Segir hluthafa hafa gætt hagsmuna Milestone og systurfélaga þess Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 15:39 Úr sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/GVA „Gátu þið ekki bara gert það sem hentaði hverju sinni?” Þetta var á meðal þess sem Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari, spurði Karl Wernersson að þegar aðalmeðferð í Milestone-málinu hélt áfram eftir hádegi í dag. Vísaði saksóknari þar til 2,7 milljarða króna sem félagið Milestone Import Export (MIE) skuldaði Milestone ehf. en MIE fékk frest á gjalddaga lánsins á árinu 2007. Sömu eigendur voru að félögunum, Karl og bróðir hans Steingrímur. Aðspurður hvers vegna gjalddagi lánsins var framlengdur sagði Karl: „Milestone átti í miklum viðskiptum þarna árið 2007 og 2008. Þarna í lok árs 2007 eru íslenskar eignir Milestone fluttar út í sænskt fjármálafyrirtæki. Svo átti að skrá það félag á markað árið 2008, greiða út arð það sama ár, meðal annars til Leiftra sem þá myndi borga skuld sína við MIE sem aftur myndi greiða skuld sína vð Milestone.” Milestone hafði lánað MIE fjármuni sem svo lánaði þá aftur til Leiftra svo það félag gæti keypt hlutabréf Ingunnar Wernersdóttur í Milestone. Í ákæru kemur fram að Milestone hafi aldrei fengið greitt lánið til baka en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september 2009. MIE hefur einnig verið tekið til gjaldþrotaskipta og fundust engar eignir í búinu. Lán Milestone til MIE sé því að fullu glatað, eins og segir í ákæru. Karl gat ekki útskýrt nákvæmlega fyrir dómi hvers vegna ekki hafi verið farið í innheimtu láns Milestone til MIE árið 2007. Hann sagði þó ákvörðunina hafa verið tekna af sér, Steingrími og Guðmundi Ólasyni, forstjóra Milestone, sem einnig eru ákærðir í málinu, auk Jóhannesar Sigurðssonar, aðstoðarforstjóra félagsins, og Arnars Guðmundssonar, fjármálastjóra. Saksóknari spurði þá hvort hagsmunir Milestone hafi ekki falist í því að fá greitt gjalddaga. Karl sagði að það hefði verið mat fimmmenninganna að hagsmunir félagsins myndu ekki fara neitt þó að lánið yrði framlengt. Saksóknari spurði hvort einhver skjöl staðfestu það að hagsmunirnir héldust óbreyttir svaraði Karl því til að svo væri ekki og sagði það miður. Saksóknari gekk á Karl og spurði hvort hann væri ekki beggja vegna borðsins, hvort hann væri ekki bara að semja við sjálfan sig, enda eigandi bæði MIE og Milestone, ásamt bróður sínum. „Hluthafarnir í báðum félögum voru þeir sömu, svo hagsmunirnir voru gagnsæir,” svaraði Karl. Beðinn um að útskýra þessi orð sín nánar sagði hann: „Hluthafarnir töldu að þeir væru að gæta hagsmuna beggja félaganna. Þetta voru systurfélög og hluthafarnir töldu að heildarhagsmununum yrði best komið fyrir með þessum hætti.”Arnþrúður Þórarinsdóttir, önnur frá hægri, flytur málið fyrir hönd ríkissaksóknara.VísiR/GVAGat ekki svarað því hvernig hann hafði hagsmuni Milestone í hugaSaksóknari spurði þá hvort þeir, hluthafarnir, hafi ekki bara gert það sem hentaði hverju sinni. Karl kaus að svara þeirri spurningu ekki. Síðar í skýrslutökunni spurði saksóknari Karl hvort að það hafi verið vilji hjá MIE til að greiða Milestone. „Já, það var vilji til þess. Við ætluðum að setja sænska fjármálafyrirtækið á markað árið 2008. Hlutur Milestone í því var metinn á 100 milljarða. Svo átti að greiða út arð sem myndi fara í gegnum „systemið” og enda aftur hjá Milestone. [...] Svo verður hrunið og við lendum í miklum erfiðleikum. Allt fer í uppnám hjá Milestone, allar íslenskar eignir urðu einskis virði og félagið fór illa út úr því. Til voru íslenskar eignir metnar á núll í Svíþjóð og við lentum í miklum erfiðleikum með sænska fjármálaeftirlitið,” sagði Karl. Saksóknari spurði auk þess hvort að framlengingin í láni MIE til Milestone hafi verið tímasett. Karl kvað svo ekki vera. Saksóknari spurði þá hvort hann hafi talið sig hafa hagsmuni Milestone í huga. Hann játti því. Þá spurði saksóknari hvernig hann gæti haft hagsmuni félagsins í huga ef hann innheimti ekki kröfuna: „Ég get ekki svarað því,” sagði Karl þá. Enginn af verjendum í málinu lagði spurningar fyrir Karl. Við lok skýrslutöku yfir honum var dómstjórinn, Arngrímur Ísberg, nokkuð ómyrkur í máli. Beindi hann orðum sínum að saksóknara vegna þess hversu langt hún fór yfir þann tíma sem áætlaður var í skýrslutöku yfir Karli. „Það væri ágætt ef að sækjandi hugleiði hvað gerðist með áætlanagerð. Þetta er mjög ámælisvert,” sagði dómstjóri meðal annars. Tengdar fréttir Milestone-málið: „Gáttaður yfir ákærunni í málinu” Aðalmeðferð í svokölluðu Milestone-máli sérstaks saksóknara hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. nóvember 2014 12:03 Milestone-menn fyrir dóm Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernersdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 16. nóvember 2014 22:32 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
„Gátu þið ekki bara gert það sem hentaði hverju sinni?” Þetta var á meðal þess sem Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari, spurði Karl Wernersson að þegar aðalmeðferð í Milestone-málinu hélt áfram eftir hádegi í dag. Vísaði saksóknari þar til 2,7 milljarða króna sem félagið Milestone Import Export (MIE) skuldaði Milestone ehf. en MIE fékk frest á gjalddaga lánsins á árinu 2007. Sömu eigendur voru að félögunum, Karl og bróðir hans Steingrímur. Aðspurður hvers vegna gjalddagi lánsins var framlengdur sagði Karl: „Milestone átti í miklum viðskiptum þarna árið 2007 og 2008. Þarna í lok árs 2007 eru íslenskar eignir Milestone fluttar út í sænskt fjármálafyrirtæki. Svo átti að skrá það félag á markað árið 2008, greiða út arð það sama ár, meðal annars til Leiftra sem þá myndi borga skuld sína við MIE sem aftur myndi greiða skuld sína vð Milestone.” Milestone hafði lánað MIE fjármuni sem svo lánaði þá aftur til Leiftra svo það félag gæti keypt hlutabréf Ingunnar Wernersdóttur í Milestone. Í ákæru kemur fram að Milestone hafi aldrei fengið greitt lánið til baka en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september 2009. MIE hefur einnig verið tekið til gjaldþrotaskipta og fundust engar eignir í búinu. Lán Milestone til MIE sé því að fullu glatað, eins og segir í ákæru. Karl gat ekki útskýrt nákvæmlega fyrir dómi hvers vegna ekki hafi verið farið í innheimtu láns Milestone til MIE árið 2007. Hann sagði þó ákvörðunina hafa verið tekna af sér, Steingrími og Guðmundi Ólasyni, forstjóra Milestone, sem einnig eru ákærðir í málinu, auk Jóhannesar Sigurðssonar, aðstoðarforstjóra félagsins, og Arnars Guðmundssonar, fjármálastjóra. Saksóknari spurði þá hvort hagsmunir Milestone hafi ekki falist í því að fá greitt gjalddaga. Karl sagði að það hefði verið mat fimmmenninganna að hagsmunir félagsins myndu ekki fara neitt þó að lánið yrði framlengt. Saksóknari spurði hvort einhver skjöl staðfestu það að hagsmunirnir héldust óbreyttir svaraði Karl því til að svo væri ekki og sagði það miður. Saksóknari gekk á Karl og spurði hvort hann væri ekki beggja vegna borðsins, hvort hann væri ekki bara að semja við sjálfan sig, enda eigandi bæði MIE og Milestone, ásamt bróður sínum. „Hluthafarnir í báðum félögum voru þeir sömu, svo hagsmunirnir voru gagnsæir,” svaraði Karl. Beðinn um að útskýra þessi orð sín nánar sagði hann: „Hluthafarnir töldu að þeir væru að gæta hagsmuna beggja félaganna. Þetta voru systurfélög og hluthafarnir töldu að heildarhagsmununum yrði best komið fyrir með þessum hætti.”Arnþrúður Þórarinsdóttir, önnur frá hægri, flytur málið fyrir hönd ríkissaksóknara.VísiR/GVAGat ekki svarað því hvernig hann hafði hagsmuni Milestone í hugaSaksóknari spurði þá hvort þeir, hluthafarnir, hafi ekki bara gert það sem hentaði hverju sinni. Karl kaus að svara þeirri spurningu ekki. Síðar í skýrslutökunni spurði saksóknari Karl hvort að það hafi verið vilji hjá MIE til að greiða Milestone. „Já, það var vilji til þess. Við ætluðum að setja sænska fjármálafyrirtækið á markað árið 2008. Hlutur Milestone í því var metinn á 100 milljarða. Svo átti að greiða út arð sem myndi fara í gegnum „systemið” og enda aftur hjá Milestone. [...] Svo verður hrunið og við lendum í miklum erfiðleikum. Allt fer í uppnám hjá Milestone, allar íslenskar eignir urðu einskis virði og félagið fór illa út úr því. Til voru íslenskar eignir metnar á núll í Svíþjóð og við lentum í miklum erfiðleikum með sænska fjármálaeftirlitið,” sagði Karl. Saksóknari spurði auk þess hvort að framlengingin í láni MIE til Milestone hafi verið tímasett. Karl kvað svo ekki vera. Saksóknari spurði þá hvort hann hafi talið sig hafa hagsmuni Milestone í huga. Hann játti því. Þá spurði saksóknari hvernig hann gæti haft hagsmuni félagsins í huga ef hann innheimti ekki kröfuna: „Ég get ekki svarað því,” sagði Karl þá. Enginn af verjendum í málinu lagði spurningar fyrir Karl. Við lok skýrslutöku yfir honum var dómstjórinn, Arngrímur Ísberg, nokkuð ómyrkur í máli. Beindi hann orðum sínum að saksóknara vegna þess hversu langt hún fór yfir þann tíma sem áætlaður var í skýrslutöku yfir Karli. „Það væri ágætt ef að sækjandi hugleiði hvað gerðist með áætlanagerð. Þetta er mjög ámælisvert,” sagði dómstjóri meðal annars.
Tengdar fréttir Milestone-málið: „Gáttaður yfir ákærunni í málinu” Aðalmeðferð í svokölluðu Milestone-máli sérstaks saksóknara hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. nóvember 2014 12:03 Milestone-menn fyrir dóm Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernersdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 16. nóvember 2014 22:32 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Milestone-málið: „Gáttaður yfir ákærunni í málinu” Aðalmeðferð í svokölluðu Milestone-máli sérstaks saksóknara hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. nóvember 2014 12:03
Milestone-menn fyrir dóm Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernersdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 16. nóvember 2014 22:32
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent