Nær einvaldur sparisjóðsstjóri og áhættustýring í molum Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. apríl 2014 18:30 Frumkvæði og eftirlit stjórnar Sparisjóðsins í Keflavík var í algjöru lágmarki og stjórnun sparisjóðsins að mestu í höndum sparisjóðsstjóra, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórn Sparisjóðsins í Keflavík virtist lítið sem ekkert fylgja eftir úttektum innri endurskoðunar sparisjóðsins á árunum fyrir hrun og virtist jafnvel ekki hafa vitneskju um þær.Í 5. bindi skýrslu Alþingis um sparisjóðina er sérstök umfjöllun um Sparisjóðinn í Keflavík. Þar er vitnað í úttektir sem Fjármálaeftirlitið gerði á sparisjóðnum haustið 2008 og var það mat Fjármálaeftirlitsins að stjórn sparisjóðsins virtist lítið sem ekkert fylgja eftir úttektum innri endurskoðunar sparisjóðsins og virtist jafnvel ekki hafa vitneskju um þær. Áhættustýringu var mjög ábótavant hjá Sparisjóðnum í Keflavík sem var stýrt af Geirmundi Kristinssyni en hann starfaði hjá sjóðnum 44 ár. Formlegar reglur um framkvæmd áhættustýringar voru ekki settar hjá sjóðnum fyrr en í október 2008, í miðju bankahruni, en leitað var eftir aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa við gerð þeirra.Frumkvæði og eftirlit stjórnar í algjöru lágmarki Í skýrslu Alþingis er vitnað í áhættumatsgreiningu sem FME gerði á Sparisjóðnum í Keflavík á árinu 2007. Í greiningunni segir: „Frumkvæði og eftirlit stjórnar virðist vera í algjöru lágmarki og stjórnun sparisjóðsins að mestu í höndum sparisjóðsstjóra. Sérstaklega er þetta sýnilegt þegar óskað var eftir stefnu stjórnar um áhættustýringu, sem ekki er til. Viðmið um áhættustýringu eru því ekki fyrirliggjandi, en greint er frá því að þessi mörk séu til í ársreikningi (Sparisjóðsins í Keflavík) vegna ársins 2007. Er ársreikningurinn því villandi hvað þetta varðar.“ FME gerði alvarlegar athugasemdir um að upplýsingar sem fram kæmu í ársreikningi væru ekki réttar. Slík vinnubrögð væru til þess fallin að gefa rangar og villandi upplýsingar. Fram kemur í skýrslunni að sami einstaklingurinn hafi sinnt regluvörslu, áhættustýringu og útlánaeftirliti hjá sparisjóðnum og ekkert legið fyrir um hver væri staðgengill hans sem tæki við verkefnum hans þegar hann færi í frí. Í úttekt Fjármálaeftirlitsins var einnig fjallað um útlánaáhættu og voru gæði útlánasafnsins talin vafasöm.Betra að taka sparisjóðinn niður mun fyrr Sparisjóðurinn í Keflavík var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu eftir hrunið og síðar sameinaður Landsbankanum. Áætlað tjón íslenskra skattgreiðenda vegna gjaldþrots Sparisjóðsins í Keflavík er 25-26 milljarðar króna. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, sagði fyrir nefndinni að Sparisjóðurinn í Keflavík hefði fengið starfa of lengi. „Það hefði verið betra að horfast í augu við þetta fyrr og taka starfsemi sparisjóðsins niður mun fyrr hefðu menn haft upplýsingar um hversu illa hann var staddur,“ sagði Steingrímur m.a. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Frumkvæði og eftirlit stjórnar Sparisjóðsins í Keflavík var í algjöru lágmarki og stjórnun sparisjóðsins að mestu í höndum sparisjóðsstjóra, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórn Sparisjóðsins í Keflavík virtist lítið sem ekkert fylgja eftir úttektum innri endurskoðunar sparisjóðsins á árunum fyrir hrun og virtist jafnvel ekki hafa vitneskju um þær.Í 5. bindi skýrslu Alþingis um sparisjóðina er sérstök umfjöllun um Sparisjóðinn í Keflavík. Þar er vitnað í úttektir sem Fjármálaeftirlitið gerði á sparisjóðnum haustið 2008 og var það mat Fjármálaeftirlitsins að stjórn sparisjóðsins virtist lítið sem ekkert fylgja eftir úttektum innri endurskoðunar sparisjóðsins og virtist jafnvel ekki hafa vitneskju um þær. Áhættustýringu var mjög ábótavant hjá Sparisjóðnum í Keflavík sem var stýrt af Geirmundi Kristinssyni en hann starfaði hjá sjóðnum 44 ár. Formlegar reglur um framkvæmd áhættustýringar voru ekki settar hjá sjóðnum fyrr en í október 2008, í miðju bankahruni, en leitað var eftir aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa við gerð þeirra.Frumkvæði og eftirlit stjórnar í algjöru lágmarki Í skýrslu Alþingis er vitnað í áhættumatsgreiningu sem FME gerði á Sparisjóðnum í Keflavík á árinu 2007. Í greiningunni segir: „Frumkvæði og eftirlit stjórnar virðist vera í algjöru lágmarki og stjórnun sparisjóðsins að mestu í höndum sparisjóðsstjóra. Sérstaklega er þetta sýnilegt þegar óskað var eftir stefnu stjórnar um áhættustýringu, sem ekki er til. Viðmið um áhættustýringu eru því ekki fyrirliggjandi, en greint er frá því að þessi mörk séu til í ársreikningi (Sparisjóðsins í Keflavík) vegna ársins 2007. Er ársreikningurinn því villandi hvað þetta varðar.“ FME gerði alvarlegar athugasemdir um að upplýsingar sem fram kæmu í ársreikningi væru ekki réttar. Slík vinnubrögð væru til þess fallin að gefa rangar og villandi upplýsingar. Fram kemur í skýrslunni að sami einstaklingurinn hafi sinnt regluvörslu, áhættustýringu og útlánaeftirliti hjá sparisjóðnum og ekkert legið fyrir um hver væri staðgengill hans sem tæki við verkefnum hans þegar hann færi í frí. Í úttekt Fjármálaeftirlitsins var einnig fjallað um útlánaáhættu og voru gæði útlánasafnsins talin vafasöm.Betra að taka sparisjóðinn niður mun fyrr Sparisjóðurinn í Keflavík var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu eftir hrunið og síðar sameinaður Landsbankanum. Áætlað tjón íslenskra skattgreiðenda vegna gjaldþrots Sparisjóðsins í Keflavík er 25-26 milljarðar króna. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, sagði fyrir nefndinni að Sparisjóðurinn í Keflavík hefði fengið starfa of lengi. „Það hefði verið betra að horfast í augu við þetta fyrr og taka starfsemi sparisjóðsins niður mun fyrr hefðu menn haft upplýsingar um hversu illa hann var staddur,“ sagði Steingrímur m.a.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira