Sport

Fossavatnsgangan í hóp með frægustu skíðagöngum í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Hansson var fulltrúi Fossavatnsgöngunnar á Ítalíu og undirritaði samninga við Worldloppet fyrir hönd göngunnar.
Heimir Hansson var fulltrúi Fossavatnsgöngunnar á Ítalíu og undirritaði samninga við Worldloppet fyrir hönd göngunnar. Mynd/Worldloppet

Fossavatnsgangan á Ísafirði er elsta og fjölmennasta skíðagöngumót á Íslandi og hún hefur nú fengið flotta alþjóðlegan stimpil með því að vera samþykkt sem aðili að Worldloppet en þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Worldloppet er alþjóðlegt íþróttasamband gönguskíðamóta og var stofnað árið 1978 í Uppsölum, Svíðþjóð. Markmið sambandsins er að hvetja til ástundunar gönguskíðaíþróttarinnar í gegnum gönguskíðamót víðsvegar um heiminn.

Þátttakendur í Worldloppet fá vegabréf þar sem hægt er að safna stimplum frá þeim göngum sem eru aðili að Worldloppet, en frá og með Fossavatnsgöngunni 2015 verður hægt að fá slíkan stimpil fyrir þátttöku í Fossavatnsgöngunni.

Það er mikil heiður fyrir Fossavatnsgönguna að fá aðild að Worldloppet, en meðal annarra ganga sem eru aðilar að Worldloppet eru Birkibeinagangan í Noregi, Vasagangan í Svíþjóð og Marcialonga á Ítalíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.