Varúð! Njósnarar Rússa á ferðinni Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2014 08:45 Frá gasstöðinni Mjallhvít á Mjólkurey við Hammerfest. Norski olíu- og gasiðnaðurinn er talinn skotmark njósnara enda hefur honum verið líkt við geimvísindi vegna þeirrar miklu hátækni sem þar er nýtt. Statoil/Öyvind Hagen. Norska öryggislögreglan hefur varað við rússneskum njósnurum vegna breytts ástands heimsmála í ljósi atburðanna í Úkraínu. Jafnframt eru Norðmenn sérstaklega hvattir til að vera á varðbergi gagnvart njósnum í olíugeiranum, - og ekki bara af hálfu Rússa. Þetta kemur fram í viðtölum norskra fjölmiðla við yfirmann öryggisþjónustu ríkislögreglu Noregs, Benedicte Bjørnland, bæði í TV-2 og við NTB-fréttastofuna. Svipuðum varnaðarorðum var síðast komið á framfæri í Noregi árið 2008. Þáverandi yfirmaður öryggislögreglunnar setti njósnastarfsemi Rússa þá í samhengi við aukinn áhuga á Norðurslóðum. Rússneska sendiráðið vísaði þeim þá á bug sem tilhæfulausum og kallaði ásakanirnar „enduróm frá dögum kalda stríðsins“. „Rússnesk leyniþjónusta hefur þörf fyrir upplýsingar vegna stöðunnar í Úkraínu. Olíu- og gasiðnaðurinn okkar þykir sérstaklega áhugaverður,“ segir Benedicte Bjørnland. Hún segir önnur ríki einnig hafa áhuga á upplýsingum um norska olíugeirann, án þess þó að nefna nöfn. „Við erum stórir birgjar af olíu og gasi. Það er áhugavert fyrir önnur ríki að vita hverskonar getu við höfum.“ Hún segir að menn þurfi ekki að vera háttsettir í stjórnmálum eða atvinnulífinu til að njósnarar reyni að nálgast þá í leit að upplýsingum. Njósnarar leggi áherslu á olíu- og gasiðnaðinn en starfsmenn tæknifyrirtækja, rannsóknarstofnana og stjórnsýslu geti einnig verið áhugaverðir, segir Bjørnland. Hún hvetur til varúðar um hvaða efni er sent í tölvupósti eða talað um í síma. Á ferðalögum verði að gæta vel að snjallsímum og fartölvum og farga notuðum minniskubbum. Hún segir starfsmenn erlendra njósnastofnana oft starfa undir því yfirskini að vera diplómatar eða blaðamenn en þeir geti einnig komist yfir viðkvæmar upplýsingar með því að tengjast inn á tölvukerfi. „Við höfum í mörg ár fundið fyrir stöðugum og miklum þrýstingi til að afla upplýsinga með njósnum. Þannig er myndin enn, þótt áherslurnar hafi breyst“ segir Benedicte og minnir á að njósnir geti skaðað fyrirtæki alvarlega sem og norska hagsmuni verulega, eins og í samningaviðræðum. Það tjón geti komið fram mörgum árum síðar. Tengdar fréttir Norska ríkið fær stærri Drekaleyfi en Jan Mayen-samningurinn bauð Þátttaka norskra stjórnvalda í olíuleit á Drekasvæðinu stefnir í að verða mun umfangsmeiri en búast mátti við samkvæmt Jan Mayen-samningnum. 25. nóvember 2013 18:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Norska öryggislögreglan hefur varað við rússneskum njósnurum vegna breytts ástands heimsmála í ljósi atburðanna í Úkraínu. Jafnframt eru Norðmenn sérstaklega hvattir til að vera á varðbergi gagnvart njósnum í olíugeiranum, - og ekki bara af hálfu Rússa. Þetta kemur fram í viðtölum norskra fjölmiðla við yfirmann öryggisþjónustu ríkislögreglu Noregs, Benedicte Bjørnland, bæði í TV-2 og við NTB-fréttastofuna. Svipuðum varnaðarorðum var síðast komið á framfæri í Noregi árið 2008. Þáverandi yfirmaður öryggislögreglunnar setti njósnastarfsemi Rússa þá í samhengi við aukinn áhuga á Norðurslóðum. Rússneska sendiráðið vísaði þeim þá á bug sem tilhæfulausum og kallaði ásakanirnar „enduróm frá dögum kalda stríðsins“. „Rússnesk leyniþjónusta hefur þörf fyrir upplýsingar vegna stöðunnar í Úkraínu. Olíu- og gasiðnaðurinn okkar þykir sérstaklega áhugaverður,“ segir Benedicte Bjørnland. Hún segir önnur ríki einnig hafa áhuga á upplýsingum um norska olíugeirann, án þess þó að nefna nöfn. „Við erum stórir birgjar af olíu og gasi. Það er áhugavert fyrir önnur ríki að vita hverskonar getu við höfum.“ Hún segir að menn þurfi ekki að vera háttsettir í stjórnmálum eða atvinnulífinu til að njósnarar reyni að nálgast þá í leit að upplýsingum. Njósnarar leggi áherslu á olíu- og gasiðnaðinn en starfsmenn tæknifyrirtækja, rannsóknarstofnana og stjórnsýslu geti einnig verið áhugaverðir, segir Bjørnland. Hún hvetur til varúðar um hvaða efni er sent í tölvupósti eða talað um í síma. Á ferðalögum verði að gæta vel að snjallsímum og fartölvum og farga notuðum minniskubbum. Hún segir starfsmenn erlendra njósnastofnana oft starfa undir því yfirskini að vera diplómatar eða blaðamenn en þeir geti einnig komist yfir viðkvæmar upplýsingar með því að tengjast inn á tölvukerfi. „Við höfum í mörg ár fundið fyrir stöðugum og miklum þrýstingi til að afla upplýsinga með njósnum. Þannig er myndin enn, þótt áherslurnar hafi breyst“ segir Benedicte og minnir á að njósnir geti skaðað fyrirtæki alvarlega sem og norska hagsmuni verulega, eins og í samningaviðræðum. Það tjón geti komið fram mörgum árum síðar.
Tengdar fréttir Norska ríkið fær stærri Drekaleyfi en Jan Mayen-samningurinn bauð Þátttaka norskra stjórnvalda í olíuleit á Drekasvæðinu stefnir í að verða mun umfangsmeiri en búast mátti við samkvæmt Jan Mayen-samningnum. 25. nóvember 2013 18:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Norska ríkið fær stærri Drekaleyfi en Jan Mayen-samningurinn bauð Þátttaka norskra stjórnvalda í olíuleit á Drekasvæðinu stefnir í að verða mun umfangsmeiri en búast mátti við samkvæmt Jan Mayen-samningnum. 25. nóvember 2013 18:45
Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45