Norska flugfélagið Norwegian hóf í gær áætlunarflug á milli Bergen og Keflavíkur og er þar með komið í samkeppni við Icelandair á þessari flugleið.
Norwegian ætlar að fljúga tvær ferðir í viku fram í desember en Icelandair flýgur nær daglega yfir sumartímann. Norwegian flýgur líka áætlunarflug á milli Oslóar og Keflavíkur þrisvar í viku, en ætlar ekki að auka farmboð á þeirri leið, samkvæmt upplýsingum Túrista.is.
Þá ætlar félagið ekki að hefja flug á milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur í sumar, eins og til stóð.
