Viðskipti með bréf Sjóvá fara ágætlega af stað Haraldur Guðmundsson skrifar 11. apríl 2014 10:38 Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, hringdi Kauphallarbjöllunni í morgun. Vísir/GVA Tryggingafélagið Sjóvá var í morgun skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar þegar Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland og Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, undirrituðu samning þess efnis. Nú þegar rúm klukkustund er liðin frá skráningu félagsins nema viðskipti með bréf þess um 120 milljónum króna. Hermann Björnsson sagði í morgun skráningu Sjóvár á markað marka tvenns konar tímamót. „Annars vegar lok á þessu skráningarferli sem hefur staðið yfir í sjö mánuði. Það ferli hefur gengið býsna vel að okkar mati. Þessu tímabili er nú að ljúka og nú tekur alvaran við og við munum undirgangast öguð vinnubrögð, getum við sagt, og leggja okkar verk í dóm fjárfesta. Það er í sjálfu sér tilhlökkunarefni. Við erum vel í stakk búin til þess og kvíðum engu í því,“ sagði Hermann. „Það er alvöru mál að koma inn í Kauphöllina en við megum ekki gleyma að í þessu umhverfi felast gífurleg verðmæti ef rétt er á málum haldið,“ sagði Páll Harðarson eftir að hann hafði boðið Sjóvá velkomið í Kauphöllina. „Það er ekki nokkur vafi í okkar huga hér í Kauphöllinni að Sjóvá er mjög mikilvæg viðbót við hlutabréfamarkaðinn. Þetta er glæsilegt félag og því gengur vel og er leiðandi á sínu sviði. Við sjáum á hlutafjárútboðinu að það er mikill áhugi á því meðal fjárfesta. Félagið er fyrsta félagið sem kemur inn á þessu ári og reyndar áttunda félagið frá því sem við viljum kalla upphafi endurreisnar. Að okkar mati hefur þessi uppbyggingarfasi gengið afskaplega vel.Almenningur hefur verið að njóta góðs af og traustið á markaðinum er að eflast. Þegar allt kemur til alls þá byggir uppbygging á trausti,“ sagði Páll. Hlutafjárútboði Sjóvár lauk 31. mars síðastliðinn. Heildareftirspurn í útboðinu var 35,7 milljarðar króna og því rúmlega sjöfalt meiri en 4,7 milljarða söluandvirði þeirra hluta sem boðnir voru út. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Tryggingafélagið Sjóvá var í morgun skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar þegar Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland og Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, undirrituðu samning þess efnis. Nú þegar rúm klukkustund er liðin frá skráningu félagsins nema viðskipti með bréf þess um 120 milljónum króna. Hermann Björnsson sagði í morgun skráningu Sjóvár á markað marka tvenns konar tímamót. „Annars vegar lok á þessu skráningarferli sem hefur staðið yfir í sjö mánuði. Það ferli hefur gengið býsna vel að okkar mati. Þessu tímabili er nú að ljúka og nú tekur alvaran við og við munum undirgangast öguð vinnubrögð, getum við sagt, og leggja okkar verk í dóm fjárfesta. Það er í sjálfu sér tilhlökkunarefni. Við erum vel í stakk búin til þess og kvíðum engu í því,“ sagði Hermann. „Það er alvöru mál að koma inn í Kauphöllina en við megum ekki gleyma að í þessu umhverfi felast gífurleg verðmæti ef rétt er á málum haldið,“ sagði Páll Harðarson eftir að hann hafði boðið Sjóvá velkomið í Kauphöllina. „Það er ekki nokkur vafi í okkar huga hér í Kauphöllinni að Sjóvá er mjög mikilvæg viðbót við hlutabréfamarkaðinn. Þetta er glæsilegt félag og því gengur vel og er leiðandi á sínu sviði. Við sjáum á hlutafjárútboðinu að það er mikill áhugi á því meðal fjárfesta. Félagið er fyrsta félagið sem kemur inn á þessu ári og reyndar áttunda félagið frá því sem við viljum kalla upphafi endurreisnar. Að okkar mati hefur þessi uppbyggingarfasi gengið afskaplega vel.Almenningur hefur verið að njóta góðs af og traustið á markaðinum er að eflast. Þegar allt kemur til alls þá byggir uppbygging á trausti,“ sagði Páll. Hlutafjárútboði Sjóvár lauk 31. mars síðastliðinn. Heildareftirspurn í útboðinu var 35,7 milljarðar króna og því rúmlega sjöfalt meiri en 4,7 milljarða söluandvirði þeirra hluta sem boðnir voru út.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira