Lágt hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða mikið áhyggjuefni Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. maí 2014 18:30 Minna en fjórðungur eigna lífeyrissjóða eru í erlendum gjaldeyri og er þetta mikið áhyggjuefni, segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Þjóðarhagur krefjist þess að eignum sé safnað í útlöndum fyrir lífeyristöku þeirra kynslóða sem nú eru á vinnumarkaði. Ef að íslenskir lífeyrissjóðir fara ekki að fjárfesta í auknum mæli erlendis og fá heimildir til þess og undanþágur frá gjaldeyrishöftum þá gæti skapast mjög vond staða þegar þær kynslóðir sem nú eru á vinnumarkaði fara á eftirlaun. Aðeins 22,4 prósent eigna lífeyrissjóða eru erlendis. Þetta er mjög lágt í alþjóðlegum samanburði eins og hér sést (sjá myndskeið). Í Eistlandi er þetta hlutfall 75,4 prósent og í hlutfall erlendra eigna norska olíusjóðsins er 93 prósent. Það segir sig sjálft að lífeyrissparnaður þjóðarinnar þarf að vera í gjaldeyri til að eiga fyrir lífeyri og neyslu lífeyrisþega framtíðarinar. Þessi mynd er því ekki jákvæð. Neysla þjóðarinnar er að mestu í gjaldeyri, þ.e. innflutningi.Verðum að eiga fyrir neyslu „Þegar þú ferð á eftirlaun muntu þurfa að flytja inn vörur og þær kosta gjaldeyri. Þess vegna er mjög mikilvægt að hluta af þínum lífeyrissparnaði í dag sé fjárfest í erlendum eignum svo gjaldeyririnn sé til þegar þú ferð á eftirlaun. Ef það er ekki gert þá mun það hafa verulega slæm áhrif á bæði gjaldeyrismarkaðinn og hagkerfið í heild sinni þegar lífeyrissjóðirnir byrja að soga peninga úr hagkerfinu aftur til þess að borga út lífeyri og það er ekki til gjaldeyrir til að standa straum af þeirri neyslu sem þarf,“ segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Ásgeir vann sérstaka úttekt um málið fyrir Landssamtök lífeyrissjóða sem má nálgast hér neðst í fréttinni. Lífeyrissjóðirnir eru þjóðin og vegna hafta geta lífeyrissjóðirnir ekki gætt hagsmuna eiganda síns, þjóðarinnar, með réttum hætti ef þeir fá ekki að fjárfesta í erlendum eignum.Hættuleg umræða um lífeyrissjóði Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) sem er stærsti lífeyrissjóður landsins, segir þetta alvarlegt áhyggjuefni. „Ég held að þessi umræða sem maður stundum heyrir að lífeyrissjóðirnir verði síðastir í röðinni þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt sé mjög hættuleg og það verði að snúa henni við,“ segir Haukur. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Minna en fjórðungur eigna lífeyrissjóða eru í erlendum gjaldeyri og er þetta mikið áhyggjuefni, segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Þjóðarhagur krefjist þess að eignum sé safnað í útlöndum fyrir lífeyristöku þeirra kynslóða sem nú eru á vinnumarkaði. Ef að íslenskir lífeyrissjóðir fara ekki að fjárfesta í auknum mæli erlendis og fá heimildir til þess og undanþágur frá gjaldeyrishöftum þá gæti skapast mjög vond staða þegar þær kynslóðir sem nú eru á vinnumarkaði fara á eftirlaun. Aðeins 22,4 prósent eigna lífeyrissjóða eru erlendis. Þetta er mjög lágt í alþjóðlegum samanburði eins og hér sést (sjá myndskeið). Í Eistlandi er þetta hlutfall 75,4 prósent og í hlutfall erlendra eigna norska olíusjóðsins er 93 prósent. Það segir sig sjálft að lífeyrissparnaður þjóðarinnar þarf að vera í gjaldeyri til að eiga fyrir lífeyri og neyslu lífeyrisþega framtíðarinar. Þessi mynd er því ekki jákvæð. Neysla þjóðarinnar er að mestu í gjaldeyri, þ.e. innflutningi.Verðum að eiga fyrir neyslu „Þegar þú ferð á eftirlaun muntu þurfa að flytja inn vörur og þær kosta gjaldeyri. Þess vegna er mjög mikilvægt að hluta af þínum lífeyrissparnaði í dag sé fjárfest í erlendum eignum svo gjaldeyririnn sé til þegar þú ferð á eftirlaun. Ef það er ekki gert þá mun það hafa verulega slæm áhrif á bæði gjaldeyrismarkaðinn og hagkerfið í heild sinni þegar lífeyrissjóðirnir byrja að soga peninga úr hagkerfinu aftur til þess að borga út lífeyri og það er ekki til gjaldeyrir til að standa straum af þeirri neyslu sem þarf,“ segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Ásgeir vann sérstaka úttekt um málið fyrir Landssamtök lífeyrissjóða sem má nálgast hér neðst í fréttinni. Lífeyrissjóðirnir eru þjóðin og vegna hafta geta lífeyrissjóðirnir ekki gætt hagsmuna eiganda síns, þjóðarinnar, með réttum hætti ef þeir fá ekki að fjárfesta í erlendum eignum.Hættuleg umræða um lífeyrissjóði Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) sem er stærsti lífeyrissjóður landsins, segir þetta alvarlegt áhyggjuefni. „Ég held að þessi umræða sem maður stundum heyrir að lífeyrissjóðirnir verði síðastir í röðinni þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt sé mjög hættuleg og það verði að snúa henni við,“ segir Haukur.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent