Guðmundur sefur illa á nóttunni 30. maí 2014 10:45 Guðmundur svekktur eftir að hafa misst af titlinum. vísir/getty Guðmundur Þórður Guðmundsson segist eiga erfitt með að sætta sig við að hafa misst af þýska meistaratitlinum í hendur Kiel á lokadegi þýsku deildarinnar. Lið Guðmundar, Rhein-Necar Löwen, fór inn í lokaumferðina með sjö marka forskot á Kiel en missti það niður og tapaði titlinum að lokum með tveim mörkum. "Ef ég á að vera heiðarlegur þá hugsa ég enn mikið um hvernig við fórum að því að missa af titlinum. Ég sé fyrir mér augnablik úr leiknum gegn Gummersbach og frá tímabilinu. Ég sef illa á nóttunni og spyr sjálfan mig oft að því hvar mörkin séu sem kostuðu okkur meistaratitilinn," segir Guðmundur í viðtali á heimasíðu Löwen. Hann segist samt ekki geta kennt neinum um. Liðið hafi staðið sig frábærlega og þetta væri langbesta tímabil í sögu félagsins. "Þetta lið átti skilið að vinna titil í ár því við stóðum okkur nánast fullkomlega. Það var samt of lítið að vinna Gummersbach með aðeins fimm mörkum. Ég held að átta eða níu mörk hafi ekki verið nóg. Kiel vissi alltaf hvernig staðan var hjá okkur og hafði alltaf ákveðið frumkvæði þar sem þeirra leikur fór seinna af stað. Af hverju veit ég ekki." Blaðamaður Löwen spyr Guðmund að því hvort hann hafi talað við Dag Sigurðsson eða einhvern hjá Fuchse Berlin sem tapaði með 14 marka mun gegn Kiel. "Nei, en ég er vonsvikinn með þeirra frammistöðu. Við erum að tala um bikarmeistarana og liðið í fimmta sæti sem tapar svona illa gegn Kiel." Guðmundur var kosinn besti þjálfari deildarinnar og leikmenn hans - Andy Schmid og Niklas Landin - voru valdir besti leikmaður deildarinnar og besti markvörðurinn. "Miðað við þessa frammistöðu hefði verið eðlilegt að við hefðum unnið titilinn. Ég er mjög stoltur af liðinu og þá sérstaklega hvernig handbolta liðið spilaði. Strákarnir gáfu allt sem þeir áttu fram á lokamínútu. Ég hefði aldrei verið kosinn þjálfari ársins ef þessir drengir hefðu ekki verið svona magnaðir. Það var ekki erfitt að þjálfa þetta lið." Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur og lærisveinar hans tóku öll einstaklingsverðlaunin Þó svo Rhein-Neckar Löwen hafi misst naumlega af þýska meistaratitlinum um helgina þá tók félagið öll stærstu einstaklingsverðlaunin í deildinni. 26. maí 2014 16:00 Guðmundur: Það var grátið á laugardaginn Guðmundur Guðmundsson, fráfarandi þjálfari Rhein-Neckar Löwen, segir að það hefði verið dapurt að missa af meistaratitlinum í Þýskalandi vegna markatölu. 27. maí 2014 15:15 Kiel tókst hið ómögulega | Alfreð, Guðjón og Aron meistarar Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. 24. maí 2014 15:52 Guðmundur: Einkennilegt fyrirkomulag Rhein-Neckar Löwen missti af þýska meistaratitlinum í handbolta eftir dramatíska lokaumferð í gær. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, er ekki sáttur með að markatala skuli ráða úrslitum, verði lið jöfn að stigum. 25. maí 2014 22:45 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson segist eiga erfitt með að sætta sig við að hafa misst af þýska meistaratitlinum í hendur Kiel á lokadegi þýsku deildarinnar. Lið Guðmundar, Rhein-Necar Löwen, fór inn í lokaumferðina með sjö marka forskot á Kiel en missti það niður og tapaði titlinum að lokum með tveim mörkum. "Ef ég á að vera heiðarlegur þá hugsa ég enn mikið um hvernig við fórum að því að missa af titlinum. Ég sé fyrir mér augnablik úr leiknum gegn Gummersbach og frá tímabilinu. Ég sef illa á nóttunni og spyr sjálfan mig oft að því hvar mörkin séu sem kostuðu okkur meistaratitilinn," segir Guðmundur í viðtali á heimasíðu Löwen. Hann segist samt ekki geta kennt neinum um. Liðið hafi staðið sig frábærlega og þetta væri langbesta tímabil í sögu félagsins. "Þetta lið átti skilið að vinna titil í ár því við stóðum okkur nánast fullkomlega. Það var samt of lítið að vinna Gummersbach með aðeins fimm mörkum. Ég held að átta eða níu mörk hafi ekki verið nóg. Kiel vissi alltaf hvernig staðan var hjá okkur og hafði alltaf ákveðið frumkvæði þar sem þeirra leikur fór seinna af stað. Af hverju veit ég ekki." Blaðamaður Löwen spyr Guðmund að því hvort hann hafi talað við Dag Sigurðsson eða einhvern hjá Fuchse Berlin sem tapaði með 14 marka mun gegn Kiel. "Nei, en ég er vonsvikinn með þeirra frammistöðu. Við erum að tala um bikarmeistarana og liðið í fimmta sæti sem tapar svona illa gegn Kiel." Guðmundur var kosinn besti þjálfari deildarinnar og leikmenn hans - Andy Schmid og Niklas Landin - voru valdir besti leikmaður deildarinnar og besti markvörðurinn. "Miðað við þessa frammistöðu hefði verið eðlilegt að við hefðum unnið titilinn. Ég er mjög stoltur af liðinu og þá sérstaklega hvernig handbolta liðið spilaði. Strákarnir gáfu allt sem þeir áttu fram á lokamínútu. Ég hefði aldrei verið kosinn þjálfari ársins ef þessir drengir hefðu ekki verið svona magnaðir. Það var ekki erfitt að þjálfa þetta lið."
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur og lærisveinar hans tóku öll einstaklingsverðlaunin Þó svo Rhein-Neckar Löwen hafi misst naumlega af þýska meistaratitlinum um helgina þá tók félagið öll stærstu einstaklingsverðlaunin í deildinni. 26. maí 2014 16:00 Guðmundur: Það var grátið á laugardaginn Guðmundur Guðmundsson, fráfarandi þjálfari Rhein-Neckar Löwen, segir að það hefði verið dapurt að missa af meistaratitlinum í Þýskalandi vegna markatölu. 27. maí 2014 15:15 Kiel tókst hið ómögulega | Alfreð, Guðjón og Aron meistarar Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. 24. maí 2014 15:52 Guðmundur: Einkennilegt fyrirkomulag Rhein-Neckar Löwen missti af þýska meistaratitlinum í handbolta eftir dramatíska lokaumferð í gær. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, er ekki sáttur með að markatala skuli ráða úrslitum, verði lið jöfn að stigum. 25. maí 2014 22:45 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Guðmundur og lærisveinar hans tóku öll einstaklingsverðlaunin Þó svo Rhein-Neckar Löwen hafi misst naumlega af þýska meistaratitlinum um helgina þá tók félagið öll stærstu einstaklingsverðlaunin í deildinni. 26. maí 2014 16:00
Guðmundur: Það var grátið á laugardaginn Guðmundur Guðmundsson, fráfarandi þjálfari Rhein-Neckar Löwen, segir að það hefði verið dapurt að missa af meistaratitlinum í Þýskalandi vegna markatölu. 27. maí 2014 15:15
Kiel tókst hið ómögulega | Alfreð, Guðjón og Aron meistarar Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. 24. maí 2014 15:52
Guðmundur: Einkennilegt fyrirkomulag Rhein-Neckar Löwen missti af þýska meistaratitlinum í handbolta eftir dramatíska lokaumferð í gær. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, er ekki sáttur með að markatala skuli ráða úrslitum, verði lið jöfn að stigum. 25. maí 2014 22:45
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni