Öllum á Bravó og Miklagarði sagt upp Jakob Bjarnar skrifar 30. apríl 2014 14:01 Öllum starfsmönnum nýs fjölmiðlafyrirtækis hefur verið sagt upp. Konunglega kvikmyndafélagið, sem rekur fjölmiðlana Bravó og Miklagarð, leitar nú að nýju hlutafé til að styrkja rekstur félagsins. Af þeim sökum hefur öllu starfsfólki Konunglega kvikmyndafélagsins verið sagt upp störfum og voru starfsfólki kynntar þessar aðgerðir á starfsmannafundi sem fram fór fyrr í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölmiðlafyrirtækið sendi frá sér nú rétt í þessu en til þessara fjölmiðla var stofnað 3. mars á þessu ár eða fyrir tveimur mánuðum. Um er að ræða 11 fastráðna starfsmenn, þeirra á meðal fjármálastjóra og framkvæmdastjóra félagsins. Þá hefur verið sagt upp öllum verktakasamningum. Í tilkynningunni kemur fram að vonir standi til að með öflun nýs hlutafjár verði unnt að ráða alla aftur.Pétur Jóhann Sigfússon hefur verið með spjallþátt.Vísir/AntonÞrátt fyrir þetta er engan bilbug að finna á Sigmari Vilhjálmssyni, stofnanda Konunglega kvikmyndafélagsins, sem segist bjartsýnn á framhaldið. Uppsagnirnar voru sársaukafullar en því miður nauðsynlegar til að liðka fyrir endurskipulagningu á rekstri félagsins.Tilkynningin í heild sinniKonunglega kvikmyndafélagið segir upp 11 fastráðnum starfsmönnum, þar á meðal fjármálastjóra og framkvæmdastjóra félagsins, sem og verktökum sem sinnt hafa störfum fyrir félagið. Vonir standa til að með öflun nýs hlutafjár verði hægt að ráða þá alla aftur. Gert er ráð fyrir óbreyttri dagskrá áfram og áhorfendur munu ekki finna fyrir þessum aðgerðum að svo komnu máli.Endurskipulagning nauðsynleg vegna mikils kostnaðar Konunglega kvikmyndafélagið hefur unnið að undirbúningi Bravó og Miklagarðs í tæpt ár og fóru miðlarnir í loftið í byrjun marsmánaðar. Kostnaður við uppsetningu reyndist meiri en áætlað var auk þess sem frestun á opnun stöðvanna setti strik í reikninginn. Miklagarði og Bravó hefur verið vel tekið af áhorfendum og auglýsendum og eru mörg jákvæð teikn í rekstrinum. Vefur Bravó er þegar orðinn einn mest sótti vefur landsins. Nýtt app verður kynnt til sögunnar á næstu dögum og verður mikilvæg dreifileið fyrir efni þessara stöðva. Áætlanir stjórnenda gera ráð fyrir frekari sókn í kjölfarið á væntanlegri innkomu nýs hlutafjár.Edda Hermannsdóttir er með þátt á Miklagarði.Vísir/Anton Sigmar Vilhjálmsson, stofnandi Konunglega kvikmyndafélagsins: „Sem kunnugt er þá er stofnun fjölmiðla afar kostnaðarsamt verkefni. Stofnkostnaðurinn reyndist töluvert hærri en við gerðum ráð fyrir. Við reiknuðum með því að fara í hlutafjáraukningu á þessu ári en áttum ekki von á því að þurfa að fara í hana svo snemma. Hins vegar erum við full bjartsýni um að það takist að fá nýja hluthafa að félaginu. Flestir núverandi hluthafar hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt í komandi hlutafjáraukningu en það er ljóst að við erum með henni að leitast við að tryggja fjárhagslegan grunn félagsins til framtíðar. Það eru mjög spennandi tímar framundan á fjölmiðlamarkaði og við höfum fullan hug á því að verða virkir þátttakendur í þeim breytingum. Við höfum fjárfest í öllum þeim tæknibúnaði sem þarf til að reka nútíma sjónvarpsstöðvar sem ná til áhorfenda óháð áhorfstækjum eða tíma. Framtíðarsýn okkar á þessa miðla er mjög skýr og við trúum því að þeir eigi fullt erindi. Báðar stöðvarnar eru afar tæknilega fullkomnar og hefur útsending þeirra gengið snurðulaust frá því að þær fóru í loftið. Uppsagnir eru alltaf sársaukafullar en þær eru því miður nauðsynlegar til að liðka fyrir endurskipulagningu á rekstri félagsins, þeir hafi unnið ötult og óeigingjarnt starf undanfarna mánuð, fyrir það erum við gríðarlega þakklátir. Með öflun nýs hlutafjár eigum við þess vonandi kost að ráða allt þetta hæfileikaríka fólk aftur. Við erum bjartsýnir á framhaldið.“ Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Konunglega kvikmyndafélagið, sem rekur fjölmiðlana Bravó og Miklagarð, leitar nú að nýju hlutafé til að styrkja rekstur félagsins. Af þeim sökum hefur öllu starfsfólki Konunglega kvikmyndafélagsins verið sagt upp störfum og voru starfsfólki kynntar þessar aðgerðir á starfsmannafundi sem fram fór fyrr í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölmiðlafyrirtækið sendi frá sér nú rétt í þessu en til þessara fjölmiðla var stofnað 3. mars á þessu ár eða fyrir tveimur mánuðum. Um er að ræða 11 fastráðna starfsmenn, þeirra á meðal fjármálastjóra og framkvæmdastjóra félagsins. Þá hefur verið sagt upp öllum verktakasamningum. Í tilkynningunni kemur fram að vonir standi til að með öflun nýs hlutafjár verði unnt að ráða alla aftur.Pétur Jóhann Sigfússon hefur verið með spjallþátt.Vísir/AntonÞrátt fyrir þetta er engan bilbug að finna á Sigmari Vilhjálmssyni, stofnanda Konunglega kvikmyndafélagsins, sem segist bjartsýnn á framhaldið. Uppsagnirnar voru sársaukafullar en því miður nauðsynlegar til að liðka fyrir endurskipulagningu á rekstri félagsins.Tilkynningin í heild sinniKonunglega kvikmyndafélagið segir upp 11 fastráðnum starfsmönnum, þar á meðal fjármálastjóra og framkvæmdastjóra félagsins, sem og verktökum sem sinnt hafa störfum fyrir félagið. Vonir standa til að með öflun nýs hlutafjár verði hægt að ráða þá alla aftur. Gert er ráð fyrir óbreyttri dagskrá áfram og áhorfendur munu ekki finna fyrir þessum aðgerðum að svo komnu máli.Endurskipulagning nauðsynleg vegna mikils kostnaðar Konunglega kvikmyndafélagið hefur unnið að undirbúningi Bravó og Miklagarðs í tæpt ár og fóru miðlarnir í loftið í byrjun marsmánaðar. Kostnaður við uppsetningu reyndist meiri en áætlað var auk þess sem frestun á opnun stöðvanna setti strik í reikninginn. Miklagarði og Bravó hefur verið vel tekið af áhorfendum og auglýsendum og eru mörg jákvæð teikn í rekstrinum. Vefur Bravó er þegar orðinn einn mest sótti vefur landsins. Nýtt app verður kynnt til sögunnar á næstu dögum og verður mikilvæg dreifileið fyrir efni þessara stöðva. Áætlanir stjórnenda gera ráð fyrir frekari sókn í kjölfarið á væntanlegri innkomu nýs hlutafjár.Edda Hermannsdóttir er með þátt á Miklagarði.Vísir/Anton Sigmar Vilhjálmsson, stofnandi Konunglega kvikmyndafélagsins: „Sem kunnugt er þá er stofnun fjölmiðla afar kostnaðarsamt verkefni. Stofnkostnaðurinn reyndist töluvert hærri en við gerðum ráð fyrir. Við reiknuðum með því að fara í hlutafjáraukningu á þessu ári en áttum ekki von á því að þurfa að fara í hana svo snemma. Hins vegar erum við full bjartsýni um að það takist að fá nýja hluthafa að félaginu. Flestir núverandi hluthafar hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt í komandi hlutafjáraukningu en það er ljóst að við erum með henni að leitast við að tryggja fjárhagslegan grunn félagsins til framtíðar. Það eru mjög spennandi tímar framundan á fjölmiðlamarkaði og við höfum fullan hug á því að verða virkir þátttakendur í þeim breytingum. Við höfum fjárfest í öllum þeim tæknibúnaði sem þarf til að reka nútíma sjónvarpsstöðvar sem ná til áhorfenda óháð áhorfstækjum eða tíma. Framtíðarsýn okkar á þessa miðla er mjög skýr og við trúum því að þeir eigi fullt erindi. Báðar stöðvarnar eru afar tæknilega fullkomnar og hefur útsending þeirra gengið snurðulaust frá því að þær fóru í loftið. Uppsagnir eru alltaf sársaukafullar en þær eru því miður nauðsynlegar til að liðka fyrir endurskipulagningu á rekstri félagsins, þeir hafi unnið ötult og óeigingjarnt starf undanfarna mánuð, fyrir það erum við gríðarlega þakklátir. Með öflun nýs hlutafjár eigum við þess vonandi kost að ráða allt þetta hæfileikaríka fólk aftur. Við erum bjartsýnir á framhaldið.“
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf