Bóluáhrif óumflýjanleg innan hafta Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2014 13:06 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kjöraðstæður til afnáms gjaldeyrishafta nú. Gengisfall krónunnar, verðbólga og skerðing lífeyrisréttinda óumflýjanleg innan haftanna. vísir/gva Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir meiri efnahagslega áhættu felast í því að viðhalda gjaldeyrishöftunum en afnema þau. Semja þurfi við kröfuhafa í föllnu bankana og afnema síðan höftin í hröðum skrefum eftir það. Gjaldeyrishöft hafa verið við lýði frá hruni eða í um sex ár til að tryggja að nánast allur gjaldeyrisforði landsmanna streymi ekki úr landinu en hann dugar ekki fyrir heildarskuldum þjóðarbúsins í útlöndum. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins færir fyrir því rök í grein í Fréttablaðinu í dag að nú séu kjöraðstæður í efnahagslífinu til að afnema gjaldeyrishöftin hratt.Hvaða afleiðingar myndi það hafa fyrir gengi krónunnar að ykkar mati?„Það er mjög erfitt að segja til um nákvæmlega hvaða afleiðingar afnám hefði á gengið. Því við vitum að jú að samhliða afnámi hafta, þar sem reynsla er af því annars staðar í heiminum og svo sem hér á landi líka, þá fylgir innflæði afnámi ekki síður en útflæði (fjármagns). Og það er mjög erfitt að segja til um hvernig það jafnvægi yrði,“ segir þorsteinn. Hins vegar hafa margir sérfræðingar boðað að gengi krónunnar myndi falla mjög mikið við afnám haftanna og jafnvel hrynja, með tilheyrandi verðbólgu og kaupmáttarrýrnun almennings. Þorsteinn segir aðstæður góðar nú og ekki víst hvenær slíkar aðstæður skapist aftur. „Og í raun og veru gæti afnámið virkað sem ágætis mótvægisaðgerð við yfirvovandi þenslu sem virðist vera í pípunum hjá okkur,“ segir Þorsteinn. Ef ekki verði ráðist í afnám haftanna verði þensluáhrif þess mikla fjármagns sem nú sé lokað innan haftanna mikil. Því fylgi óumflýjanlega umtalsverð verðbólga og gengisfall.Sýnist þér að það sé bólumyndun í gangi núna?„Ég held að það sé óumflýjanlegt miðað við það mikla fjármagn sem hér er fast innan hafta að hún verði. Við sjáum auðvitað að það er mikill og hraður uppgangur núna á fasteignamarkaði. Það hefur verið mikill uppgangur á hlutabréfamarkaði, þótt hann hafi reyndar verið tiltölulega rólegur á þessu ári,“ segir framkvæmdastjóri SA. Bóluáhrif innan haftanna séu því óumflýjanleg. Það sé óhugsandi að lífeyrissjóðirnir geti staðið undir 3,5 prósenta ávöxtunarkröfu á þá innan haftanna. Ef ekki verði tekin ákveðin skref til afnáms hafta sé fyrirsjáanlegt að skerða þurfi lífeyrisréttindi innan fárra ára.En er hægt að gera þetta án þess að hafa náð samningum við kröfuhafa föllnu bankanna? „Nei, ég held að slíkir samningar séu alltaf forsenda þegar við afnemum höftin. En við erum einfaldlega að segja að í framhaldi af slíkum samningum þurfi skrefin að vera ákveðin og hröð,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Ozempic-risinn hrynur í verði og tilnefnir nýjan forstjóra Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir meiri efnahagslega áhættu felast í því að viðhalda gjaldeyrishöftunum en afnema þau. Semja þurfi við kröfuhafa í föllnu bankana og afnema síðan höftin í hröðum skrefum eftir það. Gjaldeyrishöft hafa verið við lýði frá hruni eða í um sex ár til að tryggja að nánast allur gjaldeyrisforði landsmanna streymi ekki úr landinu en hann dugar ekki fyrir heildarskuldum þjóðarbúsins í útlöndum. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins færir fyrir því rök í grein í Fréttablaðinu í dag að nú séu kjöraðstæður í efnahagslífinu til að afnema gjaldeyrishöftin hratt.Hvaða afleiðingar myndi það hafa fyrir gengi krónunnar að ykkar mati?„Það er mjög erfitt að segja til um nákvæmlega hvaða afleiðingar afnám hefði á gengið. Því við vitum að jú að samhliða afnámi hafta, þar sem reynsla er af því annars staðar í heiminum og svo sem hér á landi líka, þá fylgir innflæði afnámi ekki síður en útflæði (fjármagns). Og það er mjög erfitt að segja til um hvernig það jafnvægi yrði,“ segir þorsteinn. Hins vegar hafa margir sérfræðingar boðað að gengi krónunnar myndi falla mjög mikið við afnám haftanna og jafnvel hrynja, með tilheyrandi verðbólgu og kaupmáttarrýrnun almennings. Þorsteinn segir aðstæður góðar nú og ekki víst hvenær slíkar aðstæður skapist aftur. „Og í raun og veru gæti afnámið virkað sem ágætis mótvægisaðgerð við yfirvovandi þenslu sem virðist vera í pípunum hjá okkur,“ segir Þorsteinn. Ef ekki verði ráðist í afnám haftanna verði þensluáhrif þess mikla fjármagns sem nú sé lokað innan haftanna mikil. Því fylgi óumflýjanlega umtalsverð verðbólga og gengisfall.Sýnist þér að það sé bólumyndun í gangi núna?„Ég held að það sé óumflýjanlegt miðað við það mikla fjármagn sem hér er fast innan hafta að hún verði. Við sjáum auðvitað að það er mikill og hraður uppgangur núna á fasteignamarkaði. Það hefur verið mikill uppgangur á hlutabréfamarkaði, þótt hann hafi reyndar verið tiltölulega rólegur á þessu ári,“ segir framkvæmdastjóri SA. Bóluáhrif innan haftanna séu því óumflýjanleg. Það sé óhugsandi að lífeyrissjóðirnir geti staðið undir 3,5 prósenta ávöxtunarkröfu á þá innan haftanna. Ef ekki verði tekin ákveðin skref til afnáms hafta sé fyrirsjáanlegt að skerða þurfi lífeyrisréttindi innan fárra ára.En er hægt að gera þetta án þess að hafa náð samningum við kröfuhafa föllnu bankanna? „Nei, ég held að slíkir samningar séu alltaf forsenda þegar við afnemum höftin. En við erum einfaldlega að segja að í framhaldi af slíkum samningum þurfi skrefin að vera ákveðin og hröð,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Ozempic-risinn hrynur í verði og tilnefnir nýjan forstjóra Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun