Körfubolti

Ingi Þór valinn besti þjálfarinn á afmælisdaginn sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari kvennaliðs Snæfells.
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari kvennaliðs Snæfells. Vísir/Andri Marinó
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari kvennaliðs Snæfells, var í kvöld valinn besti þjálfari Dominos-deildar kvenna í körfubolta á tímabilinu en hann stýrði Snæfellsliðinu til síns fyrsta Íslandsmeistaratitils í vetur.

Ingi Þór fékk því góða afmælisgjöf á lokahófi KKÍ í kvöld en hann fagnaði 42 ára afmæli sínu í dag 9. maí.

Ingi Þór hefur nú verið valinn besti þjálfarinn í bæði karla- og kvennadeildinni en hann var kosinn besti þjálfari úrvalsdeildar karla veturinn 2009-2010 þegar karlalið Snæfells vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil undir hans stjórn.

Þetta var annars mjög gott kvöld fyrir kvennalið Snæfells sem fékk öll helstu verðlaun kvöldsins auk þess að eiga þrjá af fimm leikmönnum í liði ársins. Það má sjá öll verðlaun kvöldsins í fréttinni hér fyrir neðan.

Þjálfarar sem hafa verið kosnir bestir í karla og kvennaflokki:

Ingi Þór Steindórsson

Besti þjálfari í úrvalsdeild karla 2009-2010 (Snæfell)

Besti þjálfari í úrvalsdeild kvenna 2013-2014 (Snæfell)

Sigurður Ingimundarson

Besti þjálfari í úrvalsdeild karla 2007-2008 (Keflavík)

Besti þjálfari í úrvalsdeild kvenna 2012-2013 (Keflavík)

Sverrir Þór Sverrisson

Besti þjálfari í úrvalsdeild karla 2012-2013 (Grindavík)

Besti þjálfari í úrvalsdeild kvenna 2011-2012 (Njarðvík)

Benedikt Guðmundsson

Besti þjálfari í úrvalsdeild karla 2004-2005 (Fjölnir), 2008-2009 (KR)

Besti þjálfari í úrvalsdeild kvenna 2009-2010 (KR)

Einar Árni Jóhannsson

Besti þjálfari í úrvalsdeild karla 2006-2007 (Njarðvík)

Besti þjálfari í úrvalsdeild kvenna 2002-2003 (Njarðvík)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×