Fréttaskýring Stöðvar 2: Sparisjóðir að nafninu til Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. apríl 2014 20:03 Atburðarásin, sem leiddi til hruns íslenska sparisjóðakerfisins sem hefur þegar kostað skattgreiðendur á fjórða tug milljarða króna, hófst um síðustu aldamót. Rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðakerfisins vísaði 21 máli til ríkissaksóknara vegna gruns um refsiverða háttsemi. Stóru sparisjóðirnir þrír, SPRON, Sparisjóðurinn í Keflavík og þeir sparisjóðir sem urðu að Byr sparisjóði hegðuðu sér miklu meira eins og bankar, en ekki eins og sparisjóðir. Þetta er meðal þess sem má lesa út úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðakerfisins. Í nefndinni voru Bjarni Frímann Karlsson, lektor við Háskóla Íslands, Tinna Finnbogadóttir fjármálahagfræðingur og Hrannar Már Hafberg lögfræðingur og settur héraðsdómari en hann tók við formennsku í nefndinni af Sigríði Ingvarsdóttur héraðsdómara 20. september 2012. Skýrsla nefndarinnar er mjög viðamikil eða um 1875 bls í sjö bindum. Vinna við skýrsluna tók 2 og hálft ár og kostnaður ríkissjóðs vegna hennar er rúmlega 600 milljónir króna. Nefndin fór ítarlega ofan í aðdragandann og orsakir falls sparisjóðakerfisins en einnig atburði eftir bankahrun, það sem gerðist eftir að Alþingi setti neyðarlög 6. október 2008 og þá atburðarrás sem leiddi til þess að ríkissjóður tók yfir stóran hluta íslenska sparisjóðakerfisins.Rót á vanda sparisjóðakerfinu liggur um síðustu aldamót en 2001 var lögum um sparisjóðina breytt á Alþingi og þeim leyft að hlutafélagavæðast. Í raun má segja þessi mynd (sjá myndskeið með frétt á tíma 06:03) um vöxt stofnfjár eftir árið 2001, segi meira en þúsund orð. Fjármálaeftirlitið taldi að ekki væri óheimilt að takmarka sölu stofnfjár á yfirverði miðað við gildandi lög. Með því að nota orðalagið gildandi lög var í raun verið að benda löggjafanum á að breyta mætti lögunum til að girða fyrir þetta. Ekkert var gert. Bjarni Frímann Karlsson, einn nefndarmanna, telur að þarna hafi FME verið að benda löggjafanum á að breyta hafi mátt lögunum í þessum efnum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var fréttaskýring um niðurstöður og ályktanir rannsóknarnefndar Alþingis um málefni sparisjóðanna. Í hnotskurn: Sparisjóðirnir fóru að lána í miklum mæli til óskyldra verkefna og viku frá hlutverki sínu sem sparisjóðir. SPRON, þeir sparisjóðir sem runnu í Byr og SpKef voru þar í aðalhlutverki. Sparisjóðirnir tóku í miklum mæli við innlánum frá einstaklingum en lánuðu svo féð til einkahlutafélaga til kaupa á stofnfjárbréfum. Oft aðeins með veð í bréfunum sjálfum. Stærstur hluti lána var til einstaklinga og heimila fram að hruni en stærstur hluti tapsins, hin eiginlega orsök falls sparisjóðanna, liggur í lánveitingum til einkahlutafélaga og fasteignaverkefna, að því er fram kemur í niðurstöðum nefndarinnar. Þeir sparisjóðir sem héldu sig við hefðbundið hlutverk sitt og lánuðu ekki í fasteignaævintýri eða hlutabréfakaup töpuðu minna en hinir. Tjón ríkisins, þ.e. okkar skattgreiðenda, vegna falls sparisjóðanna er 33 milljarðar króna. Stærstur hluti upphæðarinnar er vegna Sparisjóðsins í Keflavík, eða 26 milljarðar króna. Þetta er aðeins brot af því tjóni sem mun raungerast því áætlað er að lítið fáist upp í 215 milljarða kröfur Seðlabanka Íslands í slitabú Sparisjóðabankans. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Atburðarásin, sem leiddi til hruns íslenska sparisjóðakerfisins sem hefur þegar kostað skattgreiðendur á fjórða tug milljarða króna, hófst um síðustu aldamót. Rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðakerfisins vísaði 21 máli til ríkissaksóknara vegna gruns um refsiverða háttsemi. Stóru sparisjóðirnir þrír, SPRON, Sparisjóðurinn í Keflavík og þeir sparisjóðir sem urðu að Byr sparisjóði hegðuðu sér miklu meira eins og bankar, en ekki eins og sparisjóðir. Þetta er meðal þess sem má lesa út úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðakerfisins. Í nefndinni voru Bjarni Frímann Karlsson, lektor við Háskóla Íslands, Tinna Finnbogadóttir fjármálahagfræðingur og Hrannar Már Hafberg lögfræðingur og settur héraðsdómari en hann tók við formennsku í nefndinni af Sigríði Ingvarsdóttur héraðsdómara 20. september 2012. Skýrsla nefndarinnar er mjög viðamikil eða um 1875 bls í sjö bindum. Vinna við skýrsluna tók 2 og hálft ár og kostnaður ríkissjóðs vegna hennar er rúmlega 600 milljónir króna. Nefndin fór ítarlega ofan í aðdragandann og orsakir falls sparisjóðakerfisins en einnig atburði eftir bankahrun, það sem gerðist eftir að Alþingi setti neyðarlög 6. október 2008 og þá atburðarrás sem leiddi til þess að ríkissjóður tók yfir stóran hluta íslenska sparisjóðakerfisins.Rót á vanda sparisjóðakerfinu liggur um síðustu aldamót en 2001 var lögum um sparisjóðina breytt á Alþingi og þeim leyft að hlutafélagavæðast. Í raun má segja þessi mynd (sjá myndskeið með frétt á tíma 06:03) um vöxt stofnfjár eftir árið 2001, segi meira en þúsund orð. Fjármálaeftirlitið taldi að ekki væri óheimilt að takmarka sölu stofnfjár á yfirverði miðað við gildandi lög. Með því að nota orðalagið gildandi lög var í raun verið að benda löggjafanum á að breyta mætti lögunum til að girða fyrir þetta. Ekkert var gert. Bjarni Frímann Karlsson, einn nefndarmanna, telur að þarna hafi FME verið að benda löggjafanum á að breyta hafi mátt lögunum í þessum efnum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var fréttaskýring um niðurstöður og ályktanir rannsóknarnefndar Alþingis um málefni sparisjóðanna. Í hnotskurn: Sparisjóðirnir fóru að lána í miklum mæli til óskyldra verkefna og viku frá hlutverki sínu sem sparisjóðir. SPRON, þeir sparisjóðir sem runnu í Byr og SpKef voru þar í aðalhlutverki. Sparisjóðirnir tóku í miklum mæli við innlánum frá einstaklingum en lánuðu svo féð til einkahlutafélaga til kaupa á stofnfjárbréfum. Oft aðeins með veð í bréfunum sjálfum. Stærstur hluti lána var til einstaklinga og heimila fram að hruni en stærstur hluti tapsins, hin eiginlega orsök falls sparisjóðanna, liggur í lánveitingum til einkahlutafélaga og fasteignaverkefna, að því er fram kemur í niðurstöðum nefndarinnar. Þeir sparisjóðir sem héldu sig við hefðbundið hlutverk sitt og lánuðu ekki í fasteignaævintýri eða hlutabréfakaup töpuðu minna en hinir. Tjón ríkisins, þ.e. okkar skattgreiðenda, vegna falls sparisjóðanna er 33 milljarðar króna. Stærstur hluti upphæðarinnar er vegna Sparisjóðsins í Keflavík, eða 26 milljarðar króna. Þetta er aðeins brot af því tjóni sem mun raungerast því áætlað er að lítið fáist upp í 215 milljarða kröfur Seðlabanka Íslands í slitabú Sparisjóðabankans.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira