Bjarni Ben: ESB sýndi stífleika og sló fyrri tillögur um eftirlit út af borðinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. maí 2014 12:15 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Fjármálaráðherra segir að tillaga um nýtt fjármálaeftirlit á vettvangi EFTA-ríkjanna gæti leyst þann stjórnskipulega vanda sem fylgir bankaeftirliti Evrópusambandsins. Hann segir að Evrópusambandið hafi sýnt of mikinn stífleika á fyrri stigum málsins. EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga nú í viðræðum við Evrópusambandið um tillögu um nýtt EFTA-fjármálaeftirlit. Tilgangur þess væri að sinna yfirþjóðlegu fjármálaeftirliti sérstaks eðlis og kæmi í stað hins yfirþjóðlega fjármálaeftirlits á vettvangi European Banking Authority, EBA, eins og við greindum frá í gær. „Það hafa allnokkrar hugmyndir verið lagðar á borð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en þær hafa ekki orðið grunnur að lausn. Enn ein tillagan liggur hjá þeim núna og það er ríkur vilji hjá EFTA/EES-ríkjunum að finna ásættanlega lausn fyrir alla aðila. Mér hefur þótt sem Evrópusambandið hafi sýnt of mikinn stífleika í þessu máli,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Málið er risavaxið því það snýst um grundvallarspurningar um EES-samninginn og framtíð bankaeftirlits í Evrópusambandinu. Fjármálastarfsemi fellur undir innri markað ESB og því hefðu EFTA-ríkin þurft að innleiða tilskipun um hið sameiginlega fjármálaeftirlit ESB. Fréttablaðið greindi frá því í burðarfrétt á forsíðu í maí 2012 að tilskipun um þetta yfirþjóðlega valdframsal, sem fælist í tilskipun um yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit ESB, stæðist ekki íslensku stjórnarkrána. Nú er komin lausn á þessu á vettvangi EFTA-ríkjanna sem liggur á borði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Hér er verið að reyna að smíða lausn sem myndi með einhverjum hætti tengjast þeim vettvangi sem við höfum komið upp í samstarfi við aðra á EES-svæðinu. Meginatriðið í þessu er að við ætlum ekki að framselja vald til stofnunar sem Ísland á ekki aðild að (European Banking Authority innsk.blm),“ segir Bjarni. Sérstök nefnd í fjármálaráðuneytinu undir forystu Tómasar Brynjólfssonar fer nú með málið en Skúli Magnússon, héraðsdómari og fyrrverandi ritari EFTA-dómstólsins er í nefndinni. Fyrir liggja minnisblöð um að tillagan um þessa nýju stofnun, þ.e. sérstakt EES/EFTA-fjármálaeftirlit feli ekki í sér valdframsal af sambærilegu tagi og þeim völdum sem fjármálaeftirlit Evrópusambandsins hefði væri tilskipunin um það innleidd í íslenska löggjöf óbreytt. Tengdar fréttir Ísland ásamt öðrum EFTA-ríkjum í viðræðum um nýtt bankaeftirlit Tillaga er á borðinu um nýja stofnun á vettvangi EFTA-ríkjanna sem myndi sinna sameiginlegu fjármálaeftirliti á Íslandi, Noregi og Liechtenstein og koma í stað sameiginlegs Bankaeftirlits Evrópusambandsins. Er þetta meðal annars gert til að standast skilyrði íslensku stjórnarskrárinnar. Viðræður um málið standa yfir á milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. 28. maí 2014 22:48 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að tillaga um nýtt fjármálaeftirlit á vettvangi EFTA-ríkjanna gæti leyst þann stjórnskipulega vanda sem fylgir bankaeftirliti Evrópusambandsins. Hann segir að Evrópusambandið hafi sýnt of mikinn stífleika á fyrri stigum málsins. EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga nú í viðræðum við Evrópusambandið um tillögu um nýtt EFTA-fjármálaeftirlit. Tilgangur þess væri að sinna yfirþjóðlegu fjármálaeftirliti sérstaks eðlis og kæmi í stað hins yfirþjóðlega fjármálaeftirlits á vettvangi European Banking Authority, EBA, eins og við greindum frá í gær. „Það hafa allnokkrar hugmyndir verið lagðar á borð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en þær hafa ekki orðið grunnur að lausn. Enn ein tillagan liggur hjá þeim núna og það er ríkur vilji hjá EFTA/EES-ríkjunum að finna ásættanlega lausn fyrir alla aðila. Mér hefur þótt sem Evrópusambandið hafi sýnt of mikinn stífleika í þessu máli,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Málið er risavaxið því það snýst um grundvallarspurningar um EES-samninginn og framtíð bankaeftirlits í Evrópusambandinu. Fjármálastarfsemi fellur undir innri markað ESB og því hefðu EFTA-ríkin þurft að innleiða tilskipun um hið sameiginlega fjármálaeftirlit ESB. Fréttablaðið greindi frá því í burðarfrétt á forsíðu í maí 2012 að tilskipun um þetta yfirþjóðlega valdframsal, sem fælist í tilskipun um yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit ESB, stæðist ekki íslensku stjórnarkrána. Nú er komin lausn á þessu á vettvangi EFTA-ríkjanna sem liggur á borði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Hér er verið að reyna að smíða lausn sem myndi með einhverjum hætti tengjast þeim vettvangi sem við höfum komið upp í samstarfi við aðra á EES-svæðinu. Meginatriðið í þessu er að við ætlum ekki að framselja vald til stofnunar sem Ísland á ekki aðild að (European Banking Authority innsk.blm),“ segir Bjarni. Sérstök nefnd í fjármálaráðuneytinu undir forystu Tómasar Brynjólfssonar fer nú með málið en Skúli Magnússon, héraðsdómari og fyrrverandi ritari EFTA-dómstólsins er í nefndinni. Fyrir liggja minnisblöð um að tillagan um þessa nýju stofnun, þ.e. sérstakt EES/EFTA-fjármálaeftirlit feli ekki í sér valdframsal af sambærilegu tagi og þeim völdum sem fjármálaeftirlit Evrópusambandsins hefði væri tilskipunin um það innleidd í íslenska löggjöf óbreytt.
Tengdar fréttir Ísland ásamt öðrum EFTA-ríkjum í viðræðum um nýtt bankaeftirlit Tillaga er á borðinu um nýja stofnun á vettvangi EFTA-ríkjanna sem myndi sinna sameiginlegu fjármálaeftirliti á Íslandi, Noregi og Liechtenstein og koma í stað sameiginlegs Bankaeftirlits Evrópusambandsins. Er þetta meðal annars gert til að standast skilyrði íslensku stjórnarskrárinnar. Viðræður um málið standa yfir á milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. 28. maí 2014 22:48 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Ísland ásamt öðrum EFTA-ríkjum í viðræðum um nýtt bankaeftirlit Tillaga er á borðinu um nýja stofnun á vettvangi EFTA-ríkjanna sem myndi sinna sameiginlegu fjármálaeftirliti á Íslandi, Noregi og Liechtenstein og koma í stað sameiginlegs Bankaeftirlits Evrópusambandsins. Er þetta meðal annars gert til að standast skilyrði íslensku stjórnarskrárinnar. Viðræður um málið standa yfir á milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. 28. maí 2014 22:48