Viðskipti innlent

Yfirlýsing Más: Óvíst að hann sæki um komi til endurráðningar

Bjarki Ármannsson skrifar
Már var endurskipaður seðlabankastjóri til fimm ára í dag.
Már var endurskipaður seðlabankastjóri til fimm ára í dag. Vísir/Stefán
Már Guðmundsson, sem í dag var endurskipaður seðlabankastjóri til fimm ára, segir ekki víst að hann muni sækjast eftir endurráðningu, komi til þess að endurráðið verði í yfirstjórn bankans á næstu misserum vegna lagabreytinga.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Már gaf frá sér í dag eftir að tilkynnt var um endurskipun hans. Í skipunarbréfi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til Más er athygli vakin á því að vinna er hafin við heildarendurskoðun laga um Seðlabankann. Ljóst er að slík endurskoðun gæti haft í för með sér breytingar varðandi stjórnskipun bankans, til dæmis að bankastjórum verði aftur fjölgað.

„Ég tel í þessu sambandi rétt að upplýsa að ég hef í nokkur ár haft hug á að skoða möguleikann á að hverfa á ný til starfa erlendis áður en aldursmörk hamla um of,“ segir Már í yfirlýsingu sinni, en hann starfaði um hríð við Alþjóðagreiðslubankann í Basel í Sviss. „Ég taldi ekki heppilegt að gera það nú í ljósi ástandsins og verkefnastöðunnar í Seðlabankanum auk fjölskylduaðstæðna. Þetta mun breytast á næstu misserum. Það er því óvíst að ég myndi sækjast eftir endurráðningu komi til slíks ferlis vegna breytinga á lögum um Seðlabanka Íslands á næstu misserum.“

Már þakkar jafnframt ráðherra traustið og segir mikil verkefni blasa við, meðal annars varðandi það að losa fjármagnshöft og varðveita verðstöðugleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,05
13
257.683
REGINN
2
4
53.175
ARION
1,22
42
914.527
SIMINN
1,06
9
234.803
EIM
0,69
2
64.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,86
41
928.396
REITIR
-1,42
14
57.606
ICESEA
-0,92
12
136.097
ICEAIR
-0,71
20
8.546
EIK
-0,5
5
29.126
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.