Guðjón Valur: Þakkaði fyrir mig og sagði bless Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júní 2014 16:51 Alfreð Gíslason sér á eftir Guðjóni Val Sigurðssyni til Barcelona. Vísir/getty Stórlið Barcelona tilkynnti í dag að félagið hefði gert tveggja ára samning við landsliðsfyriliðann Guðjón Val Sigurðsson sem yfirgefur herbúðir þýska liðsins Kiel í sumar eftir tveggja ára dvöl. Þetta hefur legið í loftinu undanfarnar vikur og mánuði en var loksins opinberað í dag. Guðjón Valur gat því loksins leyft sér að tjá sig um vistaskiptin þegar Vísir heyrði í honum. Hann er staddur í Sarajevo í Bosníu en Ísland leikur þar mikilvægan leik á morgun í umspili HM 2015. Hann segist hafa ákveðið að líta í kringum sig eftir að samningaviðræður við Kiel sigldu í strand fyrr í vetur. „Ég fékk tilboð frá Kiel sem ég var ekki nógu ánægður með, í hreinskilni sagt. Ég bað því umboðsmann minn um að kanna hvaða möguleikar væru í stöðunni fyrir mig,“ segir Guðjón Valur „Það var búið að halda manni í óvissu í tvo, þrjá mánuði og svo þegar tilboðið kom loksins hafði ég aðeins þrjá daga til að gefa svar. Þá þakkaði ég bara fyrir mig og sagði bless,“ segir Guðjón Valur en bætir við að hann hafi rætt málin við stjórn Kiel og skilji við félagið á góðum nótum. „Stjórnin ætlaði með þessu að setja pressu á mig en hætti svo við það. Það var allt í góðu okkar á milli.“ Hann segir það draumi líkast að ganga til liðs við stórlið eins og Barcelona, þó svo að spænska deildin sé ekki jafn sterk og sú þýska. „En liðið sjálft er sterkt og æfir vel. Ég tel þetta ekki verra að fara til Spánar enda að fara til liðs sem ætlar sér stóra hluti og vinna Meistaradeildina aftur. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Guðjón Valur en nánar er rætt við hann í Fréttablaðinu á morgun. Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur þriðji Íslendingurinn hjá Barcelona Einn handboltamaður og einn fótboltamaður hafa áður klæðst sögufrægum búningi Katalóníurisans. 6. júní 2014 12:30 Guðjón Valur genginn í raðir Barcelona | Myndir Landsliðsfyrirliði Íslands flytur sig um set frá Þýskalandi til Katalóníu. 6. júní 2014 09:26 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira
Stórlið Barcelona tilkynnti í dag að félagið hefði gert tveggja ára samning við landsliðsfyriliðann Guðjón Val Sigurðsson sem yfirgefur herbúðir þýska liðsins Kiel í sumar eftir tveggja ára dvöl. Þetta hefur legið í loftinu undanfarnar vikur og mánuði en var loksins opinberað í dag. Guðjón Valur gat því loksins leyft sér að tjá sig um vistaskiptin þegar Vísir heyrði í honum. Hann er staddur í Sarajevo í Bosníu en Ísland leikur þar mikilvægan leik á morgun í umspili HM 2015. Hann segist hafa ákveðið að líta í kringum sig eftir að samningaviðræður við Kiel sigldu í strand fyrr í vetur. „Ég fékk tilboð frá Kiel sem ég var ekki nógu ánægður með, í hreinskilni sagt. Ég bað því umboðsmann minn um að kanna hvaða möguleikar væru í stöðunni fyrir mig,“ segir Guðjón Valur „Það var búið að halda manni í óvissu í tvo, þrjá mánuði og svo þegar tilboðið kom loksins hafði ég aðeins þrjá daga til að gefa svar. Þá þakkaði ég bara fyrir mig og sagði bless,“ segir Guðjón Valur en bætir við að hann hafi rætt málin við stjórn Kiel og skilji við félagið á góðum nótum. „Stjórnin ætlaði með þessu að setja pressu á mig en hætti svo við það. Það var allt í góðu okkar á milli.“ Hann segir það draumi líkast að ganga til liðs við stórlið eins og Barcelona, þó svo að spænska deildin sé ekki jafn sterk og sú þýska. „En liðið sjálft er sterkt og æfir vel. Ég tel þetta ekki verra að fara til Spánar enda að fara til liðs sem ætlar sér stóra hluti og vinna Meistaradeildina aftur. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Guðjón Valur en nánar er rætt við hann í Fréttablaðinu á morgun.
Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur þriðji Íslendingurinn hjá Barcelona Einn handboltamaður og einn fótboltamaður hafa áður klæðst sögufrægum búningi Katalóníurisans. 6. júní 2014 12:30 Guðjón Valur genginn í raðir Barcelona | Myndir Landsliðsfyrirliði Íslands flytur sig um set frá Þýskalandi til Katalóníu. 6. júní 2014 09:26 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira
Guðjón Valur þriðji Íslendingurinn hjá Barcelona Einn handboltamaður og einn fótboltamaður hafa áður klæðst sögufrægum búningi Katalóníurisans. 6. júní 2014 12:30
Guðjón Valur genginn í raðir Barcelona | Myndir Landsliðsfyrirliði Íslands flytur sig um set frá Þýskalandi til Katalóníu. 6. júní 2014 09:26