Jón Arnór: Þetta er hátindurinn á ferlinum Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 27. ágúst 2014 22:41 Jón Arnór í leikslok. Vísir/Anton „Við erum að brjóta blað í íslenskri körfuboltasögu. Það verður seint toppað. Þetta er hátindurinn á ferlinum og gera það fyrir framan okkar fólk þrátt fyrir tap. Engu að síður var þetta mjög góður leikur heilt yfir,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem var frábær í íslenska liðinu þó dregið hafi af honum í seinni hálfleik. „Höllin var full. Fólkið svaraði kallinu. Ég vil þakka stuðninginn. Þetta var æðislegt og frábær upplifun að spila fyrir framan fulla höll. „Körfuboltinn var ekkert rosalega góður, í seinni hálfleik aðallega en ég held að þetta hafi verið mikil skemmtun. Ég held að fólk hafi séð okkur leggja sig fram til að vinna leikinn. Það skein held ég úr augunum á okkur,“ sagði Jón sem lék tvo síðustu leiki Íslands í undankeppninni eftir að hafa misst af tveimur fyrstu leikjunum þar sem hann er án samnings og vildi ekki taka áhættuna á að meiðast. „Það kom kannski í ljós æfingaleysið á mér. Ég var ekki búinn að spila neitt og adrenalínið var bara búið. Ég var þungur og lélegur í seinni hálfleik en þá fengum við körfur frá öðrum. Við náðum að hanga í þeim og hleyptum þeim aldrei langt frá okkur.“ Jón Arnór fór á kostum í byrjun leiksins og hélt íslenska liðinu hreinlega inni í leiknum á meðan aðrir leikmenn áttuðu sig á aðstæðum. „Ég var rétt stilltur í byrjun. Ég er búinn að æfa með Gunnari Einarssyni í Keflavík. Hann er búinn að hjálpa mér rosalega mikið með réttum æfingum og ég er í nokkuð góðu standi miðað við æfingaleysi. „Ég er búinn að vera að taka skot líka og var rétt stemmdur. Ég er búinn að spila helling í huganum þó ég hafi ekki verið með í mikið af þessum æfingum og leikjum. Ég var klár í þetta í kvöld. „Ég rann í byrjun og fann fyrir mjöðminni og svo rann ég hinum megin og þá fann ég fyrir mjöðminni hinum megin. Leiðindadúkur svona sleipur en ég er góður. Ég var aðallega bara þreyttur í lokin,“ sagði Jón Arnór. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Bosnía 70-78 | Ísland í fyrsta sinn á EM! Ísland er komið á Evrópumeistarmótið í körfuknattleik karla í fyrsta sinn þrátt fyrir 78-70 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hafnar í öðru sæti A-riðils. 27. ágúst 2014 17:29 Íslendingar eru einu nýliðarnir á EM 2015 Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts. 27. ágúst 2014 22:28 Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn. 27. ágúst 2014 21:18 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
„Við erum að brjóta blað í íslenskri körfuboltasögu. Það verður seint toppað. Þetta er hátindurinn á ferlinum og gera það fyrir framan okkar fólk þrátt fyrir tap. Engu að síður var þetta mjög góður leikur heilt yfir,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem var frábær í íslenska liðinu þó dregið hafi af honum í seinni hálfleik. „Höllin var full. Fólkið svaraði kallinu. Ég vil þakka stuðninginn. Þetta var æðislegt og frábær upplifun að spila fyrir framan fulla höll. „Körfuboltinn var ekkert rosalega góður, í seinni hálfleik aðallega en ég held að þetta hafi verið mikil skemmtun. Ég held að fólk hafi séð okkur leggja sig fram til að vinna leikinn. Það skein held ég úr augunum á okkur,“ sagði Jón sem lék tvo síðustu leiki Íslands í undankeppninni eftir að hafa misst af tveimur fyrstu leikjunum þar sem hann er án samnings og vildi ekki taka áhættuna á að meiðast. „Það kom kannski í ljós æfingaleysið á mér. Ég var ekki búinn að spila neitt og adrenalínið var bara búið. Ég var þungur og lélegur í seinni hálfleik en þá fengum við körfur frá öðrum. Við náðum að hanga í þeim og hleyptum þeim aldrei langt frá okkur.“ Jón Arnór fór á kostum í byrjun leiksins og hélt íslenska liðinu hreinlega inni í leiknum á meðan aðrir leikmenn áttuðu sig á aðstæðum. „Ég var rétt stilltur í byrjun. Ég er búinn að æfa með Gunnari Einarssyni í Keflavík. Hann er búinn að hjálpa mér rosalega mikið með réttum æfingum og ég er í nokkuð góðu standi miðað við æfingaleysi. „Ég er búinn að vera að taka skot líka og var rétt stemmdur. Ég er búinn að spila helling í huganum þó ég hafi ekki verið með í mikið af þessum æfingum og leikjum. Ég var klár í þetta í kvöld. „Ég rann í byrjun og fann fyrir mjöðminni og svo rann ég hinum megin og þá fann ég fyrir mjöðminni hinum megin. Leiðindadúkur svona sleipur en ég er góður. Ég var aðallega bara þreyttur í lokin,“ sagði Jón Arnór.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Bosnía 70-78 | Ísland í fyrsta sinn á EM! Ísland er komið á Evrópumeistarmótið í körfuknattleik karla í fyrsta sinn þrátt fyrir 78-70 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hafnar í öðru sæti A-riðils. 27. ágúst 2014 17:29 Íslendingar eru einu nýliðarnir á EM 2015 Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts. 27. ágúst 2014 22:28 Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn. 27. ágúst 2014 21:18 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Bosnía 70-78 | Ísland í fyrsta sinn á EM! Ísland er komið á Evrópumeistarmótið í körfuknattleik karla í fyrsta sinn þrátt fyrir 78-70 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hafnar í öðru sæti A-riðils. 27. ágúst 2014 17:29
Íslendingar eru einu nýliðarnir á EM 2015 Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts. 27. ágúst 2014 22:28
Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn. 27. ágúst 2014 21:18
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum