Baldur iðulega fullur og þörf á stærri ferju Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2014 19:45 Eigendur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs undirbúa nú kaup á helmingi stærri ferju frá Noregi, sem gæti leyst af núverandi skip síðar í sumar. Núverandi ferja hefur verið í áætlunarsiglingum milli Stykkishólms og Brjánslækjar undanfarin átta ár með viðkomu í Flatey en hún tekur 40 bíla í ferð. Hún er sjöunda skipið sem ber heitið Baldur en sá fyrsti hóf siglingar um Breiðafjörðinn fyrir 90 árum. Ferjan flutti í fyrra um 55 þúsund farþega og tólf þúsund bíla og nú er svo komið að hún annar ekki lengur flutningum. Pétur Ágústsson, skipstjóri á Baldri og framkvæmdastjóri Sæferða, segir að iðulega séu biðlistar og frá því snemma í maí hafi verið mikið að gera og skipið oft fullt. Og það er greinilegt að ferjan nýtur vaxandi ferðamannastraums því þar sem við vorum að mynda komu skipsins til Brjánslækjar virtist okkur stór hluti farþeganna vera erlendir ferðamenn á leið að skoða Vestfirði.Baldur að koma inn til Brjánslækjar á Barðaströnd.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Yfir vetrarmánuði eru flutningabílarnir áberandi og segir Pétur að vegna þeirra sé ferjan oft fullbókuð á veturna. Aukningin hafi verið meiri en menn hafi átt von á, ekki síst vegna erlendra ferðamanna. Margir hafa talið að eftir því sem vegirnir myndu batna um sunnanverða Vestfirði kæmi að því að ferjan yrði óþörf. En það virðist öðru nær. Bóndinn á Brjánslæk, Jóhann Pétur Ágústsson, sem jafnframt er hafnarvörður, telur að bættar vegasamgöngur, sérstaklega til norðurhluta Vestfjarða, muni jafnvel auka þörfina. Og nú er stefnt á stærra skip. Útgerð skipsins er í viðræðum um að kaupa helmingi stærri ferju frá Lófóten í Norður-Noregi sem tæki 60 bíla og vonast Pétur til að hún verði komin á Breiðafjörðinn í fyrri hluta ágústmánaðar. En þarf ríkissjóður að koma að kaupum á stærra skipi? „Nei, ekkert meira en er bara í dag. Ríkið kaupir af okkur ferðir á veturna að hluta en ekki á sumrin. Það þarf ekkert að breytast hvað það varðar,“ svarar Pétur Ágústsson. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Eigendur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs undirbúa nú kaup á helmingi stærri ferju frá Noregi, sem gæti leyst af núverandi skip síðar í sumar. Núverandi ferja hefur verið í áætlunarsiglingum milli Stykkishólms og Brjánslækjar undanfarin átta ár með viðkomu í Flatey en hún tekur 40 bíla í ferð. Hún er sjöunda skipið sem ber heitið Baldur en sá fyrsti hóf siglingar um Breiðafjörðinn fyrir 90 árum. Ferjan flutti í fyrra um 55 þúsund farþega og tólf þúsund bíla og nú er svo komið að hún annar ekki lengur flutningum. Pétur Ágústsson, skipstjóri á Baldri og framkvæmdastjóri Sæferða, segir að iðulega séu biðlistar og frá því snemma í maí hafi verið mikið að gera og skipið oft fullt. Og það er greinilegt að ferjan nýtur vaxandi ferðamannastraums því þar sem við vorum að mynda komu skipsins til Brjánslækjar virtist okkur stór hluti farþeganna vera erlendir ferðamenn á leið að skoða Vestfirði.Baldur að koma inn til Brjánslækjar á Barðaströnd.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Yfir vetrarmánuði eru flutningabílarnir áberandi og segir Pétur að vegna þeirra sé ferjan oft fullbókuð á veturna. Aukningin hafi verið meiri en menn hafi átt von á, ekki síst vegna erlendra ferðamanna. Margir hafa talið að eftir því sem vegirnir myndu batna um sunnanverða Vestfirði kæmi að því að ferjan yrði óþörf. En það virðist öðru nær. Bóndinn á Brjánslæk, Jóhann Pétur Ágústsson, sem jafnframt er hafnarvörður, telur að bættar vegasamgöngur, sérstaklega til norðurhluta Vestfjarða, muni jafnvel auka þörfina. Og nú er stefnt á stærra skip. Útgerð skipsins er í viðræðum um að kaupa helmingi stærri ferju frá Lófóten í Norður-Noregi sem tæki 60 bíla og vonast Pétur til að hún verði komin á Breiðafjörðinn í fyrri hluta ágústmánaðar. En þarf ríkissjóður að koma að kaupum á stærra skipi? „Nei, ekkert meira en er bara í dag. Ríkið kaupir af okkur ferðir á veturna að hluta en ekki á sumrin. Það þarf ekkert að breytast hvað það varðar,“ svarar Pétur Ágústsson.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira