Skrifaði bréf til Föroya bjór: „Ég hef sent harðorðari bréf en þetta" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. ágúst 2014 16:35 Páll Rúnar og gullið, færeyska og íslenska. „Ég hef sent harðorðari bréf en þetta,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur sem sendi bréf í umboði Ölgerðarinnar til Föroya bjór. Mikill fréttaflutningur hefur verið um málið og sagt hefur verið frá því að í bréfinu hafi færeyska bjórframleiðandanum verið hótað lögsókn vegna bjórs sem er seldur hér á landi undir Föroyar Gull. Ölgerðin framleiðir bjór sem kallast Egils Gull. Páll Rúnar segir að tilgangurinn með sendingu bréfsins hafi verið að óska eftir sjónarmiðum og afstöðu færeyska bjórframleiðandans á notkun vörumerkisins. „Í svona málum er mikilvægt að sýna ekki tómlæti. Að tryggja að enginn noti vörumerki í manns eigu án þess að maður segi eitthvað við því,“ útskýrir hann og tekur dæmi: „Fyrir nokkru var lítið bakarí fyrir norðan sem framleiddi brauð sem kallaðist Heimilisbrauð. Síðan fór Myllan að framleiða brauð undir því nafni. Bakaríið gerði ekkert í því fyrr en of seint. Þá hafði bakaríið glatað rétti sínum yfir vörumerkinu. Það skiptir öllu máli að gæta réttar síns í svona málum. Það er því í raun bara lögformlegt atriði að senda svona bréf.“ Páll Rúnar segir að krafa Ölgerðarinnar sé ekki endilega að taka færeyska bjórinn af markaði. „Það má vel hugsa sér þá lausn að báðir aðilar geti verið á markaði í óbreyttri mynd. Það er samt erfitt að spá fyrir um framhaldið,“ segir hann og bendir á að málið sé í ferli. Páll hefur, í umboði Ölgerðarinnar, farið yfir svarið frá dönskum lögmanni færeyska bjórframleiðandans. „Bréfið var bara mjög gott. Við erum bara að skoða málið.“ „Með því senda þetta bréf erum við að eyða ákveðinni réttaróvissu. Þetta er lögfræðileg nauðsyn, umgjörð þessa málaflokks er þannig að maður þarf að gera þetta. Og samkeppnisumgjörð fyrir fyrirtæki er þannig að þau þurfa að gera þetta allt í gegnum löfræðinga,“ bætir hann við. Páll segir að bréfið hafi ekki verið harðort, að mikill fjöldi svipaðra bréfa fari út á degi hverjum á milli fyrirtækja. „Í bréfinu eru engar fortakslausar kröfur, engin gífuryrði eða hótanir. Um er að ræða lýsingu á lögfræðilegri niðurstöðu og í framhaldi hennar er leitað eftir afstöðu gagnaðilans. Ef mönnum finnst bréfið harðort, þá er það vissulega leiðinlegt að heyra en þá er frekar við mig að sakast en Ölgerðina.“ Tengdar fréttir Færeyski bjórrisinn svarar Ölgerðinni fullum hálsi „Málatilbúnaður þeirra stendur á brauðfótum,“ segir Einar Waag hjá Föroya bjór í samtali við Vísi. 19. ágúst 2014 16:35 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Ég hef sent harðorðari bréf en þetta,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur sem sendi bréf í umboði Ölgerðarinnar til Föroya bjór. Mikill fréttaflutningur hefur verið um málið og sagt hefur verið frá því að í bréfinu hafi færeyska bjórframleiðandanum verið hótað lögsókn vegna bjórs sem er seldur hér á landi undir Föroyar Gull. Ölgerðin framleiðir bjór sem kallast Egils Gull. Páll Rúnar segir að tilgangurinn með sendingu bréfsins hafi verið að óska eftir sjónarmiðum og afstöðu færeyska bjórframleiðandans á notkun vörumerkisins. „Í svona málum er mikilvægt að sýna ekki tómlæti. Að tryggja að enginn noti vörumerki í manns eigu án þess að maður segi eitthvað við því,“ útskýrir hann og tekur dæmi: „Fyrir nokkru var lítið bakarí fyrir norðan sem framleiddi brauð sem kallaðist Heimilisbrauð. Síðan fór Myllan að framleiða brauð undir því nafni. Bakaríið gerði ekkert í því fyrr en of seint. Þá hafði bakaríið glatað rétti sínum yfir vörumerkinu. Það skiptir öllu máli að gæta réttar síns í svona málum. Það er því í raun bara lögformlegt atriði að senda svona bréf.“ Páll Rúnar segir að krafa Ölgerðarinnar sé ekki endilega að taka færeyska bjórinn af markaði. „Það má vel hugsa sér þá lausn að báðir aðilar geti verið á markaði í óbreyttri mynd. Það er samt erfitt að spá fyrir um framhaldið,“ segir hann og bendir á að málið sé í ferli. Páll hefur, í umboði Ölgerðarinnar, farið yfir svarið frá dönskum lögmanni færeyska bjórframleiðandans. „Bréfið var bara mjög gott. Við erum bara að skoða málið.“ „Með því senda þetta bréf erum við að eyða ákveðinni réttaróvissu. Þetta er lögfræðileg nauðsyn, umgjörð þessa málaflokks er þannig að maður þarf að gera þetta. Og samkeppnisumgjörð fyrir fyrirtæki er þannig að þau þurfa að gera þetta allt í gegnum löfræðinga,“ bætir hann við. Páll segir að bréfið hafi ekki verið harðort, að mikill fjöldi svipaðra bréfa fari út á degi hverjum á milli fyrirtækja. „Í bréfinu eru engar fortakslausar kröfur, engin gífuryrði eða hótanir. Um er að ræða lýsingu á lögfræðilegri niðurstöðu og í framhaldi hennar er leitað eftir afstöðu gagnaðilans. Ef mönnum finnst bréfið harðort, þá er það vissulega leiðinlegt að heyra en þá er frekar við mig að sakast en Ölgerðina.“
Tengdar fréttir Færeyski bjórrisinn svarar Ölgerðinni fullum hálsi „Málatilbúnaður þeirra stendur á brauðfótum,“ segir Einar Waag hjá Föroya bjór í samtali við Vísi. 19. ágúst 2014 16:35 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Færeyski bjórrisinn svarar Ölgerðinni fullum hálsi „Málatilbúnaður þeirra stendur á brauðfótum,“ segir Einar Waag hjá Föroya bjór í samtali við Vísi. 19. ágúst 2014 16:35