Miami Heat valdi uppáhaldið hans LeBron James Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2014 15:15 Shabazz Napier. Vísir/Getty LeBron James ætti að vera ánægður með framgöngu Miami Heat í nýliðavali NBA-deildarinnar í gær en þá valdi félagið uppáhaldsháskólaleikmanninn hans í nýliðavalinu. Miami Heat gerir nú allt til þess að sannfæra LeBron James um að vera áfram hjá liðinu en félagið þurfti að skipta á valréttum til að geta valið Shabazz Napier númer 24. Shabazz Napier er kokhraustur leikstjórnandi sem varð tvisvar sinnum bandarískur háskólameistari með Connecticut-háskólanum, fyrst í minna hlutverkið árið 2011 og svo aftur í vor sem aðalleiðtogi liðsins. LeBron James hefur ítrekað lýst yfir hrifningu sinni á Shabazz Napier sem hann talað um sem besta leikstjórnandann í nýliðavalinu í ár. Strax eftir valið skellti hann sér á twitter og skrifaði: „Uppáhaldsleikmaðurinn minn í þessu nýliðavali. #Napier" Miami Heat átti valrétt númer 26 en skipti við Charlotte Hornets til þess að komast upp í sæti 24. Heat-liðið gaf eftir tvo valrétti í annarri umferð. Shabazz Napier sagði í viðtali eftir að fréttirnar bárust af skiptunum að hann vonaðist til þess að koma hans myndi hjálpa til við að sannfæra LeBron James um að spila áfram með Miami Heat. Shabazz Napier var með 18,0 stig, 5,8 fráköst og 4,9 stoðsendingar að meðaltali á lokaári sínu með University of Connecticut og hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins þegar UConn vann 60-54 sigur á Kentucky. Shabazz Napier.Vísir/APMy favorite player in the draft! #Napier— LeBron James (@KingJames) June 27, 2014 NBA Tengdar fréttir LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN. Hann hefur verið orðaður við Cleveland Cavaliers undanfarna mánuði. 24. júní 2014 13:46 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 NBA-lið láta sig dreyma um að semja við bæði LeBron og Melo Stærstu fréttir NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu dögum eru án vafa þær að stórstjörnurnar LeBron James og Carmelo Anthony nýttu báðir ákvæði í samningum sínum við lið sín Miami Heat (James) og New York Knicks (Anthony) og geta því samið við hvaða lið sem er í sumar. 25. júní 2014 11:30 LeBron James fundaði með Wade og Bosh í gær Vinirnir og liðsfélagarnir LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh hittust í gær og ræddu framtíð sína en næstu skref þeirra á körfuboltaferlinum mun einnig ráða miklu um framtíð Miami Heat liðsins í NBA-deildinni í körfubolta. Miami Herald segir frá fundi stjórstjarna Miami Heat liðsins. 26. júní 2014 15:15 ESPN-spekingarnir spá því allir að LeBron spili áfram með Miami LeBron James er með lausan samning og getur því valið sér lið í NBA-deildinni. ESPN fékk fimm NBA-sérfræðinga til að velta fyrir sér framtíðarplönum þessarar stærstu stjörnu NBA-deildarinnar í dag. 25. júní 2014 13:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
LeBron James ætti að vera ánægður með framgöngu Miami Heat í nýliðavali NBA-deildarinnar í gær en þá valdi félagið uppáhaldsháskólaleikmanninn hans í nýliðavalinu. Miami Heat gerir nú allt til þess að sannfæra LeBron James um að vera áfram hjá liðinu en félagið þurfti að skipta á valréttum til að geta valið Shabazz Napier númer 24. Shabazz Napier er kokhraustur leikstjórnandi sem varð tvisvar sinnum bandarískur háskólameistari með Connecticut-háskólanum, fyrst í minna hlutverkið árið 2011 og svo aftur í vor sem aðalleiðtogi liðsins. LeBron James hefur ítrekað lýst yfir hrifningu sinni á Shabazz Napier sem hann talað um sem besta leikstjórnandann í nýliðavalinu í ár. Strax eftir valið skellti hann sér á twitter og skrifaði: „Uppáhaldsleikmaðurinn minn í þessu nýliðavali. #Napier" Miami Heat átti valrétt númer 26 en skipti við Charlotte Hornets til þess að komast upp í sæti 24. Heat-liðið gaf eftir tvo valrétti í annarri umferð. Shabazz Napier sagði í viðtali eftir að fréttirnar bárust af skiptunum að hann vonaðist til þess að koma hans myndi hjálpa til við að sannfæra LeBron James um að spila áfram með Miami Heat. Shabazz Napier var með 18,0 stig, 5,8 fráköst og 4,9 stoðsendingar að meðaltali á lokaári sínu með University of Connecticut og hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins þegar UConn vann 60-54 sigur á Kentucky. Shabazz Napier.Vísir/APMy favorite player in the draft! #Napier— LeBron James (@KingJames) June 27, 2014
NBA Tengdar fréttir LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN. Hann hefur verið orðaður við Cleveland Cavaliers undanfarna mánuði. 24. júní 2014 13:46 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 NBA-lið láta sig dreyma um að semja við bæði LeBron og Melo Stærstu fréttir NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu dögum eru án vafa þær að stórstjörnurnar LeBron James og Carmelo Anthony nýttu báðir ákvæði í samningum sínum við lið sín Miami Heat (James) og New York Knicks (Anthony) og geta því samið við hvaða lið sem er í sumar. 25. júní 2014 11:30 LeBron James fundaði með Wade og Bosh í gær Vinirnir og liðsfélagarnir LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh hittust í gær og ræddu framtíð sína en næstu skref þeirra á körfuboltaferlinum mun einnig ráða miklu um framtíð Miami Heat liðsins í NBA-deildinni í körfubolta. Miami Herald segir frá fundi stjórstjarna Miami Heat liðsins. 26. júní 2014 15:15 ESPN-spekingarnir spá því allir að LeBron spili áfram með Miami LeBron James er með lausan samning og getur því valið sér lið í NBA-deildinni. ESPN fékk fimm NBA-sérfræðinga til að velta fyrir sér framtíðarplönum þessarar stærstu stjörnu NBA-deildarinnar í dag. 25. júní 2014 13:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN. Hann hefur verið orðaður við Cleveland Cavaliers undanfarna mánuði. 24. júní 2014 13:46
Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10
NBA-lið láta sig dreyma um að semja við bæði LeBron og Melo Stærstu fréttir NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu dögum eru án vafa þær að stórstjörnurnar LeBron James og Carmelo Anthony nýttu báðir ákvæði í samningum sínum við lið sín Miami Heat (James) og New York Knicks (Anthony) og geta því samið við hvaða lið sem er í sumar. 25. júní 2014 11:30
LeBron James fundaði með Wade og Bosh í gær Vinirnir og liðsfélagarnir LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh hittust í gær og ræddu framtíð sína en næstu skref þeirra á körfuboltaferlinum mun einnig ráða miklu um framtíð Miami Heat liðsins í NBA-deildinni í körfubolta. Miami Herald segir frá fundi stjórstjarna Miami Heat liðsins. 26. júní 2014 15:15
ESPN-spekingarnir spá því allir að LeBron spili áfram með Miami LeBron James er með lausan samning og getur því valið sér lið í NBA-deildinni. ESPN fékk fimm NBA-sérfræðinga til að velta fyrir sér framtíðarplönum þessarar stærstu stjörnu NBA-deildarinnar í dag. 25. júní 2014 13:30
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum