Afríkusambandið styrkir íslenskt jarðhitaverkefni 26. maí 2014 08:10 Guðmundur Þóroddsson er forstjóri Reykjavik Geothermal. Íslenska fyrirtækið Reykjavik Geothermal og Afríkusambandið undirrita í dag samning um styrk til jarðhitaborana í Eþíópíu á alþjóðlegum fundi styrktaraðila jarðhitaþróunar í Austur Afríku sem haldinn verður í Reykjavík. Í tilkynningu segir að styrkurinn sé veittur úr Áhættudreifingarsjóði fyrir jarðhita í Austur-Afríku en honum er ætlað að styrkja boranir á jarðhitasvæðum í Austur Afríku. Sjóðurinn er undir stjórn Afríkusambandsins en hann er fjármagnaður af ráðuneyti þróunarmála í Þýskalandi og Innviðasjóði Evrópusambandsins fyrir Afríku í samvinnu við þýska þróunarbankann. Styrkurinn er veittur til borunar á tveimur jarðhitaholum og getur numið allt að 8 milljónum bandaríkjadala, eða um 900 milljónum íslenskra króna.Heildarfjárfesting nemur fjórum milljörðum dala „Íslenska fyrirtækið Reykjavik Geothermal (RG) hefur samið við ríkisstjórn Eþíópíu um þróun á 1.000 MWjarðhitaverkefni sem staðsett verður í eþíópíska sigdalnum (Main Ethiopian Rift). Áætlað er að verkefninu verði skipt í tvær 500 MW virkjanir sem hvor um sig verði þróuð í áföngum. Virkjanirnar nýta jarðhita frá þremur svæðum í sigdalnum, Corbetti, Tulu Moye og Abaya. Allt rafmagn verður selt til Ethiopian Electric Power(EEP), sem er ríkisorkufyrirtæki Eþíópíu. Áætlað er að árleg orkuframleiðsla fyrri virkjunarinnar (Corbetti) geti orðið um 4.000 GWh. Heildarfjárfesting fyrir virkjanirnar tvær verður um 4 milljarðar bandaríkjadala eða um 450 milljarðar íslenskra króna.Utanríkisráðuneytið hefur um áraraðir verið ötull stuðningsaðili jarðhitaþróunar í Austur Afríku og hefur náð góðum árangri í uppbyggingu jarðhitaþekkingar meðal þessara þjóða. Hinn alþjóðlegi fundur styrktaraðila jarðhitaþróunar í Austur Afríku er haldinn af Framkvæmdastjórn Afríkusambandsins og Þróunarsamvinnustofnun Íslands,“ segir í tilkynningunni. „Samningurinn verður undirritaður af Dr. ElhamMahmoud Ahmed Ibrahim, framkvæmdastjóra innviða og orkumála hjá Afríkusambandinu og Þorleifi Finnssyni, yfirmanni verkefnaþróunar hjá Reykjavik Geothermal,“ segir ennfremur. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Reykjavik Geothermal og Afríkusambandið undirrita í dag samning um styrk til jarðhitaborana í Eþíópíu á alþjóðlegum fundi styrktaraðila jarðhitaþróunar í Austur Afríku sem haldinn verður í Reykjavík. Í tilkynningu segir að styrkurinn sé veittur úr Áhættudreifingarsjóði fyrir jarðhita í Austur-Afríku en honum er ætlað að styrkja boranir á jarðhitasvæðum í Austur Afríku. Sjóðurinn er undir stjórn Afríkusambandsins en hann er fjármagnaður af ráðuneyti þróunarmála í Þýskalandi og Innviðasjóði Evrópusambandsins fyrir Afríku í samvinnu við þýska þróunarbankann. Styrkurinn er veittur til borunar á tveimur jarðhitaholum og getur numið allt að 8 milljónum bandaríkjadala, eða um 900 milljónum íslenskra króna.Heildarfjárfesting nemur fjórum milljörðum dala „Íslenska fyrirtækið Reykjavik Geothermal (RG) hefur samið við ríkisstjórn Eþíópíu um þróun á 1.000 MWjarðhitaverkefni sem staðsett verður í eþíópíska sigdalnum (Main Ethiopian Rift). Áætlað er að verkefninu verði skipt í tvær 500 MW virkjanir sem hvor um sig verði þróuð í áföngum. Virkjanirnar nýta jarðhita frá þremur svæðum í sigdalnum, Corbetti, Tulu Moye og Abaya. Allt rafmagn verður selt til Ethiopian Electric Power(EEP), sem er ríkisorkufyrirtæki Eþíópíu. Áætlað er að árleg orkuframleiðsla fyrri virkjunarinnar (Corbetti) geti orðið um 4.000 GWh. Heildarfjárfesting fyrir virkjanirnar tvær verður um 4 milljarðar bandaríkjadala eða um 450 milljarðar íslenskra króna.Utanríkisráðuneytið hefur um áraraðir verið ötull stuðningsaðili jarðhitaþróunar í Austur Afríku og hefur náð góðum árangri í uppbyggingu jarðhitaþekkingar meðal þessara þjóða. Hinn alþjóðlegi fundur styrktaraðila jarðhitaþróunar í Austur Afríku er haldinn af Framkvæmdastjórn Afríkusambandsins og Þróunarsamvinnustofnun Íslands,“ segir í tilkynningunni. „Samningurinn verður undirritaður af Dr. ElhamMahmoud Ahmed Ibrahim, framkvæmdastjóra innviða og orkumála hjá Afríkusambandinu og Þorleifi Finnssyni, yfirmanni verkefnaþróunar hjá Reykjavik Geothermal,“ segir ennfremur.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira