Viðskipti með bréf Sjóvá fara ágætlega af stað Haraldur Guðmundsson skrifar 11. apríl 2014 10:38 Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, hringdi Kauphallarbjöllunni í morgun. Vísir/GVA Tryggingafélagið Sjóvá var í morgun skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar þegar Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland og Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, undirrituðu samning þess efnis. Nú þegar rúm klukkustund er liðin frá skráningu félagsins nema viðskipti með bréf þess um 120 milljónum króna. Hermann Björnsson sagði í morgun skráningu Sjóvár á markað marka tvenns konar tímamót. „Annars vegar lok á þessu skráningarferli sem hefur staðið yfir í sjö mánuði. Það ferli hefur gengið býsna vel að okkar mati. Þessu tímabili er nú að ljúka og nú tekur alvaran við og við munum undirgangast öguð vinnubrögð, getum við sagt, og leggja okkar verk í dóm fjárfesta. Það er í sjálfu sér tilhlökkunarefni. Við erum vel í stakk búin til þess og kvíðum engu í því,“ sagði Hermann. „Það er alvöru mál að koma inn í Kauphöllina en við megum ekki gleyma að í þessu umhverfi felast gífurleg verðmæti ef rétt er á málum haldið,“ sagði Páll Harðarson eftir að hann hafði boðið Sjóvá velkomið í Kauphöllina. „Það er ekki nokkur vafi í okkar huga hér í Kauphöllinni að Sjóvá er mjög mikilvæg viðbót við hlutabréfamarkaðinn. Þetta er glæsilegt félag og því gengur vel og er leiðandi á sínu sviði. Við sjáum á hlutafjárútboðinu að það er mikill áhugi á því meðal fjárfesta. Félagið er fyrsta félagið sem kemur inn á þessu ári og reyndar áttunda félagið frá því sem við viljum kalla upphafi endurreisnar. Að okkar mati hefur þessi uppbyggingarfasi gengið afskaplega vel.Almenningur hefur verið að njóta góðs af og traustið á markaðinum er að eflast. Þegar allt kemur til alls þá byggir uppbygging á trausti,“ sagði Páll. Hlutafjárútboði Sjóvár lauk 31. mars síðastliðinn. Heildareftirspurn í útboðinu var 35,7 milljarðar króna og því rúmlega sjöfalt meiri en 4,7 milljarða söluandvirði þeirra hluta sem boðnir voru út. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Tryggingafélagið Sjóvá var í morgun skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar þegar Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland og Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, undirrituðu samning þess efnis. Nú þegar rúm klukkustund er liðin frá skráningu félagsins nema viðskipti með bréf þess um 120 milljónum króna. Hermann Björnsson sagði í morgun skráningu Sjóvár á markað marka tvenns konar tímamót. „Annars vegar lok á þessu skráningarferli sem hefur staðið yfir í sjö mánuði. Það ferli hefur gengið býsna vel að okkar mati. Þessu tímabili er nú að ljúka og nú tekur alvaran við og við munum undirgangast öguð vinnubrögð, getum við sagt, og leggja okkar verk í dóm fjárfesta. Það er í sjálfu sér tilhlökkunarefni. Við erum vel í stakk búin til þess og kvíðum engu í því,“ sagði Hermann. „Það er alvöru mál að koma inn í Kauphöllina en við megum ekki gleyma að í þessu umhverfi felast gífurleg verðmæti ef rétt er á málum haldið,“ sagði Páll Harðarson eftir að hann hafði boðið Sjóvá velkomið í Kauphöllina. „Það er ekki nokkur vafi í okkar huga hér í Kauphöllinni að Sjóvá er mjög mikilvæg viðbót við hlutabréfamarkaðinn. Þetta er glæsilegt félag og því gengur vel og er leiðandi á sínu sviði. Við sjáum á hlutafjárútboðinu að það er mikill áhugi á því meðal fjárfesta. Félagið er fyrsta félagið sem kemur inn á þessu ári og reyndar áttunda félagið frá því sem við viljum kalla upphafi endurreisnar. Að okkar mati hefur þessi uppbyggingarfasi gengið afskaplega vel.Almenningur hefur verið að njóta góðs af og traustið á markaðinum er að eflast. Þegar allt kemur til alls þá byggir uppbygging á trausti,“ sagði Páll. Hlutafjárútboði Sjóvár lauk 31. mars síðastliðinn. Heildareftirspurn í útboðinu var 35,7 milljarðar króna og því rúmlega sjöfalt meiri en 4,7 milljarða söluandvirði þeirra hluta sem boðnir voru út.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira