„Verðum að treysta á greið og hindrunarlaus viðskipti“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. apríl 2014 18:42 Björgólfur Jóhannson, formaður Samtaka atvinnulífsins. vísir/gva „Stöðugleiki mun aldrei nást án þess að stjórnvöld hafi hann sem grundvöll,“ sagði Björgólfur Jóhannson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í ræðu sem hann hélt á aðalfundi samtakanna í dag. „Aukin samkeppnishæfi þjóðarinnar,“ var yfirskrift fundarins og sagði Björgólfur að samtökin myndu kynna tillögur um það hvernig Ísland geti komist í hóp tíu samkeppnishæfustu ríkja heims innan tíu ára. „Peningastefnan verður að vera fastmótuð og tryggja lága verðbólgu og vexti í námunda við það sem gerist í samkeppnisríkjunum,“ sagði Björgólfur í ræðu sinni. „Ábyrg fjármálastjórn og afgangur af rekstri hins opinbera eru lykilþættir. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórna í áratugi um ábyrg ríkisfjármál, hefur reynslan sýnt að slíku er vart að treysta. Fjármál ríkis og sveitarfélaga hafa yfirleitt magnað hagsveiflur og stuðlað að óstöðugleika, verðbólgu og háum vöxtum.“ Hann sagði það fagnaðarefni að fjármálaráðherra hafi kynnt frumvörp til laga um betri umgjörð opinberra fjármála, sem hafi í för með sér aukinn aga við framkvæmd fjárlaga. „Þrátt fyrir þetta er töluverð óvissa framundan í efnahagsmálum. Gjaldeyrishöftin voru upphaflega samþykkt sem tímabundin aðgerð til tveggja ára. Síðan eru liðin rúm fimm ár. Gárungarnir segja að sennilega sé ekkert meira viðvarandi en tímabundnar ráðstafanir hins opinbera.“ Björgólfur sagðist telja það brýnt að ríkisstjórnin eyddi óvissunni og skapaði festu og trú á að efnahagsstefnan tryggi áframhaldandi stöðugleika. Það væri forsenda þess að kjarasamningar tækjust framvegis á svipuðum nótum og síðast. „Tækifærin eru sannarlega til staðar. Í samkeppni og frjálsum viðskiptum er fólgin besta leiðin til að bæta samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs. Við verðum að treysta á greið og hindrunarlaus viðskipti til að bæta hag allra landsmanna.“ Ræðu Björgólfs má lesa í heild sinni á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Stöðugleiki mun aldrei nást án þess að stjórnvöld hafi hann sem grundvöll,“ sagði Björgólfur Jóhannson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í ræðu sem hann hélt á aðalfundi samtakanna í dag. „Aukin samkeppnishæfi þjóðarinnar,“ var yfirskrift fundarins og sagði Björgólfur að samtökin myndu kynna tillögur um það hvernig Ísland geti komist í hóp tíu samkeppnishæfustu ríkja heims innan tíu ára. „Peningastefnan verður að vera fastmótuð og tryggja lága verðbólgu og vexti í námunda við það sem gerist í samkeppnisríkjunum,“ sagði Björgólfur í ræðu sinni. „Ábyrg fjármálastjórn og afgangur af rekstri hins opinbera eru lykilþættir. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórna í áratugi um ábyrg ríkisfjármál, hefur reynslan sýnt að slíku er vart að treysta. Fjármál ríkis og sveitarfélaga hafa yfirleitt magnað hagsveiflur og stuðlað að óstöðugleika, verðbólgu og háum vöxtum.“ Hann sagði það fagnaðarefni að fjármálaráðherra hafi kynnt frumvörp til laga um betri umgjörð opinberra fjármála, sem hafi í för með sér aukinn aga við framkvæmd fjárlaga. „Þrátt fyrir þetta er töluverð óvissa framundan í efnahagsmálum. Gjaldeyrishöftin voru upphaflega samþykkt sem tímabundin aðgerð til tveggja ára. Síðan eru liðin rúm fimm ár. Gárungarnir segja að sennilega sé ekkert meira viðvarandi en tímabundnar ráðstafanir hins opinbera.“ Björgólfur sagðist telja það brýnt að ríkisstjórnin eyddi óvissunni og skapaði festu og trú á að efnahagsstefnan tryggi áframhaldandi stöðugleika. Það væri forsenda þess að kjarasamningar tækjust framvegis á svipuðum nótum og síðast. „Tækifærin eru sannarlega til staðar. Í samkeppni og frjálsum viðskiptum er fólgin besta leiðin til að bæta samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs. Við verðum að treysta á greið og hindrunarlaus viðskipti til að bæta hag allra landsmanna.“ Ræðu Björgólfs má lesa í heild sinni á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira