Marel sagði upp 75 starfsmönnum Stefán Árni Pálsson skrifar 29. apríl 2014 16:40 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. visir/anton Marel hefur birt uppgjör fyrir fyrsta fjórðung ársins 2014 en þar kemur fram að tekjur fyrirtækisins á tímabilinu námu 154,8 milljónum evra. EBITDA, leiðrétt fyrir kostnaði vegna hagræðingaraðgerða var 11,6 milljónir evra, sem er 7,5% af tekjum. EBITDA var 8,1 milljón evra sem er 5,2% af tekjum. Fram kemur í uppgjörinu að fyrirtækið hafi sagt upp 75 starfsmönnum á tímabilinu, þar af 25 yfirmönnum. Tap fyrsta ársfjórðungs 2014 nam 1,9 milljónum evra samanborið við 5,7 milljóna evra hagnað á fyrsta ársfjórðungi 2013. Hagnaður á hlut var neikvæður um 0,25 evru sent. Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 19,4 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi 2014. Nettó vaxtaberandi skuldir í lok fjórðungsins námu 208,4 milljónum evra. Sala á stöðluðum lausnum og tækjum jókst á milli ára á meðan markaður fyrir stærri verkefni hefur enn ekki tekið við sér. Rekstrarhagnaður á starfsemi Marel í kjúklingaiðnaði var lægri en venjulega á fyrsta ársfjórðungi sem rekja má til óhagræðis í framleiðslu og verkefna sem voru tekin við erfiðar markaðsaðstæður á síðasta ári. Fram kemur í tilkynningu frá Marel að búast megi við því að kjúklingaiðnaðurinn muni skila bættri arðsemi í öðrum ársfjórðungi byggt á stöðu pantanabókar. Afkoma fyrsta ársfjórðungs er einnig lituð af áhrifum nokkurra einskiptisliða sem samtals nema um 2,4 milljónum evra. Sá kostnaður eru ekki liður í hagræðingaráætluninni og er þar af leiðandi ekki bókaður sem einskiptiskostnaður. „Tekjur Marel á fyrsta ársfjórðungi námu 155 milljónum evra og leiðréttur rekstrarhagnaður nam 4,6 milljónum evra sem er ekki í samræmi við getu félagsins. Áætlun okkar um skýrari rekstraráherslur (e. Simpler, smarter and faster) var hleypt af stokkunum í upphafi árs og gengur samkvæmt áætlun,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. „Á fyrsta ársfjórðungi höfum við náð þeim áfanga að draga úr árlegum kostnaði sem nemur 3,6 milljónum evra. Við tökum ákveðin skref í þá átt að samþætta einingar og hámarka framleiðslukerfið með það að leiðarljósi að gera fyrirtækið skilvirkara. Stefna Marel er skýr og markaðsstaðan sterk en við þurfum að aðlaga reksturinn betur að stefnu félagsins til að ná arðsemi í samræmi við samkeppnisstöðu.“ Í kjúklingaiðnaði kynnti Marel til leiks tvær vel heppnaðar lausnir, Robobatcher og SensorX SmartSort. „Á sama tíma erum við spennt fyrir FleXicut sem búast má við að valdi straumhvörfum í hvítfiskvinnslu. Eins og við sögðum í upphafi árs teljum við að rekstrarhagnaður muni aukast þegar líður á árið. Til skemmri tíma litið eru miklir möguleikar fyrir Marel í Bandaríkjunum og í S-Ameríku þar sem þörf framleiðenda er að aukast eftir endurnýjun og stækkun. Marel er í góðri stöðu til að grípa þau tækifæri. Í Evrópu eru markaðsaðstæður hinsvegar litaðar af vaxandi spennu í Úkraínu. Á nýmörkuðum byrjar árið með miklum sveiflum á fjármálamörkuðum en langtímahorfur fyrir okkar iðnað eru góðar“. Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Marel hefur birt uppgjör fyrir fyrsta fjórðung ársins 2014 en þar kemur fram að tekjur fyrirtækisins á tímabilinu námu 154,8 milljónum evra. EBITDA, leiðrétt fyrir kostnaði vegna hagræðingaraðgerða var 11,6 milljónir evra, sem er 7,5% af tekjum. EBITDA var 8,1 milljón evra sem er 5,2% af tekjum. Fram kemur í uppgjörinu að fyrirtækið hafi sagt upp 75 starfsmönnum á tímabilinu, þar af 25 yfirmönnum. Tap fyrsta ársfjórðungs 2014 nam 1,9 milljónum evra samanborið við 5,7 milljóna evra hagnað á fyrsta ársfjórðungi 2013. Hagnaður á hlut var neikvæður um 0,25 evru sent. Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 19,4 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi 2014. Nettó vaxtaberandi skuldir í lok fjórðungsins námu 208,4 milljónum evra. Sala á stöðluðum lausnum og tækjum jókst á milli ára á meðan markaður fyrir stærri verkefni hefur enn ekki tekið við sér. Rekstrarhagnaður á starfsemi Marel í kjúklingaiðnaði var lægri en venjulega á fyrsta ársfjórðungi sem rekja má til óhagræðis í framleiðslu og verkefna sem voru tekin við erfiðar markaðsaðstæður á síðasta ári. Fram kemur í tilkynningu frá Marel að búast megi við því að kjúklingaiðnaðurinn muni skila bættri arðsemi í öðrum ársfjórðungi byggt á stöðu pantanabókar. Afkoma fyrsta ársfjórðungs er einnig lituð af áhrifum nokkurra einskiptisliða sem samtals nema um 2,4 milljónum evra. Sá kostnaður eru ekki liður í hagræðingaráætluninni og er þar af leiðandi ekki bókaður sem einskiptiskostnaður. „Tekjur Marel á fyrsta ársfjórðungi námu 155 milljónum evra og leiðréttur rekstrarhagnaður nam 4,6 milljónum evra sem er ekki í samræmi við getu félagsins. Áætlun okkar um skýrari rekstraráherslur (e. Simpler, smarter and faster) var hleypt af stokkunum í upphafi árs og gengur samkvæmt áætlun,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. „Á fyrsta ársfjórðungi höfum við náð þeim áfanga að draga úr árlegum kostnaði sem nemur 3,6 milljónum evra. Við tökum ákveðin skref í þá átt að samþætta einingar og hámarka framleiðslukerfið með það að leiðarljósi að gera fyrirtækið skilvirkara. Stefna Marel er skýr og markaðsstaðan sterk en við þurfum að aðlaga reksturinn betur að stefnu félagsins til að ná arðsemi í samræmi við samkeppnisstöðu.“ Í kjúklingaiðnaði kynnti Marel til leiks tvær vel heppnaðar lausnir, Robobatcher og SensorX SmartSort. „Á sama tíma erum við spennt fyrir FleXicut sem búast má við að valdi straumhvörfum í hvítfiskvinnslu. Eins og við sögðum í upphafi árs teljum við að rekstrarhagnaður muni aukast þegar líður á árið. Til skemmri tíma litið eru miklir möguleikar fyrir Marel í Bandaríkjunum og í S-Ameríku þar sem þörf framleiðenda er að aukast eftir endurnýjun og stækkun. Marel er í góðri stöðu til að grípa þau tækifæri. Í Evrópu eru markaðsaðstæður hinsvegar litaðar af vaxandi spennu í Úkraínu. Á nýmörkuðum byrjar árið með miklum sveiflum á fjármálamörkuðum en langtímahorfur fyrir okkar iðnað eru góðar“.
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun