Körfubolti

NBA-lið láta sig dreyma um að semja við bæði LeBron og Melo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James og Carmelo Anthony.
LeBron James og Carmelo Anthony. Vísir/Getty
Stærstu fréttir NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu dögum eru án vafa þær að stórstjörnurnar LeBron James og Carmelo Anthony nýttu báðir ákvæði í samningum sínum við lið sín Miami Heat (James) og New York Knicks (Anthony) og geta því samið við hvaða lið sem er í sumar.

Bandarískir fjölmiðlar hafa verið uppfullir af vangaveltum um hvar súperstjörnurnar tvær ætli sér að spila á næsta tímabili en þeir LeBron James og Carmelo Anthony eru mjög góðir vinir.

LeBron James og Carmelo Anthony hafa verið miklir félagar síðan þeir hittust fyrst 2001 á vegum bandaríska körfuboltasambandsins og þeir hafa báðir talað um að það spila í sama liði í framtíðinni.

Miami Heat ætlar sér að sjálfsögðu að gera allt til þess að halda LeBron James og sögusagnir hafa verið uppi í einhvern tíma um að Pat Riley og félagar skoði nú allar leiðir til þess að bæta Carmelo í hópinn með þeim Lebron, Dwyane Wade og Chris Bosh.

Cleveland Cavaliers og Atlanta Hawks eru meðal þeirra liða sem samkvæmt heimildum ESPN ætli að reyna að losa það mikið pláss undir launaþakinu svo þau geti samið við bæði LeBron James og Carmelo Anthony. Hvort það séu nógu spennandi lið fyrir þá félaga er önnur saga.

Los Angeles Lakers er annað félag sem hyggur á svipaða pælingar en þá myndu þeir LeBron og Melo spila með Kobe Bryant. Chicago Bulls þykir einnig vænlegur kostur en þar er þó bara pláss fyrir annan þeirra.

Los Angeles Clippers og Houston Rockets hafa líka samkvæmt heimildum ESPN mikinn áhuga á að semja við LeBron James. Hjá Clippers gæti James spilað með góðvini sínum Chris Paul (guðfaðir sonar LeBrons) sem og háloftakónginum Blake Griffin. Houston getur boðið LeBron að spila með þeim James Harden og Dwight Howard.

Það eru því margir möguleikar í stöðunni fyrir þá LeBron James og Carmelo Anthony og kannski ekkert skrýtið að þeir hafi viljað skoða hvað sé í boði.

Vísir/Getty
NBA

Tengdar fréttir

LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið

LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN. Hann hefur verið orðaður við Cleveland Cavaliers undanfarna mánuði.

Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá?

Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu.

Anthony laus allra mála

Carmelo Anthony verður stærsti bitinn á leikmannamarkaðnum í NBA-deildinni í sumar en hann losaði sig undan samningi í gær samkvæmt ESPN.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×