Dómur fellur á morgun: Gæti toppað leiðréttinguna Randver Kári Randversson skrifar 27. ágúst 2014 16:13 Maria Elvira Mendez Pinedo, doktor í Evrópurétti og dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Vísir/GVA Maria Elvira Mendez Pinedo, doktor í Evrópurétti og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir að komist EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tenging fasteignalána við vísitölu neysluverðs sé ólögmæt geti það haft í för með sér að neytendur með slík lán eigi rétt á meiri leiðréttingum en aðgerðir ríkisstjórnarinnar feli í sér. EFTA-dómstóllinn mun á morgun gefa ráðgefandi álit í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka. Í málinu er tekist á um hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem Glitnir, sem Íslandsbanki er reistur á, gaf út í maí 2007 vegna fasteignakaupa Gunnars sé lögmætt. Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur Gunnar haldið því fram að verðtryggingarákvæðið sé óréttmætur skilmáli og andstæður tilskipun 93/13/EBE í EES-samningnum. Víkja eigi hinum óréttmæta skilmála til hliðar. Íslandsbanki vísar hins vegar sjónarmiðum Gunnars á bug. Bankinn telur verðtrygginguna heimila samkvæmt lögum og tilskipunin hafi verið réttilega innleidd í landslög. Að sögn Mariu mun reyna á lögmæti íslenskrar löggjafar um tengingu fasteignalána við vísitölu neysluverðs gagnvart tveimur tilskipunum Evrópusambandsins. Annars vegar tilskipunar nr.93/13/EBE sem bannar ósanngjarna samningsskilmála og hins vegar tilskipun nr.2005/29 sem bannar ósanngjarna samningsframkvæmd. Samkvæmt tilskipununum teljist samningar sem séu skaðlegir efnahagslegum hagsmunum neytenda ósanngjarnir. Slíkir samningar séu ógildir og geti ógilding þeirra farið fram fyrir innlendum dómstólum. Verði niðurstaðan sú í áliti EFTA-dómstólsins á morgun geti það þýtt að lánasamningar fasteignalána tengdum vísitölu neysluverðs séu ógildir að hluta og þá þurfi að endurreikna höfuðstól lánanna og vexti. EFTA-dómstóllinn muni svara spurningunni um lögmæti íslenskra fasteignalána með tengingu við vísitölu neysluverðs út frá evrópskri löggjöf. Mestu máli skipti hvort niðurstaðan leiði af sér að slík lán teljist ógild, að hluta og þá hvort endurreikna eigi lánin. Verði niðurstaðan sú geti það leitt af sér meiri leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum heldur en leiðréttingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar sem nú eru boði fela í sér. Tengdar fréttir Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Maria Elvira Mendez Pinedo, doktor í Evrópurétti og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir að komist EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tenging fasteignalána við vísitölu neysluverðs sé ólögmæt geti það haft í för með sér að neytendur með slík lán eigi rétt á meiri leiðréttingum en aðgerðir ríkisstjórnarinnar feli í sér. EFTA-dómstóllinn mun á morgun gefa ráðgefandi álit í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka. Í málinu er tekist á um hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem Glitnir, sem Íslandsbanki er reistur á, gaf út í maí 2007 vegna fasteignakaupa Gunnars sé lögmætt. Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur Gunnar haldið því fram að verðtryggingarákvæðið sé óréttmætur skilmáli og andstæður tilskipun 93/13/EBE í EES-samningnum. Víkja eigi hinum óréttmæta skilmála til hliðar. Íslandsbanki vísar hins vegar sjónarmiðum Gunnars á bug. Bankinn telur verðtrygginguna heimila samkvæmt lögum og tilskipunin hafi verið réttilega innleidd í landslög. Að sögn Mariu mun reyna á lögmæti íslenskrar löggjafar um tengingu fasteignalána við vísitölu neysluverðs gagnvart tveimur tilskipunum Evrópusambandsins. Annars vegar tilskipunar nr.93/13/EBE sem bannar ósanngjarna samningsskilmála og hins vegar tilskipun nr.2005/29 sem bannar ósanngjarna samningsframkvæmd. Samkvæmt tilskipununum teljist samningar sem séu skaðlegir efnahagslegum hagsmunum neytenda ósanngjarnir. Slíkir samningar séu ógildir og geti ógilding þeirra farið fram fyrir innlendum dómstólum. Verði niðurstaðan sú í áliti EFTA-dómstólsins á morgun geti það þýtt að lánasamningar fasteignalána tengdum vísitölu neysluverðs séu ógildir að hluta og þá þurfi að endurreikna höfuðstól lánanna og vexti. EFTA-dómstóllinn muni svara spurningunni um lögmæti íslenskra fasteignalána með tengingu við vísitölu neysluverðs út frá evrópskri löggjöf. Mestu máli skipti hvort niðurstaðan leiði af sér að slík lán teljist ógild, að hluta og þá hvort endurreikna eigi lánin. Verði niðurstaðan sú geti það leitt af sér meiri leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum heldur en leiðréttingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar sem nú eru boði fela í sér.
Tengdar fréttir Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent