Hlakkar til að hreinsa vessa úr þjóðarbúinu Haraldur Guðmundsson skrifar 10. apríl 2014 08:32 Már og Sigríður sögðu margt benda til þess að áhætta í fjármálakerfinu hefði minnkað frá síðasta vori. Vísir/Stefán „Við erum farin að hlakka alveg gífurlega til að hreinsa alla þessa vessa út úr þjóðarbúinu sem eru aflandskrónurnar og bú föllnu bankanna,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri þegar fyrra hefti ritsins Fjármálastöðugleiki var kynnt í Seðlabankanum í gær. Þar kom fram að viðskiptaafgangur landsins mun á næstu árum ekki duga til að standa undir afborgunum erlendra lána. Því verður ekki hægt að skapa nægan gjaldeyri til að kröfuhafar og aflandskrónueigendur geti leyst út krónueignir sínar. Áframhaldandi óvissa er því um framhald slitameðferða búa föllnu bankanna sem tefur losun gjaldeyrishafta. Eignir slitabúa föllnu bankanna eru nú metnar á 2.552 milljarða króna, eða um 143 prósent af landsframleiðslu. Þar af eru innlendar krónueignir um 497 milljarðar. Innlendar eignir, skráðar í krónum og í erlendum gjaldmiðlum, eru samtals tæp 38% af heildareignum búanna en hlutfall innlendra krafna er aðeins 5,7%. Erlendir kröfuhafar munu því við slit búanna, að öðru óbreyttu, eignast innlendar eignir að verðmæti tæplega hálfrar landsframleiðslu. Sú staða mun hafa neikvæð áhrif á erlenda stöðu og greiðslujöfnuð þjóðarbúsins. „Á árunum 2015-2017 fer greiðslubyrðin um og yfir 5,5% af vergri landsframleiðslu en afborganir af skuldabréfum milli Landsbankans og LBI [Landsbanka Íslands] vega hér þyngst. Til samanburðar var undirliggjandi viðskiptajöfnuður ársins 2013 4,6% af landsframleiðslu,“ sagði Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, á fundinum í gær. Sigríður tók fram að greiðslubyrði vegna afborgana af erlendum lánum yrði á næstu árum nokkuð minni en hún var á árunum 2011 til 2013. Innlendir aðilar, aðrir en ríkissjóður og Seðlabankinn, hafa samtals greitt niður erlend lán fyrir rúma 505 milljarða króna á síðastliðnum fimm árum. „Undirliggjandi viðskiptajöfnuður var á sama tíma 380 milljarðar króna og því spyrja sumir hvaðan kom restin. Við gerðum varlegt mat á því og mismunurinn skýrist af erlendri eignasölu og gjaldeyrisinnflæði vegna fjárfestinga og þar með taldir eru 80 milljarðar króna vegna gjaldeyrisútboða Seðlabankans,“ sagði Sigríður. Hún sagði einnig að skammtíma krónueignir erlendra aðila, aflandskrónurnar, hefðu lækkað um 56 milljarða króna á síðasta ári. Þær eru nú 18% af vergri landsframleiðslu. „Útboðin eru því að ganga vel í að leysa þennan vanda, reyndar hægt og örugglega,“ sagði Sigríður. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Við erum farin að hlakka alveg gífurlega til að hreinsa alla þessa vessa út úr þjóðarbúinu sem eru aflandskrónurnar og bú föllnu bankanna,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri þegar fyrra hefti ritsins Fjármálastöðugleiki var kynnt í Seðlabankanum í gær. Þar kom fram að viðskiptaafgangur landsins mun á næstu árum ekki duga til að standa undir afborgunum erlendra lána. Því verður ekki hægt að skapa nægan gjaldeyri til að kröfuhafar og aflandskrónueigendur geti leyst út krónueignir sínar. Áframhaldandi óvissa er því um framhald slitameðferða búa föllnu bankanna sem tefur losun gjaldeyrishafta. Eignir slitabúa föllnu bankanna eru nú metnar á 2.552 milljarða króna, eða um 143 prósent af landsframleiðslu. Þar af eru innlendar krónueignir um 497 milljarðar. Innlendar eignir, skráðar í krónum og í erlendum gjaldmiðlum, eru samtals tæp 38% af heildareignum búanna en hlutfall innlendra krafna er aðeins 5,7%. Erlendir kröfuhafar munu því við slit búanna, að öðru óbreyttu, eignast innlendar eignir að verðmæti tæplega hálfrar landsframleiðslu. Sú staða mun hafa neikvæð áhrif á erlenda stöðu og greiðslujöfnuð þjóðarbúsins. „Á árunum 2015-2017 fer greiðslubyrðin um og yfir 5,5% af vergri landsframleiðslu en afborganir af skuldabréfum milli Landsbankans og LBI [Landsbanka Íslands] vega hér þyngst. Til samanburðar var undirliggjandi viðskiptajöfnuður ársins 2013 4,6% af landsframleiðslu,“ sagði Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, á fundinum í gær. Sigríður tók fram að greiðslubyrði vegna afborgana af erlendum lánum yrði á næstu árum nokkuð minni en hún var á árunum 2011 til 2013. Innlendir aðilar, aðrir en ríkissjóður og Seðlabankinn, hafa samtals greitt niður erlend lán fyrir rúma 505 milljarða króna á síðastliðnum fimm árum. „Undirliggjandi viðskiptajöfnuður var á sama tíma 380 milljarðar króna og því spyrja sumir hvaðan kom restin. Við gerðum varlegt mat á því og mismunurinn skýrist af erlendri eignasölu og gjaldeyrisinnflæði vegna fjárfestinga og þar með taldir eru 80 milljarðar króna vegna gjaldeyrisútboða Seðlabankans,“ sagði Sigríður. Hún sagði einnig að skammtíma krónueignir erlendra aðila, aflandskrónurnar, hefðu lækkað um 56 milljarða króna á síðasta ári. Þær eru nú 18% af vergri landsframleiðslu. „Útboðin eru því að ganga vel í að leysa þennan vanda, reyndar hægt og örugglega,“ sagði Sigríður.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira