Hlakkar til að hreinsa vessa úr þjóðarbúinu Haraldur Guðmundsson skrifar 10. apríl 2014 08:32 Már og Sigríður sögðu margt benda til þess að áhætta í fjármálakerfinu hefði minnkað frá síðasta vori. Vísir/Stefán „Við erum farin að hlakka alveg gífurlega til að hreinsa alla þessa vessa út úr þjóðarbúinu sem eru aflandskrónurnar og bú föllnu bankanna,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri þegar fyrra hefti ritsins Fjármálastöðugleiki var kynnt í Seðlabankanum í gær. Þar kom fram að viðskiptaafgangur landsins mun á næstu árum ekki duga til að standa undir afborgunum erlendra lána. Því verður ekki hægt að skapa nægan gjaldeyri til að kröfuhafar og aflandskrónueigendur geti leyst út krónueignir sínar. Áframhaldandi óvissa er því um framhald slitameðferða búa föllnu bankanna sem tefur losun gjaldeyrishafta. Eignir slitabúa föllnu bankanna eru nú metnar á 2.552 milljarða króna, eða um 143 prósent af landsframleiðslu. Þar af eru innlendar krónueignir um 497 milljarðar. Innlendar eignir, skráðar í krónum og í erlendum gjaldmiðlum, eru samtals tæp 38% af heildareignum búanna en hlutfall innlendra krafna er aðeins 5,7%. Erlendir kröfuhafar munu því við slit búanna, að öðru óbreyttu, eignast innlendar eignir að verðmæti tæplega hálfrar landsframleiðslu. Sú staða mun hafa neikvæð áhrif á erlenda stöðu og greiðslujöfnuð þjóðarbúsins. „Á árunum 2015-2017 fer greiðslubyrðin um og yfir 5,5% af vergri landsframleiðslu en afborganir af skuldabréfum milli Landsbankans og LBI [Landsbanka Íslands] vega hér þyngst. Til samanburðar var undirliggjandi viðskiptajöfnuður ársins 2013 4,6% af landsframleiðslu,“ sagði Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, á fundinum í gær. Sigríður tók fram að greiðslubyrði vegna afborgana af erlendum lánum yrði á næstu árum nokkuð minni en hún var á árunum 2011 til 2013. Innlendir aðilar, aðrir en ríkissjóður og Seðlabankinn, hafa samtals greitt niður erlend lán fyrir rúma 505 milljarða króna á síðastliðnum fimm árum. „Undirliggjandi viðskiptajöfnuður var á sama tíma 380 milljarðar króna og því spyrja sumir hvaðan kom restin. Við gerðum varlegt mat á því og mismunurinn skýrist af erlendri eignasölu og gjaldeyrisinnflæði vegna fjárfestinga og þar með taldir eru 80 milljarðar króna vegna gjaldeyrisútboða Seðlabankans,“ sagði Sigríður. Hún sagði einnig að skammtíma krónueignir erlendra aðila, aflandskrónurnar, hefðu lækkað um 56 milljarða króna á síðasta ári. Þær eru nú 18% af vergri landsframleiðslu. „Útboðin eru því að ganga vel í að leysa þennan vanda, reyndar hægt og örugglega,“ sagði Sigríður. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
„Við erum farin að hlakka alveg gífurlega til að hreinsa alla þessa vessa út úr þjóðarbúinu sem eru aflandskrónurnar og bú föllnu bankanna,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri þegar fyrra hefti ritsins Fjármálastöðugleiki var kynnt í Seðlabankanum í gær. Þar kom fram að viðskiptaafgangur landsins mun á næstu árum ekki duga til að standa undir afborgunum erlendra lána. Því verður ekki hægt að skapa nægan gjaldeyri til að kröfuhafar og aflandskrónueigendur geti leyst út krónueignir sínar. Áframhaldandi óvissa er því um framhald slitameðferða búa föllnu bankanna sem tefur losun gjaldeyrishafta. Eignir slitabúa föllnu bankanna eru nú metnar á 2.552 milljarða króna, eða um 143 prósent af landsframleiðslu. Þar af eru innlendar krónueignir um 497 milljarðar. Innlendar eignir, skráðar í krónum og í erlendum gjaldmiðlum, eru samtals tæp 38% af heildareignum búanna en hlutfall innlendra krafna er aðeins 5,7%. Erlendir kröfuhafar munu því við slit búanna, að öðru óbreyttu, eignast innlendar eignir að verðmæti tæplega hálfrar landsframleiðslu. Sú staða mun hafa neikvæð áhrif á erlenda stöðu og greiðslujöfnuð þjóðarbúsins. „Á árunum 2015-2017 fer greiðslubyrðin um og yfir 5,5% af vergri landsframleiðslu en afborganir af skuldabréfum milli Landsbankans og LBI [Landsbanka Íslands] vega hér þyngst. Til samanburðar var undirliggjandi viðskiptajöfnuður ársins 2013 4,6% af landsframleiðslu,“ sagði Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, á fundinum í gær. Sigríður tók fram að greiðslubyrði vegna afborgana af erlendum lánum yrði á næstu árum nokkuð minni en hún var á árunum 2011 til 2013. Innlendir aðilar, aðrir en ríkissjóður og Seðlabankinn, hafa samtals greitt niður erlend lán fyrir rúma 505 milljarða króna á síðastliðnum fimm árum. „Undirliggjandi viðskiptajöfnuður var á sama tíma 380 milljarðar króna og því spyrja sumir hvaðan kom restin. Við gerðum varlegt mat á því og mismunurinn skýrist af erlendri eignasölu og gjaldeyrisinnflæði vegna fjárfestinga og þar með taldir eru 80 milljarðar króna vegna gjaldeyrisútboða Seðlabankans,“ sagði Sigríður. Hún sagði einnig að skammtíma krónueignir erlendra aðila, aflandskrónurnar, hefðu lækkað um 56 milljarða króna á síðasta ári. Þær eru nú 18% af vergri landsframleiðslu. „Útboðin eru því að ganga vel í að leysa þennan vanda, reyndar hægt og örugglega,“ sagði Sigríður.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira