Veruleg aukning í sölu á lúxusbílum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. nóvember 2014 15:00 Mikil aukning hefur verið í sölu á nýjum lúxusbílum á árinu. Mikil aukning hefur verið í sölu á lúxusbílum í ár, sé miðað við síðustu ár. Bílar sem eru að minnsta kosti tíu milljónir króna að virði hafa selst mjög vel það sem af er ári og hafa sumar tegundir nú þegar selst tvöfalt betur en í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Samgöngustofu. Til dæmis hefur sala á bílum af tegundinni Porsche aukist um 150 prósent. Sala á Range Rover og Land Rover jeppum hefur aukist um 86,6 prósent. Mercedez Benz bifreiðar hafa einnig selst mun betur en í fyrra, en aukningin á sölu bíla af þeirri tegund er um 71 prósent.Margra ára endurnýjunarþörf Bílasalar telja að kaupendur fái nú útrás fyrir margra ára endurnýjunarþörf, en sala á nýjum bílum dróst saman eftir hrunið í október 2008. Í fyrra þótti salan á nýjum bifreiðum nokkuð góð, miðað við árin þar á undan. En í ár hefur salan aukist enn meira, eins og sjá má á sölutölum nokkurra vinsælustu tegundanna. Range Rover jeppar hafa selst vel, en auk þeirra hafa Mercedez Benz ML jeppar selst vel auk Porsche Cayenne þykja hafa rokið út. Sala á Volvo-bifreiðum hefur aukist um tæp 65 prósent og eru Volvo V60 gríðarlega vinsælir. Jepplingarnir frá BMW hafa einnig selst vel, bæði BMW x3 og BMW x5.Hér má sjá línurit yfir fjölda nýskráðra bíla af tegundinni Land Rover og Range Rover frá árinu 2001 til 2014. Á lóðrétta ásnum má sjá fjölda nýskráðra bíla og á þeim lárétta má sjá ártölin. Eins og sjá má tók salan gífurlegan kipp árið 2007 en féll svo niður í nánast ekki neitt í kjölfarið. Hún fer nú stigvaxandi og er salan í ár nú þegar orðin betri en árið 2005 og fer langt í að verða jöfn fjölda nýskráðra bíla árið 2006.Svipað og í upphafi góðærisins Hér að ofan má sjá línurit yfir sölu Land Rover og Range Rover jeppa. Þeir eru flokkaðir saman í tölum Samgöngustofu. Jeppar af tegundinni Land Rover Discovery hafa selst gríðar vel að undanförnu, ekki síður en Range Rover jeppar, samkvæmt heimildum Vísis. Alls hafa 125 bílar bílar í þessum flokki selst í ár, en í fyrra seldust 67 eintök. Eins og sjá má var mesta salan á bílum í þessum flokki árið 2007, en þá voru 348 bílar nýskráðir. Sala á nýjum bílum er talsvert meiri nú en í fyrra. Nú þegar hafa selst 31,3 prósent meira af nýjum bílum miðað við allt árið í fyrra. Tæplega níu þúsund nýir bílar hafa selst í ár og hefur þeim fjölgað um tæplega 2100. Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
Mikil aukning hefur verið í sölu á lúxusbílum í ár, sé miðað við síðustu ár. Bílar sem eru að minnsta kosti tíu milljónir króna að virði hafa selst mjög vel það sem af er ári og hafa sumar tegundir nú þegar selst tvöfalt betur en í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Samgöngustofu. Til dæmis hefur sala á bílum af tegundinni Porsche aukist um 150 prósent. Sala á Range Rover og Land Rover jeppum hefur aukist um 86,6 prósent. Mercedez Benz bifreiðar hafa einnig selst mun betur en í fyrra, en aukningin á sölu bíla af þeirri tegund er um 71 prósent.Margra ára endurnýjunarþörf Bílasalar telja að kaupendur fái nú útrás fyrir margra ára endurnýjunarþörf, en sala á nýjum bílum dróst saman eftir hrunið í október 2008. Í fyrra þótti salan á nýjum bifreiðum nokkuð góð, miðað við árin þar á undan. En í ár hefur salan aukist enn meira, eins og sjá má á sölutölum nokkurra vinsælustu tegundanna. Range Rover jeppar hafa selst vel, en auk þeirra hafa Mercedez Benz ML jeppar selst vel auk Porsche Cayenne þykja hafa rokið út. Sala á Volvo-bifreiðum hefur aukist um tæp 65 prósent og eru Volvo V60 gríðarlega vinsælir. Jepplingarnir frá BMW hafa einnig selst vel, bæði BMW x3 og BMW x5.Hér má sjá línurit yfir fjölda nýskráðra bíla af tegundinni Land Rover og Range Rover frá árinu 2001 til 2014. Á lóðrétta ásnum má sjá fjölda nýskráðra bíla og á þeim lárétta má sjá ártölin. Eins og sjá má tók salan gífurlegan kipp árið 2007 en féll svo niður í nánast ekki neitt í kjölfarið. Hún fer nú stigvaxandi og er salan í ár nú þegar orðin betri en árið 2005 og fer langt í að verða jöfn fjölda nýskráðra bíla árið 2006.Svipað og í upphafi góðærisins Hér að ofan má sjá línurit yfir sölu Land Rover og Range Rover jeppa. Þeir eru flokkaðir saman í tölum Samgöngustofu. Jeppar af tegundinni Land Rover Discovery hafa selst gríðar vel að undanförnu, ekki síður en Range Rover jeppar, samkvæmt heimildum Vísis. Alls hafa 125 bílar bílar í þessum flokki selst í ár, en í fyrra seldust 67 eintök. Eins og sjá má var mesta salan á bílum í þessum flokki árið 2007, en þá voru 348 bílar nýskráðir. Sala á nýjum bílum er talsvert meiri nú en í fyrra. Nú þegar hafa selst 31,3 prósent meira af nýjum bílum miðað við allt árið í fyrra. Tæplega níu þúsund nýir bílar hafa selst í ár og hefur þeim fjölgað um tæplega 2100.
Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira