Nýr leikur á sviði fjármálalæsis Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 10. apríl 2014 11:45 Leikurinn er öllum opinn á vefslóðinni fjarmalahreysti.is. Vísir/Landsbankinn Landsbankinn hefur þróað spurningaleikinn Fjármálahreysti með það að markmiði að efla fjármálalæsi ungmenna. Leikurinn er öllum opinn á vefslóðinni fjarmalahreysti.is og sérstaklega hannaður fyrir snjalltæki. Samkvæmt tilkynningu frá bankanum er um að ræða nýstárlega leið til að efla fræðslu um fjármál. Efnt verður til sérstakrar keppni í Fjármálahreysti milli nemenda í efstu bekkjum grunnskóla á tímabilinu 8. apríl – 8. maí. Stigahæstu nemendurnir fá vegleg verðlaun sem afhent verða í beinni útsendingu í úrslitaþætti Skólahreysti á RÚV föstudaginn 16. maí. Einnig fær sá skóli þar sem hlutfallslega flestir nemendur spreyta sig á leiknum viðurkenningu. Í Fjármálahreysti leysa þátttakendur 64 verkefni á fjórum ólíkum efnissviðum, snerta fjóra þekkingarflokka og eru sett fram á jafnmörgum þyngdarstigum. Efnissviðin fjögur eru: Ég, Heimilið, Nám og atvinna og Samfélagið og tekur þessi flokkun mið af markmiðum OECD um fjármálafræðslu. Leikurinn var hannaður og þróaður af starfsfólki Landsbankans í samvinnu við Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóra í Hagaskóla sem hefur mikla reynslu af því að semja kennsluefni um fjármál fyrir unglinga. Fjármálahreysti tekur við hlutverki Raunveruleiksins sem Landsbankinn hefur staðið að síðustu tíu ár. Sá leikur hlaut á sínum tíma verðlaun Norrænu ráðherranefndarinnar sem besta námsefnið í fjármála- og neytendafræðslu. Ómar Örn var einnig aðalhöfundur Raunveruleiksins. „Landsbankinn hefur um árabil lagt mikla áherslu á fjármálafræðslu fyrir efstu bekki grunnskóla og stendur mjög framarlega í fjármálafræðslu á Íslandi. Hönnun Fjármálahreystis sýnir þann metnað sem í bankanum býr þegar kemur að þessum málalflokki, enda er leikurinn allt í senn fróðlegur, spennandi og skemmtilegur. Rannsóknir sýna að þeir sem notið hafa kennslu í fjármálum eru líklegri til að spara og skipuleggja fjármál sín betur en aðrir og Landsbankinn telur það skyldu sína að auka fræðslu á þessu sviði,“ er haft eftir Steinþóri Pálssyni bankastjóra Landsbankans í tilkynningu. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Landsbankinn hefur þróað spurningaleikinn Fjármálahreysti með það að markmiði að efla fjármálalæsi ungmenna. Leikurinn er öllum opinn á vefslóðinni fjarmalahreysti.is og sérstaklega hannaður fyrir snjalltæki. Samkvæmt tilkynningu frá bankanum er um að ræða nýstárlega leið til að efla fræðslu um fjármál. Efnt verður til sérstakrar keppni í Fjármálahreysti milli nemenda í efstu bekkjum grunnskóla á tímabilinu 8. apríl – 8. maí. Stigahæstu nemendurnir fá vegleg verðlaun sem afhent verða í beinni útsendingu í úrslitaþætti Skólahreysti á RÚV föstudaginn 16. maí. Einnig fær sá skóli þar sem hlutfallslega flestir nemendur spreyta sig á leiknum viðurkenningu. Í Fjármálahreysti leysa þátttakendur 64 verkefni á fjórum ólíkum efnissviðum, snerta fjóra þekkingarflokka og eru sett fram á jafnmörgum þyngdarstigum. Efnissviðin fjögur eru: Ég, Heimilið, Nám og atvinna og Samfélagið og tekur þessi flokkun mið af markmiðum OECD um fjármálafræðslu. Leikurinn var hannaður og þróaður af starfsfólki Landsbankans í samvinnu við Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóra í Hagaskóla sem hefur mikla reynslu af því að semja kennsluefni um fjármál fyrir unglinga. Fjármálahreysti tekur við hlutverki Raunveruleiksins sem Landsbankinn hefur staðið að síðustu tíu ár. Sá leikur hlaut á sínum tíma verðlaun Norrænu ráðherranefndarinnar sem besta námsefnið í fjármála- og neytendafræðslu. Ómar Örn var einnig aðalhöfundur Raunveruleiksins. „Landsbankinn hefur um árabil lagt mikla áherslu á fjármálafræðslu fyrir efstu bekki grunnskóla og stendur mjög framarlega í fjármálafræðslu á Íslandi. Hönnun Fjármálahreystis sýnir þann metnað sem í bankanum býr þegar kemur að þessum málalflokki, enda er leikurinn allt í senn fróðlegur, spennandi og skemmtilegur. Rannsóknir sýna að þeir sem notið hafa kennslu í fjármálum eru líklegri til að spara og skipuleggja fjármál sín betur en aðrir og Landsbankinn telur það skyldu sína að auka fræðslu á þessu sviði,“ er haft eftir Steinþóri Pálssyni bankastjóra Landsbankans í tilkynningu.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira