Skema greiddi milljón fyrir að færa 76 dali úr landi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. maí 2014 13:15 Brynhildur segir langt og dýrt undanþáguferli frá gjaldeyrishöftum geta verið spurning um líf eða dauða sprotafyrirtækja. „Undanþáguferli sem tekur átta mánuði og kostnar sprotafyrirtæki um milljón íslenskra króna getur einfaldlega verið spurning um líf eða dauða [sprota]fyrirtækja og þá verðmætasköpun sem á sér þar stað,“ skrifar Brynhildur S. Björnsdóttir framkvæmdastjóri og varaþingmaður Bjartrar framtíðar í Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál í dag. Hún segir að vegna gjaldeyrishaftanna megi íslensk fyrirtæki ekki stofna móður/dótturfélög erlendis, kaupa/selja hlutafé eða hugverkarétt nema með leyfi Seðlabankans. Þótt leyfið fáist yfirleitt ríki mikil óvissa um hve langan tíma það tekur, auk þess sem það er alltaf háð erfiðum skilyrðum.„Umsóknarferli Seðlabankans gerir engan greinarmun á umsóknum út frá eðli eða stærð fyrirtækja – hvað þá um hvers konar upphæðir er að ræða. Þar að auki er ferlið allt of tímafrekt og kostnaðarsamt, bæði fyrir fyrirtækin og þjóðarbúið. Seðlabankinn gefur sér að lágmarki átta vikur í undanþáguferlið en mörg dæmi spanna nokkra mánuði,“ skrifar Brynhildur.Clara greiddi 750 þúsund fyrir einn BandaríkjadalBrynhildur segir frá því að sportafyrirtækið Clara hafi þurft marga mánuði til að fá undanþágu frá gjadleyrishöftunum til að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum, lögfræðikostnaðurinn við að millifæra einn dal út var 750 þúsund krónur. Þá tekur hún dæmi af Skema, eins athyglisverðasta sprotafyrirtækis heims að mati Forbes, sem sótti um undanþágu til að stofna móðurfélag í Bandaríkjunum og flytja 75,6 dali úr landi. Undanþáguferlið tók átta mánuði og kostaði félagið um 1 milljón í lögfræðikostnað, fyrir utan annan kostnað sem hlaust af þessum töfum. „Það sem Seðlabankann vantar sárlega er að geta fangað og skilgreint eðli umsókna sprotafyrirtækja þannig að þau falli ekki undir sama ramma og stærri fyrirtæki, sem hafa allt aðrar þarfir en sprotafyrirtæki á sínum fyrstu metrum í verðmætasköpun og hafa brýna þörf fyrir að afla erlendra fjárfesta til að geta stuðlað að alþjóðlegum vexti,“ segir Brynhildur að lokum. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Undanþáguferli sem tekur átta mánuði og kostnar sprotafyrirtæki um milljón íslenskra króna getur einfaldlega verið spurning um líf eða dauða [sprota]fyrirtækja og þá verðmætasköpun sem á sér þar stað,“ skrifar Brynhildur S. Björnsdóttir framkvæmdastjóri og varaþingmaður Bjartrar framtíðar í Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál í dag. Hún segir að vegna gjaldeyrishaftanna megi íslensk fyrirtæki ekki stofna móður/dótturfélög erlendis, kaupa/selja hlutafé eða hugverkarétt nema með leyfi Seðlabankans. Þótt leyfið fáist yfirleitt ríki mikil óvissa um hve langan tíma það tekur, auk þess sem það er alltaf háð erfiðum skilyrðum.„Umsóknarferli Seðlabankans gerir engan greinarmun á umsóknum út frá eðli eða stærð fyrirtækja – hvað þá um hvers konar upphæðir er að ræða. Þar að auki er ferlið allt of tímafrekt og kostnaðarsamt, bæði fyrir fyrirtækin og þjóðarbúið. Seðlabankinn gefur sér að lágmarki átta vikur í undanþáguferlið en mörg dæmi spanna nokkra mánuði,“ skrifar Brynhildur.Clara greiddi 750 þúsund fyrir einn BandaríkjadalBrynhildur segir frá því að sportafyrirtækið Clara hafi þurft marga mánuði til að fá undanþágu frá gjadleyrishöftunum til að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum, lögfræðikostnaðurinn við að millifæra einn dal út var 750 þúsund krónur. Þá tekur hún dæmi af Skema, eins athyglisverðasta sprotafyrirtækis heims að mati Forbes, sem sótti um undanþágu til að stofna móðurfélag í Bandaríkjunum og flytja 75,6 dali úr landi. Undanþáguferlið tók átta mánuði og kostaði félagið um 1 milljón í lögfræðikostnað, fyrir utan annan kostnað sem hlaust af þessum töfum. „Það sem Seðlabankann vantar sárlega er að geta fangað og skilgreint eðli umsókna sprotafyrirtækja þannig að þau falli ekki undir sama ramma og stærri fyrirtæki, sem hafa allt aðrar þarfir en sprotafyrirtæki á sínum fyrstu metrum í verðmætasköpun og hafa brýna þörf fyrir að afla erlendra fjárfesta til að geta stuðlað að alþjóðlegum vexti,“ segir Brynhildur að lokum.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira