Körfubolti

Spurs með níu fingur á titlinum | Myndbönd

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kawhi Leonard.
Kawhi Leonard. Vísir/Getty
San Antonio Spurs er komið í ansi vænlega stöðu eftir 107-86 sigur á Miami Heat í Miami í nótt. Spurs þarf aðeins einn sigur í næstu þremur leikjum til að vinna einvígið.

Spurs fylgdi eftir tapinu í leik tvö í San Antonio með að valta yfir Miami í leik þrjú í Miami. Leikurinn í nótt var endurtekning á leik þrjú þar sem Spurs leiddi nánast allan leikinn.

Miami leiddi þegar fimm mínútur voru búnar af leiknum en þá settu leikmenn Spurs í gír. Gestirnir frá San Antonio gengu frá Miami með öflugri vörn og góðri skotnýtingu í leiknum.

Spurs leiddi 55-38 í hálfleik og náðu leikmenn Heat aldrei að minnka muninn niður í eins stafa tölu í seinni hálfleik. Öruggur sigur Spurs staðreynd sem fer aftur til San Antonio með 3-1 forskot.

Aldrei hefur það gerst í 31 tilraunum að lið sem er undir 3-1 eftir fjóra leiki nái að snúa taflinu sér í hag í úrslitum NBA-deildarinnar. Verður verkefnið fyrir Miami ansi erfitt gegn jafn leikreyndu liði og Spurs sem dugar einn sigur í næstu þremur leikjum.

Kawhi Leonard fór á kostum í liði Spurs annan leikinn í röð með 20 stig ásamt því að taka niður 14 fráköst, þá bætti Tony Parker við 19 stigum í liði Spurs.

Í liði Miami var LeBron James atkvæðamestur með 28 stig en meðleikarar hans brugðust honum. Aðrir byrjunarliðsmenn í liði Heat skiluðu aðeins 28 stigum úr 34 skotum.

NBA

Tengdar fréttir

Spurs valtaði yfir Miami

San Antonio Spurs vann mikilvægan sigur í Miami í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í nótt. Spurs leiðir úrslitaeinvígið 2-1 en sigra þarf fjóra leiki til þess að sigra einvígið.

Miami jafnaði metin

LeBron James skoraði 35 stig og tók tíu fráköst þegar Miami Heat jafnaði metin í úrslitum NBA-deildarinnar með tveggja stiga sigri, 98-96, á San Antonio Spurs á útivelli.

Duncan jafnaði við Magic

Tim Duncan náði merkum áfanga í nótt þegar hann jafnaði met Magic Johnson yfir flestar tvöfaldar tvennur (þ.e. þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í tveimur tölfræðiþáttum) í úrslitakeppni NBA deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×