Framtakssjóði Íslands og Landsbankanum hefur borist bindandi tilboð í rekstur íslenska plastframleiðslufyrirtækisins Promens. Tilboðið er í allt í útgefið hlutafé Promens Group, sem er dótturfélag Promens hf., og heldur utan um allan rekstur fyrirtækisins.
Fyrirtækið RPC, sem skráð er í Bretlandi, leggur fram tilboðið. Tilboðsverðið felur í sér að heildarvirði félagsins sé 61,6 milljarðar króna og að virði hlutafjár sé 36,5 milljarðar króna.
RPC er, líkt og Promens, alþjóðlegur framleiðandi plastumbúða fyrir matvælaiðnað, neytenda-og iðnaðarmarkað. Tilboðið er því meðal annars gert með fyrirvara um samþykki viðeigandi stjórnvalda, þar með talið samkeppnisyfirvalda, í ákveðnum löndum.
Promens hefur verið í eigu Framtakssjóðsins og Landsbankans síðan árið 2011.
Framtakssjóður og Landsbankinn selja Promens
