Handbolti

Fuchse Berlin bikarmeistari í Þýskalandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Það var hart barist
Það var hart barist Vísir/Getty
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Fuchse Berlin unnu Flensburg í úrslitum þýska bikarsins í handbolta í dag. Með sigrinum brauð Dagur blað í sögu Fuchse Berlin en þetta var í fyrsta sinn sögu félagsins sem þeir vinna þýska bikari

Flensburg byrjaði leikinn betur og hafði undirtökin fyrstu tíu mínútur leiksins. Michael Knudsen kom Flensburg í 7-2 þegar tólf mínútur voru liðnar af leiknum en það virtist vekja Berlínarrefina til lífsins.

Smátt og smátt byrjuðu leikmenn Fuchse Berlin að sækja á forskot Flensburg og náði Pavel Horak að jafna metin fyrir Berlínarrefina rétt fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 11-11.

Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og skiptust liðin á að ná eins marks forskoti út leikinn. Berlínarrefirnir höfðu þó yfirleitt undirtökin og unnu að lokum nauman sigur þegar Iker Romero skoraði sigurmarkið þegar mínúta var eftir af leiknum.

Jesper Nielsen átti stórleik í liði Fusche Berlin með níu mörk en Iker Romero bætti við öðrum fjórum. Í liði Flensburg var það Tomas Mogensen sem leiddi liðið með sex mörk. Ólafur Gústafsson kom ekki við sögu í liði Flensburg í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×