið var Reyni Traustasyni vikið úr starfi ritstjóra og starfslokasamningar gerðir við Jón Trausta Reynisson framkvæmdastjóra og fyrrverandi ritstjóra, Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur aðstoðarritstjóra og Heiðu B. Heiðarsdóttur auglýsingastjóra. Þorsteinn Guðnason hefur farið eeð meirihluta hlutafjár í DV ehf. samkvæmt skráningu hjá Fjölmiðlanefnd. Hann hefur verið skráður fyrir 51 prósenta hlut í félaginu en eigendahópurinn hefur tekið nokkrum breytingum á síðustu vikum. Listinn sem nú er birtur er frá 17. nóvember síðastliðnum. Félag í eigu Ástu Jóhannesdóttur er næst stærsti eigandi blaðsins, með rúmlega 21 prósenta hlut.
Tengdar fréttir Björn Ingi kaupir DV Reiknað er með að gengið verði frá kaupunum í dag eftir nokkurra vikna viðræður. 21. nóvember 2014 11:54 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Björn Ingi kaupir DV Reiknað er með að gengið verði frá kaupunum í dag eftir nokkurra vikna viðræður. 21. nóvember 2014 11:54